Framkvæmdaráð

331. fundur 16. júní 2016 kl. 17:10 - 18:26 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Þorsteinn Hlynur Jónsson
Starfsmenn
  • Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur
  • Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar
  • Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála ritaði fundargerð
Dagskrá
Helena Þuríður Karlsdóttir S-lista mætti ekki til fundar og boðaði ekki forföll. Varamaður mætti ekki í hennar stað.
Hermann Ingi Arason áheyrnarfulltrúi V-lista mætti ekki til fundar og boðaði ekki forföll. Varamaður mætti ekki í hans stað.

1.Steinefni fyrir malbik 2016

Málsnúmer 2016040123Vakta málsnúmer

Kynnt niðurstaða á útboði á steinefnum sem opnað var miðvikudaginn 15. júní 2016.

Eitt tilboð barst frá Skútabergi ehf að upphæð kr. 17.650.000.
Framkvæmdaráð felur bæjartæknifræðingi að ganga til samninga við Skútaberg.

Njáll Trausti Friðbertsson D-lista og Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista sátu hjá við afgreiðslu málsins.

2.Fjárhagsáætlun 2016 - framkvæmdadeild

Málsnúmer 2015080078Vakta málsnúmer

Farið yfir framkvæmdaáætlun og umhverfisverkefni ársins 2016.

3.Skjaldarvík - beiðni um leigu á landi

Málsnúmer 2009110023Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. júní 2016 frá Hestamannafélaginu Létti um afnot af beitarhólfum í Skjaldarvík.
Framkvæmdaráð felur verkefnastjóra umhverfismála að leggja fram tillögu að skiptingu lands og gjaldskrá fyrir takmarkaðan tíma.

Þá vill framkvæmdaráð leggja áherslu á að farið verði í þá vinnu að skipuleggja til framtíðar Skjaldarvíkurlandið.

4.Hundahald

Málsnúmer 2014010079Vakta málsnúmer

Umræður um hundamál
Fært í trúnaðarbók.

Fundi slitið - kl. 18:26.