Skipulagsnefnd

224. fundur 09. mars 2016 kl. 08:00 - 11:45 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Ólína Freysteinsdóttir
  • Edward Hákon Huijbens
  • Sigurjón Jóhannesson
  • Hólmgeir Þorsteinsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Anna Bragadóttir verkefnastjóri skipulagsmála
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson verkefnisstjóri
Dagskrá
Hólmgeir Þorsteinsson varamaður áheyrnarfulltrúa Æ-lista mætti í forföllum Jóns Þorvaldar Heiðarssonar.

Formaður bar upp ósk um að fá að taka út af dagskrá lið nr. 17, Norður-brekka - breyting á deiliskipulagi Helgamagrastræti 22, sem var í útsendri dagskrá og taka inn á dagskrá fjóra fundarliði sem ekki voru í útsendri dagskrá, liðir 25 - 28: Davíðshagi 2 - lóðarumsókn, Davíðshagi 4 - lóðarumsókn, Hofsbót, landfylling - umsókn um framkvæmdarleyfi og Hólabraut 13 - umsókn um byggingarleyfi, og var það samþykkt.

1.Hvannavallareitur - deiliskipulag

Málsnúmer 2015030191Vakta málsnúmer

Lilja Filippusdóttir frá Gylfa Guðjónssyni og félögum mætti á fundinn og kynnti tillögu að deiliskipulagi Hvannavallareits. Einnig voru kynntar hugmyndir Odds Víðissonar að uppbyggingu norðurhluta reitsins.

Skipulagsnefnd þakkar Lilju fyrir kynninguna.

2.Kynjuð fjárhagsáætlanagerð

Málsnúmer 2011030090Vakta málsnúmer

Katrín Björg Ríkharðsdóttir kom á fundinn og kynnti kynjaða fjárhagsáætlanagerð.
Skipulagsnefnd þakkar Katrínu fyrir kynninguna.

3.Fjárhagsáætlun skipulagsdeildar 2016

Málsnúmer 2015080089Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri kynnti stöðuna á rekstri skipulagsdeildar fyrstu tvo mánuði ársins 2016.
Lagt fram.

4.Ársskýrslur skipulagsdeildar

Málsnúmer 2015020123Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri lagði fram til kynningar ársskýrslu skipulagsdeildar fyrir árið 2015 ásamt yfirliti yfir byggingaframkvæmdir ársins 2015.
Lagt fram.

5.Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030

Málsnúmer 2015110092Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri kynnti til umræðu og umfjöllunar fyrstu hugmyndir um markmið aðalskipulagsins.
Lagt fram.

6.Austurbrú 2-12 - breytingar á ákvæðum deiliskipulags

Málsnúmer 2015110047Vakta málsnúmer

Tillaga að deiliskipulagsbreytingu var auglýst frá 22. desember 2015 með athugasemdafresti til 3. febrúar 2016. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagsdeildar.

Íbúafundur var haldinn þann 28. janúar 2016 þar sem tillaga að skipulaginu var kynnt almenningi.

Ein athugasemd barst:

1) Miðbæjarsamtökin á Akureyri, dagsett 29. janúar 2016.

Alfarið er lagst gegn því að bílastæðum í miðbænum fækki frá því sem nú er. Ekki hugnast þeim að stækka bílastæðin neðan við Samkomuhúsið til að koma til móts við bílastæðaþörf. Ef þessi tillaga verður samþykkt þá er komið fordæmi fyrir að sleppa, eða minnka verulega fjölda bílastæða á reitnum austan Skipagötu. Það geta rekstraraðilar í miðbæ Akureyrar aldrei sætt sig við.

Ein umsögn barst:

1) Norðurorka, dagsett 5. febrúar 2016.

Engin athugasemd er gerð.


Helgi Snæbjarnarson L-lista bar upp vanhæfi sitt í þessu máli og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.
Svar við athugasemd:

Í gildandi deiliskipulagi eru 212 almenn bílastæði og í auglýstri deiliskipulagstillögu er ekki verið að gera breytingar á þeim. Ákvæði Aðalskipulags Akureyrar 2005-2018 um eitt stæði á hverja íbúð segir að "almennt skuli gera ráð fyrir"og er því ekki afgerandi kvöð.


Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

7.Samgöngumiðstöð á Akureyri

Málsnúmer 2012090190Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri greindi frá umræðum í undirbúningshópi fyrir samgöngumiðstöð. Á fundinn kom Jónas Valdimarsson frá framkvæmdadeild og gerði grein fyrir rýmisþörf vegna umferðarmannvirkja tengdum samgöngumiðstöðinni.
Skipulagsnefnd þakkar skipulagsstjóra og Jónasi fyrir kynninguna.

8.Norður-Brekka, neðri hluti - auglýsing lóða

Málsnúmer 2014030299Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri leggur til að auglýstar verði lóðir til bygginga íbúðahúsa á Norður-Brekku sem eru byggingarhæfar. Um er að ræða lóð nr. 2 við Híðargötu og 126 við Þórunnarstræti.
Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að auglýsa þessar tvær lóðir lausar til umsókna.

9.Hagahverfi, reitur 1 - umsókn um lóðir og breytt deiliskipulag

Málsnúmer 2016010167Vakta málsnúmer

SS Byggir ehf., kt. 620687-2519, sækir um að fá að skila inn breyttri útgáfu af deiliskipulagi á reit númer 1 í Hagahverfi með úthlutun umræddra lóða í huga. Í breytingartillögunni verði leitast við að halda ásýnd svæðis, fjölda íbúða þess og uppfylla önnur markmið upphaflegs deiliskipulags.

Formaður gerði grein fyrir viðræðum við umsækjanda en erindinu var frestað á fundi skipulagsnefndar þann 24. febrúar 2016.
Skipulagsnefnd hafnar erindinu þar sem nefndin leggur áherslu á inntak gildandi deiliskipulags.

10.Davíðshagi 2 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2016020027Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. febrúar 2016 þar sem Jón Páll Tryggvason f.h. BE Húsbygginga ehf., kt. 490398-2529, sækir um lóð nr. 2 við Davíðshaga. Meðfylgjandi er staðfesting viðskiptabanka.

Skipulagsstjóri gerði grein fyrir viðræðum við umsækjanda en erindinu var frestað á fundi skipulagsnefndar þann 24. febrúar 2016.
Skipulagsnefnd getur ekki orðið við erindinu þar sem lóðinni var úthlutað öðrum.

11.Davíðshagi 4 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2016020028Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. febrúar 2016 þar sem Jón Páll Tryggvason f.h. BE Húsbygginga ehf., kt. 490398-2529, sækir um lóð nr. 4 við Davíðshaga. Meðfylgjandi er staðfesting viðskiptabanka.

Skipulagsstjóri gerði grein fyrir viðræðum við umsækjanda en erindinu var frestað á fundi skipulagsnefndar þann 24. febrúar 2016.
Skipulagsnefnd getur ekki orðið við erindinu þar sem lóðinni var úthlutað öðrum.

12.Davíðshagi 12 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2016020150Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. febrúar 2016 þar sem Jón Páll Tryggvason f.h. B.E Húsbygginga ehf., kt. 490398-2529, sækir um lóð nr. 12 við Davíðshaga. Meðfylgjandi er staðfesting viðskiptabanka.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

13.Tryggvabraut 12 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016010197Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. febrúar 2016 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Hölds ehf., kt. 651175-0239, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu ofan á húsið nr. 12 við Tryggvabraut. Meðfylgjandi er teikning.

Erindið var sent í grenndarkynningu þann 19. febrúar 2016 í samræmi við bókun skipulagsnefndar 10. febrúar 2016. Grenndarkynningunni lauk þann 1. mars 2016 þar sem allir sem hana fengu hafa svarað og gera ekki athugasemdir við viðbygginguna.
Skipulagsnefnd heimilar að byggð verði ein hæð ofan á húsið og felur skipulagsstjóra að afgreiða umsókn um byggingarleyfi.

14.Draupnisgata 5 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2016020255Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. febrúar 2016 þar sem Þorgeir Jóhannesson f.h. Dekkjahallarinnar ehf., kt. 520385-0109, sækir um leyfi til breytingar á deiliskipulagi lóðarinnar vegna viðbyggingar við húsið nr. 5 við Draupnisgötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þröst Sigurðsson sem sýna fyrirhugaða viðbyggingu.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

15.Oddeyrargata 36 - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2016030013Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. mars 2016 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Styrks sf., kt. 530697-2909, sækir um breytingu á deiliskipulagi vegna byggingar bílskúrs á lóð nr. 36 við Oddeyrargötu. Meðfylgjandi er teikning.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda, í samráði við skipulagsstjóra, að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

16.Þingvallastræti 25 - fyrirspurn um viðbyggingu og breytingu á notkun bílgeymslu

Málsnúmer 2016020258Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. febrúar 2016 þar sem Arnar Þór Jónsson spyrst fyrir um hvort leyfi fengist til að breyta bílskúr við Þingvallastræti 25 í íbúðarrými og loka bili milli húss og bílgeymslu með glerbyggingu. Lögð var fram umsögn skipulagsstjóra um erindið.
Skipulagsnefnd hafnar erindinu þar sem það er í ósamræmi við byggingarlistastefnu Akureyrar þar sem segir m.a.:

"Vernda skal og bæta þær byggingar sem taldar eru hafa byggingarlistrænt eða menningarsögulegt gildi. Varðveislugildi bygginga frá fyrri hluta og miðbiki þessarar aldar skal gefa aukinn gaum við afgreiðslu erinda um breytingar á byggðinni. Tryggt verði að hvert tímabil byggingarsögunnar eigi sér fulltrúa í bæjarmyndinni."

17.Kotárgerði 5 - fyrirspurn

Málsnúmer 2016020020Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. febrúar 2016 þar sem Guðrún Dóra Clarke og Sveinn Ríkharður Jóelsson sækja um viðbyggingu við Kotárgerði 5. Meðfylgjandi eru teikningar og innkomnar teikningar af garðskála 22. febrúar 2016.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsstjóra að grenndarkynna erindið þegar umsókn um byggingarleyfi berst.

18.Rimasíða - opna götuna yfir í Austursíðu

Málsnúmer 2016020148Vakta málsnúmer

Á fundi sínum þann 18. febrúar 2016 vísaði bæjarráð til skipulagsdeildar 6. lið úr fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 11. febrúar 2016.

Liður 6 úr fundargerð, Rimasíða - opna götuna yfir í Austursíðu:

Sigríður Lovísa Björnsdóttir mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa til að ræða hvort það sé möguleiki að opna Rimasíðuna yfir í Austursíðu.

Íbúar í Reykjasíðu hafa farið í þrígang og borið út miða í raðhúsin í Rimasíðunni og bent á að Reykjasíðan sé 30 km gata. Sigríður vill meina að það séu íbúar Rimasíðunnar sem keyri hratt og glannalega í gegnum götuna til að komast í Rimasíðuna. Gangstéttir jafnvel ekki ruddar vegna snjómagns og krakkarnir ganga þá á götunni og bílarnir keyra jafnvel á 70 km hraða. Vill að opnað verði frá Rimasíðu yfir í Austursíðu. Gerir sér grein fyrir að þarna er spennistöð fyrir þannig að erfitt er að opna þetta beint. En vill að það sé skoðað hvort ekki sé hægt að fara aðeins framhjá spennistöðinni. Plássið er ekki mikið en spurning hvort hægt sé að gera smá leið sem væri aðeins fyrir íbúana en ekki endilega opinber vegur. Engar hraðahindranir eða þrengingar eru í götunni.
Frestað.

19.Naust 2 - fyrirspurn um íbúð

Málsnúmer 2016030004Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. mars 2016 þar sem Magni R. Magnússon sendir inn fyrirspurn um hvort fengist að gera íbúð í hluta gamalla útihúsa að Naustum 2.
Skipulagsnefnd getur ekki orðið við erindinu þar sem það samræmist ekki gildandi aðalskipulagi.

20.Norðurgata, Glerárgata - undirskriftarlisti vegna gangbrauta og aðgengis gangandi vegfarenda

Málsnúmer 2016020167Vakta málsnúmer

Erindi afhent bæjarstjóra 15. febrúar 2016 þar sem Markus Meckl sendir inn undirskriftalista vegna gangbrauta og aðgengis gangandi vegfarenda í Norðurgötu og Glerárgötu sunnan Grænugötu.
Stefnt er að í samráði við Vegagerðina að setja upp umferðarljós á gatnamótum Glerárgötu og Gránufélagsgötu í haust. Samhliða því verða núverandi gangbrautarljós tekin niður.

Í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir hringtorgi á gatnamótum Glerárgötu/Grænugötu sem mun draga enn frekar úr hraðanum.

21.Hafnarstræti 97 - fyrirspurn

Málsnúmer 2016030018Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. mars 2016 frá Árna Árnasyni þar sem hann fyrir hönd eiganda efstu hæða Hafnarstrætis 97, Viðhalds og Nýsmíða ehf., kt. 431194-2879, óskar eftir afstöðu skipulagsnefndar um breytingu á Hafnarstræti 97. Breytingin felst í því að byggð yrði ein hæð ofan á núverandi byggingu.
Skipulagsnefnd tekur neikvætt í erindið m.a. með hliðsjón af bílastæðamálum.

22.Gleráreyrar 6-8 - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2015070024Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. júlí 2015 þar em Egill Guðmundsson f.h. Eikar fasteignafélags hf., kt. 590902-3730, óskar eftir samstarfi við Akureyrarbæ vegna uppbyggingar á lóð nr. 6-8 við Gleráreyrar.

Skipulagsnefnd fól formanni skipulagsnefndar og skipulagsstjóra að ræða við umsækjanda um breytta notkun á svæðinu á fundi sínum 8. júlí og 28. október 2015. Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 27. janúar 2016. Meðfylgjandi er tillaga að byggingum á svæðinu.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í þróun svæðisins en getur ekki orðið við erindinu að svo stöddu og vísar frekari skoðun á nýtingu svæðisins til vinnslu aðalskipulags Akureyrar sem nú er hafin.

23.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2016

Málsnúmer 2016010020Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 18. febrúar 2016. Lögð var fram fundargerð 574. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 6 liðum.
Lagt fram til kynningar.

24.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2016

Málsnúmer 2016010020Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 26. febrúar 2016. Lögð var fram fundargerð 575. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 12 liðum.
Lagt fram til kynningar.

25.Davíðshagi 2 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2016030047Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. mars 2016 þar sem Sigurður Sigurðsson f.h. SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um lóð nr. 2 við Davíðshaga. Meðfylgjandi er staðfesting viðskiptabanka.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið með fyrirvara um byggingarhæfi lóðarinnar. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

26.Davíðshagi 4 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2016030048Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. mars 2016 þar sem Sigurður Sigurðsson f.h. SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um lóð nr. 4 við Davíðshaga. Meðfylgjandi er staðfesting viðskiptabanka.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið með fyrirvara um byggingarhæfi lóðarinnar. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

27.Hofsbót, landfylling - umsókn um framkvæmdarleyfi

Málsnúmer 2016010122Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. janúar 2016 þar sem Tómas Björn Hauksson f.h. framkvæmdardeildar sækir um framkvæmdarleyfi fyrir landfyllingu við Torfunef. Meðfylgjandi eru teikningar.

Í umsögn Minjastofnunar Íslands, dagsettri 7. mars 2016, eru ekki gerðar athugasemdir við fyrirhugaða framkvæmd en vakin er athygli á lögum um menningarminjar þar sem segir að finnist áður ókunnar fornminjar skuli stöðva framkvæmd án tafar.
Skipulagsnefnd hefur yfirfarið meðfylgjandi teikningar vegna framkvæmdar fyllingar við Torfunef, sem er í samræmi við samþykkt aðal- og deiliskipulag, og samþykkir útgáfu framkvæmdarleyfisins á grundvelli 4. gr.- g 'Samþykktar um skipulagsnefnd'.

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsnefnd fyrir veitingu framkvæmdarleyfisins:

Tekið skal tillit til umsagnar Minjastofnunar varðandi aðgerðir ef fornminjar koma í ljós við framkvæmdina.

Framkvæmdin skal vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

28.Hólabraut 13 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016020222Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. febrúar 2016 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Þ. Arnórsson ehf., kt. 650602-3230, sækir um breytingar á efri hæð hússins Hólabraut 13 og bílastæði fyrir fatlaða vestan hússins með aðkomu frá Oddeyrargötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson innkomnar 7. mars 2016.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar og felur skipulagsstjóra að afgreiða umsókn um byggingarleyfi.

Fundi slitið - kl. 11:45.