Skipulagsráð

337. fundur 27. maí 2020 kl. 08:00 - 11:00 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Orri Kristjánsson
  • Ólöf Inga Andrésdóttir
  • Arnfríður Kjartansdóttir
  • Þórhallur Jónsson
  • Helgi Sveinbjörn Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs
  • Margrét Mazmanian Róbertsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Hvannavallareitur - deiliskipulag

Málsnúmer 2015030191Vakta málsnúmer

Lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Glerárgötu 36 til samræmis við bókun skipulagsráðs frá 22. apríl 2020. Málinu var frestað á fundi skipulagsráðs 13. maí 2020 til að kynna tillöguna fyrir KEA og Höldi vegna aðkomu að lóðinni og hringtorgs á gatnamótum Tryggvabrautar og Hvannavalla og skerðinga á lóðum þeirra sem það hefur í för með sér.
Umræður.

Skipulagsráð frestar afgreiðslu og felur formanni ráðsins og sviðsstjóra skipulagssviðs að ræða frekar við hagsmunaaðila.

2.Gilsbakkavegur 15 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2018110149Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Akureyrar sem nær til lóðarinnar Gilsbakkavegur 15 og svæðis sunnan við hana. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir stækkun núverandi húss til suðausturs sem felur í sér að lóðin stækkar um 39 m² auk þess sem færa þarf Gilsbakkaveg og bílastæði sem við hann liggja lítillega. Er gert ráð fyrir að húsið stækki um allt að 100 m² að grunnfleti og viðbyggingin geti verið á tveimur hæðum og risi.
Meirihluti skipulagsráðs leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Arnfríður Kjartansdóttir V-lista greiddi atkvæði á móti tillögunni.

3.Jaðarsvöllur, landmótun - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2017060141Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Jaðarsvallar sem felst í að gert er ráð fyrir að á 18,5 ha svæði verði haugsett allt að 500.000 m³ af jarðvegi á næstu 20-30 árum sem nýtist sem undirbygging fyrir nýjan 9 holu golfvöll.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Gera þarf minniháttar lagfæringar á gögnum áður en tillagan verður auglýst.

4.Davíðshagi 8 - fyrirspurn til skipulagssviðs

Málsnúmer 2020050275Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. maí 2020 þar sem Jón Heiðar Daðason fyrir hönd Davíðshaga 8, húsfélags, kt. 460519-0390, leggur inn fyrirspurn hvort leyfi fáist til að gera bílastæði á móti húsinu Davíðshaga 8, norðan við götuna. Hugmyndin er að fá stæði fyrir 10-12 bíla sem væri um 30 metrar á breidd meðfram götunni.
Meirihluti skipulagsráðs samþykkir ekki að breyta deiliskipulagi svæðisins sem felur í sér fjölgun bílastæðan norðan við Davíðshaga á kostnað útivistarsvæðis sem einnig er ætlað til meðhöndlunar ofanvatns. Þórhallur Jónsson D-lista sat hjá.

5.Eyrarlandsvegur 31 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2019050172Vakta málsnúmer

Á fundi skipulagsráðs þann 1. apríl sl. var tekin fyrir að lokinni grenndarkynningu tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Eyrarlandsvegur 31. Var breytingin samþykkt með minniháttar breytingum og var sú afgreiðsla staðfest í bæjarstjórn 7. apríl. Þegar skipulagsráð tók upphaflega ákvörðun um að heimila gerð breytingar á deiliskipulagi sem gerði ráð fyrir að húsið Eyrarlandsvegur 31 yrði rifið, lá fyrir umsögn Minjastofnunar dagsett 8. janúar 2019. Í auglýsingarferli breytingarinnar barst síðan ný umsögn frá stofnuninni, dagsett 19. júní 2019, en við afgreiðslu málsins að loknum auglýsingartíma láðist að leggja hana fram og er málið því lagt fram að nýju.
Skipulagsráð telur að í ljósi ástands núverandi húss sé ekki hægt að gera kröfu um uppgerð þess eins og Minjastofnun mælir með. Aftur á móti er í skilmálum deiliskipulagsins gerð krafa um að nýbyggingin taki mið af útliti núverandi húss og að hún falli inn í götumyndina í samræmi við ákvæði hverfisverndar. Telur skipulagsráð að ekki sé ástæða til að breyta fyrri afgreiðslu og leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt að nýju óbreytt.

6.Munkaþverárstræti 11 - fyrirspurn til skipulagssviðs

Málsnúmer 2020050224Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. maí 2020 þar sem Ingólfur Guðmundsson sækir um fyrir hönd Péturs Maack Þorsteinssonar um leyfi til að byggja við hús sitt nr. 11 við Munkaþverárstræti. Meðfylgjandi er teikning sem sýnir fyrirhugað útlit.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við tillögur að breytingum á húsinu.

Að mati ráðsins er breyting á deiliskipulagi óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og samþykkir að hún verði grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna þegar fullnægjandi skipulagsgögn liggja fyrir.

7.Viðjulundur 2 - lóðarræma við göngustíg

Málsnúmer 2020050198Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. maí 2020 þar sem Ingibjörg E. Halldórsdóttir fyrir hönd Rauða krossins við Eyjafjörð, kt. 620780-3169, Ólafur F. Númason fyrir hönd Geimstofunnar, kt. 681003-2070 og Björn Valdemarsson sækja um að Akureyrarbær yfirtaki um 1,5 m breiða ræmu lóðarinnar nr. 2 við Viðjulund meðfram göngustíg.
Skipulagsráð tekur jákvætt í að taka við svæði meðfram göngustíg vestan við lóð Viðjulundar 2 en telur þá nauðsynlegt að taka stærra svæði til að geta komið fyrir gróðurbelti og svæði fyrir snjósöfnun. Felur ráðið sviðsstjóra skipulagssviðs að ræða við umsækjendur um framhald málsins.

8.Vörðugil 4 - fyrirspurn til skipulagssviðs

Málsnúmer 2020050276Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. maí 2020 þar sem Jónas Stefánsson sækir um lóðarstækkun við hús sitt nr. 4 við Vörðugil um 2,5 - 3 metra til norðurs samkvæmt meðfylgjandi skýringarmynd.
Skipulagsráð frestar erindinu og óskar eftir upplýsingum um fyrirhugaða notkun svæðisins ásamt samþykki/umsókn meðeiganda lóðar.

9.Sörlagata 3 - fyrirspurn um byggingu reiðskemmu

Málsnúmer 2020050425Vakta málsnúmer

Lögð fram fyrirspurn dagsett 18. maí 2020 frá Eddu Kamillu Örnólfsdóttur um hvort að breyta megi byggingarreit sem afmarkaður er á lóðinni Sörlagötu 3 og að heimilt verði að byggja reiðskemmu á lóðinni. Einnig kemur fram ósk um endurskoðun á upphæð gatnagerðargjalda fyrir reiðskemmur/hlöður.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við stækkun byggingarreits og að heimilt verði að byggja þar reiðskemmu. Er umsækjanda heimilað að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi þar um og að hún verði unnin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsráð telur þó ekki tilefni til að endurskoða ákvæði um gatnagerðargjöld.

10.Sörlagata 9 - fyrirspurn vegna lóðarstærðar

Málsnúmer 2020050188Vakta málsnúmer

Lögð fram fyrirspurn Auðar Örnu Eiríksdóttur dagsetta 11. maí 2020, f.h. Aurora Vacation Homes sf., kt. 521216-1820, um ósamræmi lóðarsamnings og skráðrar stærðar lóðarinnar Sörlagata 9.
Skipulagsráð hafnar erindinu þar sem samræmi er á milli gildandi deiliskipulags og þinglýsts lóðarsamnings. Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að láta lagfæra stærðarskráningu lóðarinnar í fasteignaskrá.

11.Norðurtangi - malarhaugar

Málsnúmer 2017100494Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri skipulagssviðs fór yfir stöðu mála varðandi nýtingu hluta svæðis við Norðurtanga sem efnisgeymslu og athafnasvæði.
Þar sem ekki liggja fyrir leyfi til notkunar svæðisins sem efnisgeymslu og/eða athafnasvæðis felur skipulagsráð sviðsstjóra skipulagssviðs að hlutast til um að starfseminni verði hætt og að gengið verði frá svæðinu fyrir lok ágúst 2020.

12.Austubrú 10-12 og Hafnarstræti 80 - mótmæli framkvæmda

Málsnúmer 2020050157Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. maí 2020 þar sem Gunnar Magnússon fyrir hönd GM ehf., kt. 600515-0710, leggur inn kvörtun og skaðabótakröfu vegna lóðarframkvæmda við Austurbrú 10-12 og Hafnarstræti 80.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að leita eftir áliti bæjarlögmanns um málið.

13.Nonnahagi 9 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2020050200Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. maí 2020 þar sem Guðmundur Snorri Guðmundsson sækir um lóð nr. 9 við Nonnahaga.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

14.Tengir - framkvæmdaleyfi fyrir ljósleiðara 2020

Málsnúmer 2020050427Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Tengis hf., kt. 660702-2880, dagsett 19. maí 2019 þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara um Akureyri sumarið 2020 samkvæmt meðfylgjandi yfirlitsmynd.
Skipulagsráð hefur yfirfarið meðfylgjandi framkvæmdaáætlun og telur hana uppfylla ákvæði reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi. Um er að ræða heildarleyfi fyrir lagningu ljósleiðara á árinu 2020 sbr. meðfylgjandi yfirlitsuppdrátt. Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsráð fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:

- Útgáfa framkvæmdaleyfis er háð yfirferð á frágangi fyrri framkvæmda.

- Skrifleg framkvæmdaleyfi fyrir nánar skilgreinda verkþætti verða ekki gefin út fyrr en öll fylgigögn og sérteikningar hafa borist og þær yfirfarnar.

- Framkvæmdir skulu gerðar í samræmi við verklagsreglur Akureyrarbæjar um yfirborðsfrágang í bæjarlandinu.

- Nákvæm lega lagna í bæjarlandinu skal ákveðin í samráði við umhverfis- og mannvirkjasvið og veitustofnanir bæjarins.

- Settur er fyrirvari um legu ljósleiðara frá Óseyri í átt að Krossnesbraut vegna vinnu við gerð deiliskipulags á svæðinu.

- Framkvæmdaleyfið gildir í eitt ár frá útgáfu leyfis og gildir einungis fyrir svæði utan íbúðarhúsalóða og annarra úthlutaðra lóða. Leyfishafi skal afla samþykkis lóðarhafa þar sem farið er með lögn um úthlutaðar lóðir.

- Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

Skipulagsráð samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis.
Fylgiskjöl:
Tryggvi Már Ingvarsson B-lista fór af fundi kl. 10:27 og tók varaformaður Orri Kristjánsson við stjórn fundarins.

15.Samskiptastrengur Norðurorku í Hrísey - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2020050537Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. maí 2020 þar sem Hjalti Steinn Gunnarsson fyrir hönd Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um leyfi fyrir nýjum samskiptastreng í Hrísey milli Ystabæjarvegar 7 og hitaveitu borholu í Stapa. Meðfylgjandi er skýringarmynd.
Skipulagsráð hefur yfirfarið meðfylgjandi umsókn og telur hana uppfylla ákvæði reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi. Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsráð fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:

- Framkvæmdir skulu gerðar í samræmi við verklagsreglur Akureyrarbæjar um yfirborðsfrágang í bæjarlandinu.

- Nákvæm lega lagna í bæjarlandinu skal ákveðin í samráði við umhverfis- og mannvirkjasvið.

-Framkvæmdir mega ekki fara fram á varptíma fugla, þ.e. ekki fyrr en eftir 15. júlí n.k.

- Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

16.Almennir byggingarskilmálar - endurskoðun

Málsnúmer 2020040011Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga skipulagssviðs að endurskoðun á almennum byggingarskilmálum.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu.

17.Steindórshagi 9 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2020050274Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. maí 2020 þar sem Sigurgeir Svavarsson ehf., kt. 680303-3630, sækir um lóð nr. 9 við Steindórshaga.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

18.Umsókn um viðburð í bænum - ljósmyndasýning CAFF við Hof

Málsnúmer 2020050454Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn CAFF skrifstofunnar á Íslandi, dagsett 19. maí 2020, um leyfi til að setja upp ljósmyndasýningu fyrir utan Hof. Gert er ráð fyrir að sýningin opni 17. júní og standi fram á haust. Verða myndirnar 15 talsins á 8 steypustöndum. Er sýningin í samstarfi við Akureyrarbær, Menningarfélag Akureyrar og fjölda annarra stofnana sem vinna að norðurslóðarmálum.
Skipulagsráð samþykkir uppsetningu sýningarinnar í samræmi við fyrirliggjandi umsókn.

19.Umsókn um viðburð í bænum - listaverk á vír yfir Kaupvangsstræti

Málsnúmer 2020050570Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Listasafnsins á Akureyri, dagsett 22. maí 2020, um leyfi til uppsetningar á listaverki sem hengt verður á vír sem strengdur er á milli Listasafnsins og Kaupvangsstrætis 23 fyrir sýninguna "Hverfandi landslag" 06.06.-20.09.2020. Verkið yrði sett upp í vikunni fyrir opnun og tekið niður í vikunni eftir að sýningunni lýkur. Leyfi hefur verið fengið hjá eiganda húsnæðis í Kaupvangsstræti 23.
Skipulagsráð samþykkir uppsetningu sýningarinnar í samræmi við fyrirliggjandi umsókn. Gerð er krafa um að minnst verði 4,5 m frá götu að listaverki með vísun í umferðarlög.

20.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2020

Málsnúmer 2019120357Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 768. fundar, dagsett 14. maí 2020, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 9 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

21.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2020

Málsnúmer 2019120357Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 767. fundar, dagsett 7. maí 2020, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 11 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 11:00.