Framkvæmdaráð

329. fundur 20. maí 2016 kl. 09:35 - 11:55 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Helena Þuríður Karlsdóttir
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Þorsteinn Hlynur Jónsson
  • Hermann Ingi Arason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur
  • Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar
  • Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála ritaði fundargerð
Dagskrá

1.SVA - nýtt leiðakerfi 2016

Málsnúmer 2016050033Vakta málsnúmer

Farið yfir vinnu við endurskoðun á leiðakerfi SVA.

Rúna Ásmundsdóttir umferðarverkfræðingur hjá Eflu verkfræðistofu mætti á fundinn.
Framkvæmdaráð þakkar Rúnu fyrir kynninguna.

2.Fjárhagsáætlun 2016 - framkvæmdadeild

Málsnúmer 2015080078Vakta málsnúmer

Farið yfir framkvæmdaáætlun og umhverfisverkefni ársins 2016 og og staðan kynnt á þeim verkum sem eru í gangi í dag.
Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista bar upp vanhæfi sitt vegna umræðna um framkvæmdir í Naustahverfi og var það samþykkt. Vék hann af fundi við þær umræður.

3.Smáverk fyrir Akureyrarbæ 2016-2017

Málsnúmer 2016040124Vakta málsnúmer

Kynntar niðurstöður opnunartilboðs sem opnuð voru 11. maí sl.
Framkvæmdaráð samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðendur.

4.Mannauðsstefna Akureyrarbæjar - umsagnir nefnda

Málsnúmer 2016050019Vakta málsnúmer

Óskað er eftir umsögn framkvæmdaráðs um mannauðsstefnu Akureyrarbæjar
Framkvæmdaráð telur að stefnan sé of löng, nokkuð um endurtekningar og ábyrgðaraðilar séu of margir.

5.Önnur mál í framkvæmdaráði 2016

Málsnúmer 2016010009Vakta málsnúmer

Ingibjörg Ólöf spyr um rusladalla í Giljahverfi og óskar eftir að fá sent kort af þéttleika þeirra. Óskar eftir að bætt verði við rusladöllum ef í ljós kemur að of fáir dallar eru á svæðinu.

Fundi slitið - kl. 11:55.