Öldungaráð

8. fundur 31. ágúst 2020 kl. 09:00 - 10:30 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Helgi Snæbjarnarson formaður
  • Guðný Friðriksdóttir
  • Sigríður Stefánsdóttir fulltrúi ebak
  • Halldór Gunnarsson fulltrúi ebak
  • Valgerður Jónsdóttir fulltrúi ebak
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá
Arnrún Halla Arnórsdóttir S-lista boðaði forföll sem og varamaður hennar.
Eva Björg Guðmundsdóttir fulltrúi HSN boðaði forföll.
Guðný Friðriksdóttir D-lista mætti í forföllum Elíasar G. Þorbjörnssonar.

1.Samningur milli Sjúkratrygginga Íslands og Akureyrarbæjar um þjónustu Öldrunarheimila Akureyrar

Málsnúmer 2020040564Vakta málsnúmer

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA mætti á fundinn og gerði grein fyrir þeirri ákvörðun heilbrigðisráðherra að fela HSN að taka tímabundið við rekstri ÖA.
Öldungaráð telur mikilvægt að vernda þá góðu þjónustu sem byggð hefur verið upp á Öldrunarheimilum Akureyrar og fylgst verði með þróun samninga og gæði þjónustu eftir yfirfærslu.

2.Starfsreglur öldungaráðs

Málsnúmer 2020030048Vakta málsnúmer

Farið yfir drög að starfsreglum öldungaráðs.
Afgreiðslu frestað.

3.Sameiginlegur fundur öldungaráðs og bæjarstjórnar

Málsnúmer 2020010596Vakta málsnúmer

Til umræðu undirbúningur fyrir sameiginlegan fund með bæjarstjórn.
Öldungaráð óskar eftir að fundurinn verði haldinn sem fyrst og felur formanni og varaformanni að undirbúa málefni sem lögð verða fram til umræðu.

4.Aukið félagsstarf fullorðinna sumarið 2020 vegna COVID-19

Málsnúmer 2020050512Vakta málsnúmer

Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs gerði grein fyrir því hvernig styrkur frá félagsmálaráðuneytingu nýttist til að auka við félagsstarf fullorðinna sumarið 2020.
Öldungaráð lýsir yfir ánægju með aukið félagsstarf sumarið 2020. Ráðið telur þó að bæta hefði mátt skipulag og framboð með samráði við öldungaráð, en ekki síður við Félag eldri borgara á Akureyri, en félagið sér samkvæmt samningi um rekstur félagsstarfsins í Bugðusíðu. Ekkert samráð var haft við félagið og engin ósk barst til þess að standa fyrir og sjá um hluta af þessari viðbót.

5.Öldungaráð - ýmis mál

Málsnúmer 2019020301Vakta málsnúmer

Drög að bæklingi búsetusviðs um velferðartækni lagður fram til kynningar.
Öldungaráð lýsir yfir ánægju með þetta framtak.

6.Notendaráð félagsmiðstöðva eldri borgara

Málsnúmer 2020080188Vakta málsnúmer

Lögð fram greinargerð frá Félagi eldri borgara á Akureyri um notendaráð félagsmiðstöðva eldri borgara í Víðilundi og Bugðusíðu.
Öldungaráð felur starfsmanni að vinna málið áfram.

7.Félag eldri borgara á Akureyri - samkomulag

Málsnúmer 2008010206Vakta málsnúmer

Ársreikningur EBAK fyrir árið 2019 ásamt fundargerð aðalfundar frá því 2. júní 2020 lögð fram til kynningar.

8.Hvannavallareitur - deiliskipulag

Málsnúmer 2015030191Vakta málsnúmer

Óskað er eftir umsögn öldungaráðs vegna deiliskipulags á Hvannavallareit.
Öldungaráð gerir ekki athugasemdir en lýsir yfir ánægju með bætt aðgengi og umferðaröryggi.

Fundi slitið - kl. 10:30.