Bæjarráð

3494. fundur 18. febrúar 2016 kl. 08:30 - 12:49 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Logi Már Einarsson
  • Matthías Rögnvaldsson
  • Gunnar Gíslason
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá
Margrét Kristín Helgadóttir Æ-lista boðaði forföll sín og varamanns hennar.
Sóley Björk Stefánsdóttir mætti á fundinn kl. 08:40.

1.Aðgerðarhópur um framtíðarrekstur Akureyrarbæjar - nefndir og deildir

Málsnúmer 2016020127Vakta málsnúmer

Magnús Kristjánsson frá KPMG mætti á fundinn til þess að fara yfir vinnu aðgerðarhóps um framtíðarrekstur Akureyrarbæjar.

Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss, Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

2.Dómur Hæstaréttar nr. 396/2015

Málsnúmer 2014060169Vakta málsnúmer

Lagður fram dómur Hæstaréttar nr. 396/2015.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

3.Menntaskólinn á Tröllaskaga

Málsnúmer 2007100109Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar svar bæjarstjórnar Fjallabyggðar dagsett 11. febrúar 2016 við sáttatillögu Akureyrarkaupstaðar vegna húsnæðis Menntaskólans á Tröllaskaga.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá samkomulagi við Fjallabyggð.

4.Hestamannfélagið Léttir - heimild til lántöku

Málsnúmer 2016020161Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Hestamannafélaginu Létti dagsett 15. febrúar 2016 þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs fyrir lántöku að upphæð allt að 2,3 milljónum króna til tímabundinnar fjármögnunar á fjórhjóli til að nota við umhirðu skeljasandsgólfs í reiðhöll Léttis.
Bæjarráð heimilar Hestamannafélaginu Létti lántökuna.

5.Innkaupamál hjá Akureyrarbæ

Málsnúmer 2016020115Vakta málsnúmer

Karl Guðmundsson verkefnastjóri mætti á fund bæjarráðs og fór yfir innkaupamál bæjarins og áframhaldandi aðild Akureyrarbæjar að rammasamningum Ríkiskaupa.

6.Vinabæir og erlend samskipti

Málsnúmer 2014090064Vakta málsnúmer

Lögð fram niðurstaða vinnuhóps um erlend samskipti.

Katrín Björg Ríkarðsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur Katrínu Björgu Ríkarðsdóttur að vinna áfram að málinu.

7.Kynjuð fjárhagsáætlanagerð

Málsnúmer 2011030090Vakta málsnúmer

Kynnt verklag og eyðublað vegna kynjaðrar fjárhagsáætlunar.

Katrín Björg Ríkarðsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð staðfestir gátlista vegna jafnréttismats og skyldar nefndir til að nota hann við ákvörðunartöku.

8.Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerðir veturinn 2015-2016

Málsnúmer 2015110022Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 11. febrúar 2016. Fundargerðin er í 7 liðum.
Bæjarráð vísar 4., 5. og 7. lið til framkvæmdadeildar, 6. lið til skipulagsdeildar, 1., 2. og 3. liður eru lagðir fram til kynningar í bæjarráði.

9.Hverfisráð Grímseyjar - fundargerðir

Málsnúmer 2010070098Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 22. og 23. fundar hverfisráðs Grímseyjar dagsettar 19. og 24. október 2015. Fundargerðirnar má finna á netslóðinni:

http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/grimsey/fundargerdir

10.Tillaga til þingsályktunar um embætti umboðsmanns aldraðra, 14. mál

Málsnúmer 2016020095Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 5. febrúar 2016 frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um embætti umboðsmanns aldraðra, 14. mál 2016. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 19. febrúar 2016 á netfangið nefndasvid@althingi.is. Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/145/s/0014.html

11.Fjárhagsáætlun 2016 - framkvæmdadeild

Málsnúmer 2015080078Vakta málsnúmer

4. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dagsett 22. janúar 2016:

Farið yfir tillögur að gjaldskrá fyrir Framkvæmdamiðstöð Akureyrarbæjar og framkvæmdaáætlun ársins 2016.

Framkvæmdaráð samþykkir framlagða gjaldskrá Framkvæmdamiðstöðvar fyrir sitt leyti og vísar henni til bæjarráðs ásamt viðauka vegna breytinga á tekjum.
Bæjarráð samþykkir framlagða gjaldskrá Framkvæmdamiðstöðvar, en frestar gerð viðauka.

Fundi slitið - kl. 12:49.