Framkvæmdaráð

317. fundur 16. október 2015 kl. 11:05 - 12:20 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Eiríkur Jónsson
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Jón Orri Guðjónsson
  • Þorsteinn Hlynur Jónsson
  • Hermann Ingi Arason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur
  • Tómas Björn Hauksson forstöðumaður gatna, fráveitu- og hreinlætismála
  • Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála ritaði fundargerð
Dagskrá
Jón Orri Guðjónsson D-lista mætti í forföllum Njáls Trausta Friðbertssonar.
Eiríkur Jónsson S-lista mætti í forföllum Helenu Þuríðar Karlsdóttur.

1.Snjómokstur og hálkuvarnir 2015-2018

Málsnúmer 2015100044Vakta málsnúmer

Farið yfir tilboð vegna snjómoksturs og hálkuvarna og vinnureglur um þjónustustig.
Framkvæmdaráð samþykkir að ganga til samninga við eftirtalda bjóðendur sem buðu lægstu verðin, með fyrirvara um að allar kröfur útboðsins séu uppfylltar.
Tilboð bárust í alla flokkana 14, alls 76 talsins, flest tilboð í flokkinn vörubifreið til snjóflutnings eða 16 talsins. Tilboð bárust frá 16 verktökum. Verkfræðistofan Mannvit hefur yfir farið tilboðin og leiðrétt.

Skútaberg ehf. /Árni Helgason ehf. í eftirfarandi flokkum:
Veghefill með framdrifi, veghefill án framdrifs, hjólaskófla stór, hjólaskófla lítil, dráttarvél með snjóblásara og vörubifreið snjóruðningur.

Ingás ehf. í eftirfarandi flokkum:
Dráttarvél lítil (stígamokstur) og dráttarvél með snjóblásara.

Vélaleiga HB ehf. í eftirfarandi flokki:
Hjólaskófla lítil.

Túnþökusala Kristins ehf. í eftirfarandi flokkum:
Traktorsgrafa, dráttarvél með vagni (snjóflutningur) og birgðabíll.

Finnur ehf. í eftirfarandi flokkum:
Hjólaskófla lítil, hjólaskófla minni, traktorsgrafa, dráttarvél stór, dráttarvél með snjóblásara, smávél traktor, smávél bobcat (eða sambærilegar vélar) og dráttarvél með vagni (snjóflutningur).

Viðar Pálmason í eftirfarandi flokki:
Hjólaskófla minni.

Rekverk ehf. í eftirfarandi flokki:
Hjólaskófla minni.

Malbikun KM ehf. í eftirfarandi flokkum:
Traktorsgrafa, smávél bobcat (eða sambærilegar vélar).

G.Hjálmarson hf. í eftirfarandi flokki:
Vörubifreið (snjóflutningur).

2.Fjárhagsáætlun 2016 - framkvæmdadeild

Málsnúmer 2015080078Vakta málsnúmer

Farið yfir tillögur að gjaldskrá fyrir árið 2016.
Framkvæmdaráð samþykkir tillögur að framlagðri gjaldskrá fyrir árið 2016 og vísar henni til bæjarráðs.

3.Fjárhagsáætlun 2015 - framkvæmdadeild

Málsnúmer 2014080067Vakta málsnúmer

Farið yfir framkvæmdaáætlun ársins 2015.
Meirihluti framkvæmdaráðs samþykkir að farið verði í hljóðveggi við Borgarbraut við Vestursíðu 8B og Núpasíðu 2E.
Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.

Fundi slitið - kl. 12:20.