Skipulagsnefnd

215. fundur 28. október 2015 kl. 08:00 - 10:55 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Ólína Freysteinsdóttir
  • Edward Hákon Huijbens
  • Sigurjón Jóhannesson
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Leifur Þorsteinsson staðgengill skipulagsstjóra
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson staðgengill skipulagsstjóra
Dagskrá

1.Norður-brekka - breyting á deiliskipulagi - Helgamagrastræti 22

Málsnúmer 2015080103Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. ágúst 2015 þar sem Agnes Heiða Skúladóttir og Árni Gunnar Kristjánsson spyrjast fyrir um gerð stakstæðrar bílageymslu á lóð nr. 22 við Helgamagrastræti. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 9. september 2015 að leggja fram tillögu að breytingu að deiliskipulagi.

Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi, dagsett 14. október 2015, og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi. Kostnaðargreining tillögunnar var unnin á framkvæmdadeild.
Skipulagsnefnd getur ekki fallist á færslu hraðahindrunar sem gert er ráð fyrir í tillögunni og því skal gert ráð fyrir henni óbreyttri.

Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Hagahverfi - deiliskipulagsbreyting og leiðrétting gagna

Málsnúmer 2015100139Vakta málsnúmer

Staðgengill skipulagsstjóra lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi 'Hagahverfis'. Um er að ræða minniháttar leiðréttingu á gögnum og nýja lóð fyrir spennistöð Norðurorku. Tillagan er unnin af Árna Ólafssyni hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf. dagsett 28. október 2015. Einnig er meðfylgjandi uppfærður uppdráttur af hverfinu.
Skipulagsnefnd leggur til að grenndarstöð verði fundinn staður á verslunarlóð til hliðar við spennistöð.

Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Hvannavallareitur - deiliskipulag

Málsnúmer 2015030191Vakta málsnúmer

Árni Ólafsson frá Gylfa Guðjónssyni og félögum mætti á fundinn og kynnti tvær mismunandi tillögur að deiliskipulagi Hvannavallareits.
Skipulagsnefnd þakkar Árna Ólafssyni fyrir kynninguna.

4.Naustahverfi reitur 28, Krókeyrarnöf 21 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2015090019Vakta málsnúmer

Nýtt erindi dagsett 6. október 2015 barst áður en grenndarkynningin hófst. Þar óskar Ágúst Hafsteinsson f.h. Magnum opus ehf. eftir að gera fleiri breytingar á deiliskipulaginu í samræmi við meðfylgjandi teikningar.

Á fundinn kom Ágúst Hafsteinsson til að gera frekari grein fyrir umbeðnum breytingum.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Dalsbraut 1 H - umsókn um breytingu á deiliskipulagi vegna viðbygginga

Málsnúmer 2015100060Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. október 2015 þar sem Haraldur Árnason f.h. Hika ekki ehf., kt. 590809-0550, sækir um breytingar á deiliskipulagi vegna viðbygginga við húsið Dalsbraut 1H. Meðfylgjandi eru tillöguuppdrættir eftir Harald Árnason.
Skipulagsnefnd tekur að meginhluta til jákvætt í erindið og heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi að því tilskildu að samþykki meðeiganda í matshlutanum fyrir umbeðnum breytingum liggi fyrir. Tillagan verði unnin í samráði við skipulagsstjóra og í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Dalsbraut 1 L-M - fyrirspurn um breytta notkun

Málsnúmer 2015100058Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. október 2015 þar sem Haraldur Árnason f.h. Helga M. Hermannssonar spyrst fyrir um hvort fengist að breyta notkun efri hæðar hússins nr. 1 L-M við Dalsbraut í hótel.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í breytta notkun húsnæðisins að því tilskyldu að samþykki meðeiganda í matshlutum 01 og 02 fyrir umbeðnum breytingum verði lagt fram með umsókn um byggingarleyfi.

7.Gleráreyrar 6-8 - fyrirspurn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2015070024Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. október 2015 þar sem Egill Guðmundsson f.h. Eikar fasteignafélags hf., kt. 590902-3730, óskar eftir viðræðum við Akureyrarbæ vegna hugmynda um uppbyggingu og nýtingu á lóðum nr. 6-8 við Gleráreyrar til íbúðabygginga.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið og felur formanni skipulagsnefndar og skipulagsstjóra að ræða við umsækjanda.

8.Frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum (grenndarkynning), 225. mál

Málsnúmer 2015100096Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 16. október 2015 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum (grenndarkynning), 225. mál 2015.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 30. október nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/145/s/0237.html
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í fyrirhugaða breytingu og gerir engar athugasemdir við frumvarpið.

9.Hafnarstræti, göngugata - verklagsreglur um lokun

Málsnúmer 2015070016Vakta málsnúmer

Formaður skipulagsnefndar lagði fram tillögu að skilgreiningu verkefnis um verklagsreglur vegna tímabundinna lokanna Hafnarstrætis og Kaupvangsstrætis á tímabilinu maí - september fyrir almennri bílaumferð.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu og tilnefnir Tryggva Má Ingvarsson í vinnuhópinn.

Jafnframt óskar nefndin eftir því að Akureyrarstofa tilnefni 2 fulltrúa, Miðbæjarsamtökin 2 fulltrúa, hverfisnefnd Innbæjar og Brekku 1 fulltrúa og hverfisnefnd Oddeyrar 1 fulltrúa í vinnuhópinn.
Þegar hér var komið óskaði formaður eftir að 10. liður Tryggvabraut 5 sem var á útsendri dagskrá yrði tekinn út og var það samþykkt.

10.Lundarskóli - umsókn um byggingarleyfi fyrir grillskýli

Málsnúmer 2015100134Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. október 2015 þar sem Jón Birgir Gunnlaugsson f.h. hverfisnefndar Lunda- og Gerðahverfis og framkvæmdadeildar Akureyrarbæjar, sækir um byggingarleyfi fyrir opnu yfirbyggðu grillskýli á lóð Lundarskóla við Dalsbraut, lnr. 147482. Meðfylgjandi eru myndir.
Sipulagsnefnd samþykkir erindið.

11.Síðuskóli - umsókn um byggingarleyfi fyrir grillskýli

Málsnúmer 2015100133Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. október 2015 þar sem Jón Birgir Gunnlaugsson f.h. hverfisnefndar Síðuhverfis og framkvæmdadeildar Akureyrarbæjar sækir um byggingarleyfi fyrir opnu yfirbyggðu grillskýli á svæði vestan Síðuskóla. Meðfylgjandi eru myndir.
Skipulagsnefnd samþykkir uppsetningu skýlisins tímabundið þar til svæðið verður tekið til bygginga í samræmi við aðalskipulag.

12.Saltnes í Hrísey - umsókn um afnot af svæði

Málsnúmer 2013090248Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. október 2015 þar sem Anton Már Steinarsson, Kristján Ingimar Ragnarsson og Linda María Ásgeirsdóttir f.h. hverfisráðs Hríseyjar, sækja um að framlengd verði afnot af svæði NV við Saltnes í Hrísey fyrir vélhjólasport.
Skipulagsnefnd samþykkir framlengd afnot af umbeðnu svæði tímabundið til 30. september 2017.

13.Viðburðir - götu- og torgsala 2015

Málsnúmer 2015070012Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. september 2015 frá Helga Þórssyni þar sem sótt er um leyfi fyrir jólamarkað í söluskúr/hjólhýsi í Hafnarstræti norðan við Amaróhúsið. Sölutími yrði daglega milli kl. 13:00 og 18:00 á tímabilinu 11.- 23. desember 2015.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið. Staðsetning söluskúrs verði í samráði við skipulagsdeild. Gjald vegna stöðuleyfis greiðist skv. gjaldskrá.

14.Aðgengi að bílastæðum fyrir fatlaða við Skipagötu

Málsnúmer 2012121158Vakta málsnúmer

Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra óskaði eftir við framkvæmdaráð að úrbætur yrðu gerðar á bílastæðum fyrir fatlaða í miðbæ þar sem núverandi stæði eru of þröng og fá, í samræmi við tillögu frá formanni samstarfsnefndar um ferlimál fatlaðra og framkvæmdadeild um lagfæringar.

Framkvæmdaráð samþykkti á fundi sínum 12. júní 2015 fyrir sitt leyti framlagða tillögu að endurbótum og fjölgun bílastæða fyrir hreyfihamlaða á miðbæjarsvæðinu og vísaði málinu til skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og vísar framkvæmd hennar til framkvæmdadeildar.

15.Ægisnes 3 - fyrirspurn um nýtingu lóðar

Málsnúmer 2015100138Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. október 2015 þar sem Haraldur Árnason f.h. Íslenska gámafélagsins ehf., kt. 470596-2289, spyrst fyrir um hvort leyfi fengist fyrir starfsemi félagsins á lóðinni Ægisnesi 3. Meðfylgjandi eru hugmyndir að húsi og starfsaðstöðu eftir Harald Árnason.
Skipulagsnefnd telur að sú starfsemi sem áætluð er og lýst er í fyrirspurninni sé í samræmi við þá starfsemi sem fyrir er á svæðinu og tekur jákvætt í erindið.

16.Tónatröð 2 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2015100082Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. október 2015 þar sem Gísli Reynisson f.h. F3 ehf., kt. 621012-0100, sækir um lóð nr. 2 við Tónatröð. Meðfylgjandi er ársreikningur félagsins.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

17.Nonnahagi, dreifistöð rafmagns - umsókn um lóð

Málsnúmer 2015100105Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. október 2015 þar sem Gunnar H. Gunnarsson f.h. Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um lóð við Nonnahaga fyrir rafmagnsdreifistöð.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

18.Glerárholt, lnr. 147859 - umsókn um lóðarleigusamning

Málsnúmer 2015100047Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. október 2015 þar sem Jón Stefán Þórðarson og Erla Þórðardóttir óska eftir því að gerður verði lóðarleigusamningur fyrir Glerárholt, landnúmer 147859. Staðgengill skipulagsstjóra lagði fram tillögu að afmörkun lóðar fyrir húsið.
Skipulagsnefnd samþykkir afmörkun lóðarinnar samkvæmt tillögunni og felur verkefnastjóra fasteignaskráningar að útbúa lóðarsamning í samræmi við hana. Í lóðarsamningi verði kvöð um heimild Akureyrarkaupstaðar til að hnika til lóðarmörkum Glerárholts án þess að lóð minnki við það og án greiðslu bóta, ef þörf er á við deiliskipulagningu svæðisins.

19.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2015

Málsnúmer 2015010005Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 9. október 2015. Lögð var fram fundargerð 558. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 11 liðum.
Lagt fram til kynningar.

20.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2015

Málsnúmer 2015010005Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 16. október 2015. Lögð var fram fundargerð 559. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 12 liðum.
Lagt fram til kynningar.

21.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2015

Málsnúmer 2015010005Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 23. október 2015. Lögð var fram fundargerð 560. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 4 liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:55.