Skipulagsnefnd

200. fundur 25. mars 2015 kl. 08:00 - 11:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Eva Reykjalín Elvarsdóttir
  • Ólína Freysteinsdóttir
  • Sigurjón Jóhannesson
  • Vilberg Helgason
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
Dagskrá
Vilberg Helgason V-lista mætti í forföllum Edwards H. Huijbens.

1.Ásatún 40-42 - umsókn um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi

Málsnúmer 2015030141Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri lagði fram eftirfarandi umsókn um byggingarleyfi til umsagnar skipulagsnefndar um form og útlit hússins.

Erindi dagsett 16. mars 2015 þar sem Haraldur S. Árnason f.h. Ásatúns ehf., kt. 410914-1660, sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi á lóðum nr. 40-42 við Ásatún. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason.
Skipulagsnefnd hefur yfirfarið fyrirliggjandi útlitsuppdrætti og gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við erindið er varðar form og útlit hússins.

Skipulagsstjóra er falið að afgreiða umsókn um byggingarleyfi.

2.Aðalstræti 4 - umsókn um breytingu á formi og útliti

Málsnúmer 2013020095Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri lagði fram eftirfarandi umsókn um byggingarleyfi til umsagnar skipulagsnefndar þar sem óskað er eftir breytingu á formi og útliti hússins.

Erindi dagsett 12. mars 2015 þar sem Stefán Örn Stefánsson f.h. Minjaverndar hf., kt. 700485-0139, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af Aðalstræti nr. 4.
Skipulagsnefnd hefur yfirfarið fyrirliggjandi útlitsuppdrætti og gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við erindið er varðar form og útlit hússins.

Skipulagsstjóra er falið að afgreiða umsókn um byggingarleyfi.

3.Skólastígur 5 - umsókn um breytingar utanhúss

Málsnúmer 2015030098Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri lagði fram eftirfarandi umsókn um byggingarleyfi til umsagnar skipulagsnefndar þar sem óskað er eftir breytingu á formi og útliti hússins.

Erindi dagsett 9. mars 2015 þar sem Haraldur S. Árnason f.h. TG Eigna ehf., kt. 590214-0350, sækir um breytingar utanhúss á húsi nr. 5 við Skólastíg. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason.
Skipulagsnefnd hefur yfirfarið fyrirliggjandi útlitsuppdrætti og gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við erindið er varðar form og útlit hússins.

Skipulagsstjóra er falið að afgreiða umsókn um byggingarleyfi.

4.Afgreiðslur skipulagsstjóra á byggingarmálum

Málsnúmer 2015030210Vakta málsnúmer

Í framhaldi af bókun skipulagsnefndar þann 25. febrúar sl. vegna Hafnarstrætis 106 um verklagsreglur við afgreiðslur byggingarmála leggur formaður nefndarinnar til eftirfarandi:

"Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við að skipulagsstjóri samþykki byggingarmál er varða nýbyggingar og breytingar á útliti húsa án aðkomu skipulagsnefndar nema annað sé tilgreint í deiliskipulagi."
Skipulagsnefnd samþykkir tillögu formanns samhljóða.

5.Miðbær Akureyrar - breyting á skilmálum deiliskipulagsins

Málsnúmer 2015030188Vakta málsnúmer

Formaður skipulagsnefndar lagði fram tillögu að breytingu á skilmálum deiliskipulags "Miðbæjar Akureyrar", dagsetta 25. mars 2015 sem unnin er af Ómari Ívarssyni frá Landslagi ehf.

Um er að ræða breytingar á skilmálatexta í kafla 5.3 og eru eftirfarandi:

5.3 Hönnun og uppdrættir vegna nýbygginga, viðbygginga og breytinga á eldra húsnæði.

"Allar umsóknir um byggingarleyfi innan marka deiliskipulagsins sem varða útlit, form, eða innra skipulag, skulu lagðar fyrir skipulagsnefnd sem metur þessa hluti sérstaklega áður en hún leyfir framlagningu aðaluppdrátta.

Áður en aðaluppdrættir vegna nýbygginga eru lagðir fram skal leggja fram forteikningar, m.a. þrívíðar sem gefa með greinargóðum hætti grein fyrir ofantöldum atriðum. Ekki er þörf á slíku þegar um er að ræða viðbyggingu eða breytingar á formi eða útliti á eldra húsnæði.

Allar breytingar á friðuðum húsum og húsum eldri en 100 ára og nánasta umhverfi þeirra, eftir því sem við á, eru háðar samþykki Minjastofnunar Íslands."

Einungis er um að ræða minniháttar breytingar á skilmálatexta í kafla 5.3 í greinargerð deiliskipulags "Miðbæjar Akureyrar" og er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað varðandi málsmeðferð. Þess vegna leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að breytingin á skilmálum deiliskipulagsins verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018, breyting vegna frístundabyggðar við Búðargil

Málsnúmer 2015020045Vakta málsnúmer

Skipulagslýsing var auglýst 4. mars á heimasíðu skipulagsdeildar og í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar. Auglýsing birtist 5. mars í Akureyri vikublaði. Frestur til að skila inn ábendingum var til 20. mars 2015.

Ábendingar bárust frá:

1) Sjúkrahúsið á Akureyri, Bjarni Jónassson, dagsett 10. mars 2015.

Hönnun nýrrar aðkomu að sjúkrahúsinu, endurstaðsetningu bílastæða og þyrlupalls má ekki setja skorður sem og frekari nýtingu lóðarinnar til sjúkrahúss- og heilbrigðisstarfsemi til lengri framtíðar. Fyrirhugaðar breytingar munu takmarka það svigrúm og er þeim harðlega mótmælt.

2) Skipulagsstofnun, dagsett 12. mars 2015.

Ekki eru gerðar athugasemdir. Bent er á að leita þarf umsagnar Sjúkrahússins á Akureyri og kynna skal tillöguna á vinnslustigi.


Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að aðalskipulagsbreytingu sem unnin er af Árna Ólafssyni, frá Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf., dagsetta 25. mars 2015.
Svör við athugasemdum við lýsingu:

1) Skipulagsnefnd tekur undir athugasemdir forstjóra Sjúkrahúss Akureyrar og hafnar beiðni umsækjanda um stækkun lóðar til norðurs.

2) Leitað hefur verið eftir umsögn Sjúkrahússins á Akureyri um tillöguna sbr. ofangreint.


Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði auglýst skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samhliða verði auglýst breyting á deiliskipulagi Búðargils (sjá málsnr. 2014090264) og breytingartillaga að deiliskipulagi Innbæjarins.

7.Búðargil, Sunnutröð 2 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2014090264Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. september 2014 þar sem Friðbert Friðbertsson f.h. Sæluhúsa Akureyri ehf., kt. 591200-3130, sækir um breytingu á deiliskipulagi. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 15. október 2014 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.

Tillagan er dagsett 25. mars 2015 og unnin af Kristni Ragnarssyni arkitekt.

Einnig er lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Innbæjarins. Um er að ræða breytingu á afmörkun svæðisins sem liggur að lóð Sunnutraðar 2. Tillagan er unnin af Loga Má Einarssyni hjá Kollgátu ehf., dagsett 25. mars 2015.

Tvær umsagnir bárust:

1) Minjastofnun Íslands, Sigurður Bergsteinsson, dagsett 30. janúar 2015.

Gömlu kartöflu- og kálgarðar Akureyringa eru austan við núverandi skipulagssvæði. Ólíklegt er að stækkunin til austurs nái að kálgörðunum en ekki er hægt að dæma um það fyrr en snjóa leysir og hægt verður að skoða aðstæður á vettvangi.

2) Norðurorka, dagsett 2. febrúar 2015. Regnvatnslögn liggur um suðurenda svæðisins. Ef færa þarf lögnina greiðir lóðarhafi þann kostnað sem af því hlýst. Lagnir innan svæðisins eru í eigu lóðarhafa.
Svör við umsögnum:

1) Ákveðið hefur verið að hafna lóðarstækkun til norðurs (sjá málsnr. 2015020045) og gefur athugasemdin því ekki tilefni til svars.

2) Ef færa þarf lagnir innan þess svæðis sem stækkunin nær til skal umsækjandi/lóðarhafi greiða þann kostnað sem af því hlýst.


Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillögurnar þannig breyttar verði auglýstar skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samhliða verði auglýst breyting á aðalskipulagi (sjá málsnr. 2015020045).

8.Gatnagerðargjöld - endurskoðun 2015

Málsnúmer 2015030040Vakta málsnúmer

Í samræmi við stefnu skipulagsnefndar um verkefni á kjörtímabilinu er m.a. lagt til að nefndin skoði þörfina á endurskoðun gatnagerðargjaldskrár.

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á gjaldskrá gatnagerðargjalda sem tekur mið af gjaldflokkum sem fram koma í gatnagerðarlögum nr. 153/2006.
Afgreiðslu málsins er frestað.

9.Kortlagning hávaða - aðgerðaráætlun

Málsnúmer 2010010129Vakta málsnúmer

Að ósk Umhverfisstofnunar hefur farið fram vinna um kortlagningu hávaða við gerð aðgerðaráætlunar skv. reglugerð nr. 1000/2005. Umhverfisstofnun hefur móttekið hávaðakort frá Akureyrarbæ sem unnið var 2012 og niðurstöður kortlagningarinnar gefa til kynna að hávaði sé yfir umhverfismörkum á afmörkuðum svæðum. Ber því Akureyrarbæ að vinna áætlun um aðgerðir með það að markmiði að draga úr áhrifum hávaða, sbr. 8. gr. reglugerðar nr. 1000/2005.

Verkfræðistofan Efla ehf., hefur unnið aðgerðaráætlun sem byggir á kortlagningu hávaða á Akureyri sem fulltrúi Eflu, Ólafur Daníelsson verkfræðingur, kynnti.
Skipulagsnefnd þakkar Ólafi fyrir kynninguna.

Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti aðgerðaráætlunina og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

10.Kynjuð fjárhagsáætlanagerð

Málsnúmer 2011030090Vakta málsnúmer

Greint frá námskeiði um kynjaða fjárhagsáætlanagerð, en meðal tilmæla þar var að taka málið á dagskrá fagnefnda og að horft yrði á myndband frá samtökum sveitarfélaga í Svíþjóð (https://www.youtube.com/watch?v=xYikioYiilU&feature=youtu.be), samhliða því að greina frá umræðum/verkefnum sem unnið var að á námskeiðinu.
Umræðu og kynningu frestað til næsta fundar.

11.Hvannavallareitur - deiliskipulag

Málsnúmer 2015030191Vakta málsnúmer

Innkomið erindi dagsett 20. mars 2015 frá Oddi Víðissyni arkitekt, f.h. Festi fasteigna ehf., kt. 581113-1100, þar sem óskað er eftir að lóð félagsins að Glerárgötu 36 verði deiliskipulögð.


Ólína Freysteinsdóttir S-lista bar upp vanhæfi sitt við upphaf umræðu og var það samþykkt. Hún vék af fundi kl. 10:05.
Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að vinna deiliskipulag af svæðinu sem afmarkast af Glerárgötu, Tryggvabraut og Hvannavöllum. Deiliskipulagið skal unnið í samráði við lóðarhafa innan reitsins.
Ólína Freysteinsdóttir kom aftur á fundinn kl. 10:20.

12.Giljaskóli, Kiðagil 11 - umsókn um brettavöll

Málsnúmer 2015010120Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. janúar 2015 þar sem Fasteignir Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, f.h. hverfisnefndar Giljahverfis sækja um framkvæmdaleyfi fyrir brettavelli á lóð Giljaskóla. Fyrir liggur samþykki skólastjóra Giljaskóla og framkvæmdadeildar. Meðfylgjandi er uppdráttur.

Erindið var grenndarkynnt frá 12. febrúar með athugasemdafresti til 12. mars 2015.

Ein athugasemd barst:

1) Undirskriftalisti frá íbúum í Skessugili 21, dagsett 9. mars 2015.

Íbúarnir leggjast eindregið gegn brettavelli þar sem það mun valda íbúum ónæði. Nú þegar er töluvert ónæði af sparkvellinum.

Umsögn Norðurorku barst 29. janúar 2015 þar sem fram kemur að engar lagnir eru þar sem brettavöllurinn er fyrirhugaður.
Svar við athugasemd:

Skipulagsnefnd telur nauðsynlegt að brettavöllur sé vel sýnilegur og í nálægð við fyrirhugaða notendur og því sé skólalóðin hentugasti staðurinn í hverfinu. Einnig bendir nefndin á að umsóknin er að frumkvæði hverfisnefndar Giljahverfis með samþykki Giljaskóla.


Skipulagsnefnd samþykkir því erindið en beinir því til umsækjanda að útfæra hljóðmön og gróður á þann veg að skermun gagnvart íbúðabyggðinni verði sem mest.

13.Glerárstífla neðri - framkvæmdaleyfi vegna efnistöku

Málsnúmer 2015030202Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. mars 2015 þar sem Jónas Vigfússon f.h. Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku úr Glerárstíflu neðri til þess að verjast aurburði í Glerárvirkjun. Áætlað efnismagn er um 3.000 m3.

Jafnframt er óskað eftir heimild til að geyma efnið í Breiðholti og nýta það þannig til lagnaframkvæmda í hverfinu. Meðfylgjandi er uppdráttur sem sýnir tvo fyrirhugaða geymslustaði fyrir efnið í Breiðholti.
Skipulagsnefnd hefur yfirfarið meðfylgjandi gögn vegna efnistöku úr Glerárstíflu neðri og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfisins á grundvelli 4. gr.- g "Samþykktar um skipulagsnefnd".

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsnefnd fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:

Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur. Samráð skal haft við lóðarhafa í næsta nágrenni við geymslustaðina í Breiðholti.

14.Aðalstræti 12b - umsókn um breytingu á deiliskipulagi, fjölgun íbúða

Málsnúmer 2012030262Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd hafnaði beiðni um breytingu á skilmálum lóðarinnar Aðalstræti 12b á fundi sínum 25. febrúar sl.

Hjalti Steinþórsson hrl., f.h. Hjörleifs Hallgríms Herbertssonar, fer fram á endurupptöku á afgreiðslu skipulagsnefndar þar sem hann telur að ákvörðunin hafi verið haldin ágöllum og ekki í samræmi við lög.

Til vara er þess óskað að skipulagsnefnd rökstyðji ákvörðun sína með vísun í 21. gr. stjórnsýslulaga.
Skipulagsnefnd vísar beiðni um endurupptöku málsins til bæjarráðs í samræmi við 54. gr. bæjarmálasamþykktar Akureyrar.

15.Laufásgata - umsókn um framkvæmdaleyfi vegna skólplagnar

Málsnúmer 2015030194Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. mars 2015 þar sem Magnús Magnússon frá Verkís, f.h. Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um framkvæmdaleyfi vegna framkvæmda við lagningu skólplagnar frá Laufásgötu niður að skólpdælustöð sunnan lóðar Útgerðarfélags Akureyringa ehf. Meðfylgjandi er erindi með frekari upplýsingum ásamt yfirliti yfir lagnaleiðina.

Samþykki Útgerðarfélagsins fyrir framkvæmdinni liggur fyrir.
Skipulagsnefnd hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna framkvæmda við skólplögn frá Laufásgötu að skolpdælustöð sunnan ÚA sem er í samræmi við samþykkt deiliskipulag og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfisins á grundvelli 4. gr.- g "Samþykktar um skipulagsnefnd".

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsnefnd fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:

Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

16.Krossanes 7 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2015030195Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. mars 2015 þar sem Hjalti H. Hjaltason f.h. Sláturfélags Suðurlands, kt. 600269-2089, sækir um lóð nr. 7 við Krossanes. Meðfylgjandi er ársskýrsla Sláturfélags Suðurlands svf.

Einnig fylgir bókun Hafnastjórnar Norðurlands frá 11. mars 2015, sem gerir ekki athugasemd við að lóðinni verði úthlutað til fyrirtækisins, enda er að hluta til um hafnsækna starfsemi að ræða.
Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að auglýsa lóðina í samræmi við ákvæði 2. gr. reglna um lóðaveitingar.

17.Hrísey - leyfi fyrir útilistaverki

Málsnúmer 2015030115Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. mars 2015 þar sem hverfisráð Hríseyjar óskar eftir að fá að setja upp listaverk í Hrísey eftir Jess Herzberg. Frekar er fjallað um staðsetningu verksins í umsókninni.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að sett verði upp listaverk í Hrísey og leggur til að hverfisráð Hríseyjar ákveði endanlega staðsetningu þess í samráði við Akureyrarstofu og hönnuði.

18.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2015

Málsnúmer 2015010005Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 12. mars 2015. Lögð var fram fundargerð 531. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 6 liðum.
Lagt fram til kynningar.

19.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2015

Málsnúmer 2015010005Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 19. mars 2015. Lögð var fram fundargerð 532. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 14 liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:00.