Skipulagsnefnd

203. fundur 13. maí 2015 kl. 08:00 - 10:35 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Ólína Freysteinsdóttir
  • Edward Hákon Huijbens
  • Sigurjón Jóhannesson
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
Dagskrá
Formaður bar upp ósk um að fá að taka fyrir lið nr. 10, Hörgársveit - ósk um breytingu á sveitarfélagsmörkum og lið nr. 11, Óseyri 19 - umsókn um stækkun lóðar sem ekki voru í útsendri dagskrá og var það samþykkt.

Tryggvi Már Ingvarsson B-lista mætti á fundinn kl. 08:20.

1.Hvannavallareitur - skipulagslýsing

Málsnúmer 2015030191Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri lagði fram skipulagslýsingu vegna vinnslu deiliskipulags af svæði sem afmarkast af Glerárgötu, Tryggvabraut og Hvannavöllum. Lýsingin er dagsett 13. maí 2015 og er unnin af Árna Ólafssyni frá Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf.
Afgreiðslu lýsingarinnar er frestað.

Tryggva Má Ingvarssyni B-lista og Sigurjóni Jóhannessyni D-lista er falið að ræða við umsækjanda um væntingar til reitsins sbr. umræður á fundinum.

2.Melgerðisás - skipulagslýsing

Málsnúmer 2015050023Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri lagði fram skipulagslýsingu vegna vinnslu deiliskipulags af svæði sem afmarkast af Hörgárbraut, Skarðshlíð og Melgerðisás. Lýsingin er dagsett 13. maí 2015 og er unnin af Gísla Kristinssyni arkitekt, sem kom á fundinn og kynnti lýsinguna.
Skipulagsnefnd þakkar Gísla Kristinssyni fyrir kynninguna.

Afgreiðslu er frestað.

3.Naustahverfi reitur 28 - Krókeyrarnöf 21 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2015050039Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. maí 2015 þar sem Ágúst Hafsteinsson f.h. Bókhalds og ráðgjafar Auditor ehf., kt. 440302-3270, sækir um stækkun byggingarreits á lóð nr. 21 við Krókeyrarnöf. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Akstursíþrótta- og skotsvæði á Glerárdal - framkvæmdaleyfi vegna veglagningu að tjaldsvæði BA

Málsnúmer 2015010216Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. maí 2015 þar sem Einar Gunnlaugsson f.h. Bílaklúbbs Akureyrar, kt. 660280-0149, sækir um framkvæmdaleyfi vegna veglagningar að tjaldsvæði BA og öðrum frágangi við reiðleið að Hlíðarfjallsvegi 11.

Meðfylgjandi er uppdráttur dagsettur 8. maí 2015 með loftmynd í mvk 1:2000 er sýnir legu vegarins, sneiðingu í mvk 1:500 frá tjaldsvæði að Hlíðarfjallsvegi og magntölum fyrir framkvæmdina.
Skipulagsnefnd hefur yfirfarið meðfylgjandi gögn vegna veglagningar að tjaldsvæði BA og öðrum frágangi við reiðleið að Hlíðarfjallsvegi 11 og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfisins á grundvelli 4. gr.- g 'Samþykktar um skipulagsnefnd'.

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsnefnd fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:

Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

5.Hólmatún 2, Naustaskóli - framkvæmdaleyfi vegna hitaveitu

Málsnúmer 2015040222Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. apríl 2015 þar sem Stefán Steindórsson f.h. Norðurorku hf, kt. 550978-0169, sækir um framkvæmdaleyfi vegna færslu á stofnæðum fyrir hitaveitu á lóð Naustaskóla við Hólmatún 2. Meðfylgjandi er uppdráttur og deiliskipulag.
Skipulagsnefnd hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna færslu stofnæða fyrir hitaveitu á lóð Naustaskóla við Hólmatún 2, sem er í samræmi við samþykkt deiliskipulag og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfisins á grundvelli 4. gr.- g "Samþykktar um skipulagsnefnd".

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsnefnd fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:

Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

6.Drottningarbraut lnr. 173492, Nökkvi - tímabundið stöðuleyfi fyrir aðstöðuhús

Málsnúmer 2015050067Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. apríl 2015 þar sem Rúnar Þór Björnsson f.h. Siglingarklúbbsins Nökkva sækir um tímabundið stöðuleyfi fyrir tvö aðstöðuhús á lóð Nökkva við Drottningarbraut lnr. 173492. Meðfylgjandi er afstöðumynd og grunnmynd. Einnig er óskað eftir að gjöld vegna framkvæmdanna verði felld niður.
Skipulagsnefnd samþykkir stöðuleyfi fyrir aðstöðuhúsin til eins árs sbr. 2.6.1. gr. byggingarreglugerðar. Aðstöðuhúsin skulu staðsett innan byggingarreits deiliskipulagsins og litur þeirra skal vera í samræmdur við önnur hús á svæðinu.

Beiðni um niðurfellingu gjalda vegna framkvæmdanna er vísað til bæjarráðs.

7.Fjárhagsáætlun 2015 - skipulagsdeild

Málsnúmer 2014090166Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri kynnti stöðuna á rekstri skipulagsdeildar fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins 2015.
Lagt fram til kynningar.

8.Hverfisnefnd Giljahverfis - fundargerðir 2015

Málsnúmer 2015010085Vakta málsnúmer

Bæjarráð gerði á fundi sínum þann 24. apríl 2015 eftirfarandi bókun:

Lögð fram 14. fundargerð hverfisnefndar Giljahverfis dagsett 9. apríl 2015 - aðalfundur.

Fundargerðina má finna á netslóðinni:

http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/giljahverfi

Bæjarráð vísar 2. lið 2) til skipulagsdeildar ásamt seinni ósk í 5. lið.

Liðir úr fundargerð:

2. Önnur verkefni.

2) Færa hámarkshraða Merkigils niður í 30 km. Skoða möguleika á að þrengja götuna við gangbrautir eða setja niður hraðahindranir.

5. Önnur mál.

(Úr fundargerð 20. febrúar 2013)

"Leyfilegur hámarkshraði í hverfinu og þá sérstaklega í Merkigili. Hámarkshraði var hækkaður úr 30 í 50 en ósk hverfisnefnar er að hann verði lækkaður niður í 30 aftur því að mikil umferð barna er yfir götuna. Eins er mælst til þess að göngubrautir verði betur upplýstar og jafnvel hraðahindranir með eyju settar niður. Almennt eru gangbrautir yfir Merkigil með lélega eða enga lýsingu og gangbrautamerkingar óupplýstar.
Svar við ábendingum:

2. Önnur verkefni.

2) Samkvæmt bókun skipulagsnefndar frá 12. nóvember 2011 var tekin ákvörðun um að 50 km hámarkshraði yrði til bráðabirgða á eftirfarandi safngötum: Miðsíðu, Vestursíðu og Merkigili. Einnig var bókað að aðrar safngötur skyldu haldast óbreyttar með 30 km hámarkshraða.

Ástæða þess var, að ekki skyldi farið í endurskoðun á leiðakerfi SVA að sinni en 30 km hámarkshraðabreytingar á þessum safngötum hefðu kallað á slíka endurskoðun.

Nú stendur yfir endurskoðun á leiðakerfi SVA og beinir skipulagsnefnd því til framkvæmdadeildar að tekið verði tillit til þess að ofangreindar götur muni verða 30 km götur.

5. Önnur mál.

Ósk um lýsingu við gangbrautir á Merkigili og jafnvel hraðahindranir með eyju er vísað til framkvæmdadeildar.

9.Hverfisnefnd Lunda- og Gerðahverfis - fundargerðir 2015

Málsnúmer 2015020006Vakta málsnúmer

Bæjarráð gerði á fundi sínum þann 24. apríl 2015 eftirfarandi bókun:

Lagðar fram 53. og 54. fundargerð hverfisnefndar Lunda- og Gerðahverfis dagsettar 24. febrúar og 16. apríl 2015.

Fundargerðirnar má finna á netslóðinni:

http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/lunda-og-gerdahverfi/fundargerdir.

Bæjarráð vísar 3. lið d) og f) fundargerðar 54. fundar til skipulagsdeildar.

Liður úr fundargerð:

3. Ýmis mál er þarfnast úrbóta.

d) Fengum ábendingu um að hægri rétturinn sé áberandi í Gerðahverfi 2. Íbúar telja mikilvægt að brugðist verði við áður en stórslys verða og setja upp biðskyldur í hverfinu.

f) Autt svæði er sem tilheyrir Bjarkarlundi 2. Mikil slysagildra og teljum við brýnt að gert verði að þessari lóð. Til dæmis má tyrfa og setja rólur, sandkassa og rennibraut.
Svar við ábendingum:

3. Ýmis mál er þarfnast úrbóta.

d) Í íbúðahverfum bæjarins er gert ráð fyrir 30 km hámarkshraða með svokölluðum "hægri rétti". Stefna bæjarins hefur verið sú að staðsetja biðskyldur við innkomur í hverfin en að öðru leyti gildi hægri rétturinn með 30 km hámarkshraða.

f) Samkvæmt deiliskipulagi svæðisins er um hefðbundna byggingarlóð að ræða en þar sem talvert jarðvegsdýpi er á svæðinu hefur lóðinni ekki verið úthlutað.

Skipulagsnefnd leggur til að lóðin verði felld út að sinni og óskar eftir að framkvæmdadeild jafni svæðið út þannig að ekki verði þar vatnssöfnun og gangi frá því sem grassvæði.

10.Hörgársveit - ósk um breytingu á sveitarfélagamörkum

Málsnúmer 2013050008Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. maí 2015 frá Snorra Finnlaugssyni, sveitarstjóra Hörgársveitar sem óskar eftir breytingu á sveitarfélagamörkum með tilfærslu Lónslækjar til suðurs á móts við sláturhús B. Jensen í Hörgársveit, þannig að hægt verði að koma fyrir viðbyggingu við þá starfsemi sem þar er.

Innkomin hnitsettur uppdráttur dagsettur 14. nóvember 2014 frá Búgarði, ráðgjafaþjónustu.
Skipulagsstjóra er falið að láta vinna aðalskipulagsbreytingu á sveitarfélagamörkunum vegna færslu Lónslækjar í samræmi við innsendan hnitsettan uppdrátt.

11.Óseyri 19 - umsókn um stækkun lóðar

Málsnúmer 2015050053Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. maí 2015 þar sem Bjarni Hallgrímsson sækir um stækkun lóðar nr. 19 við Óseyri í samræmi við gildandi deiliskipulag svæðisins.
Skipulagsnefnd samþykkir lóðarstækkunina þar sem hún er í samræmi við gildandi deiliskipulag og felur lóðarskrárritara að gefa út yfirlýsingu um breytta lóðarstærð.

12.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2015

Málsnúmer 2015010005Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 30. apríl 2015. Lögð var fram fundargerð 538. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 16 liðum.
Lagt fram til kynningar.

13.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2015

Málsnúmer 2015010005Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 7. maí 2015. Lögð var fram fundargerð 539. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 11 liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:35.