Bæjarstjórn

3377. fundur 01. september 2015 kl. 16:00 - 18:05 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Matthías Rögnvaldsson forseti bæjarstjórnar
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Logi Már Einarsson
  • Sigríður Huld Jónsdóttir
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Margrét Kristín Helgadóttir
  • Njáll Trausti Friðbertsson
Starfsmenn
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá

1.Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum 2014-2018

Málsnúmer 2014060234Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga frá D-lista um breytingu á skipan varamanns í skólanefnd svohljóðandi:


Gunnar Gíslason tekur sæti varamanns í stað Hönnu Daggar Maronsdóttur.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Hvannavallareitur - deiliskipulag

Málsnúmer 2015030191Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 26. ágúst 2015:

Staðgengill skipulagsstjóra lagði fram skipulagslýsingu vegna vinnslu deiliskipulags af svæði sem afmarkast af Glerárgötu, Tryggvabraut og Hvannavöllum. Lýsingin er dagsett 21. ágúst 2015 og er unnin af Árna Ólafssyni frá Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um hana.


Edward Hákon Huijbens V-lista vill vekja athygli á sögu staðarins sérstaklega tengda hernámi Akureyrar og fiskverkun Kaupfélags verkamanna. Minjar þessa má sjá í bröggum á reitnum og er mikilvægt að hönnun og útfærsla nýbygginga hafi að geyma með einhverjum hætti skírskotun til þessarar sögu, svo ekki verði mistökin við byggingu Glerártorgs endurtekin.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Innbærinn - Duggufjara 2, deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2015080059Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 26. ágúst 2015:

Erindi dagsett 1. júlí 2015 þar sem Árni Gunnar Kristjánsson f.h. Leifs Kristjáns Þormóðssonar og Maríu Aðalsteinsdóttur óskar eftir breytingu á deiliskipulagi vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar við hús þeirra í Duggufjöru 2. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 8. júlí 2015 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.

Tillagan er dagsett 14. ágúst 2015 og unnin af Loga Má Einarssyni hjá Kollgátu.

Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Logi Már Einarsson S-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.

Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarstjórn og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Logi Már Einarsson vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins


Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 10 samhljóða atkvæðum.

4.Eingáttastefnan

Málsnúmer 2015050144Vakta málsnúmer

Bæjarfulltrúi Njáll Trausti Friðbertsson D-lista óskaði eftir umræðu um eingáttastefnuna.


Lögð fram tillaga að bókun svohljóðandi:

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar ítrekrar mikilvægi þess að fjármagn verði sett í að markaðssetja Akureyrarflugvöll sem áfangastað fyrir beint flug.

Beint millilandaflug um Akureyrarflugvöll er forsenda þess að hægt sé að byggja upp öflugt atvinnulíf á Norðurlandi, hvort sem um er að ræða ferðaþjónustu eða aðrar atvinnugreinar sem byggja á góðum tengingum við erlenda markaði. Með öflugum stuðningi við millilandaflug um Akureyrarflugvöll er Byggðaáætlun 2014-2017 fylgt eftir, en þar er tekið fram í 1.3. f. Bættar samgöngur: "Áfram verði stutt við áætlanir flugklasans á Norðurlandi um að tryggja beint millilandaflug til Akureyrar." Með öflugum stuðningi er einnig unnið í samræmi við Ferðamálaáætlun 2011-2020 þar sem kemur fram að það þurfi "að standa að markvissri uppbyggingu áfangastaða, öflugri vöruþróun og kynningarstarfi til að skapa tækifæri til að lengja ferðamannatímabilið um land allt, minnka árstíðasveiflu og stuðla að betri dreifingu ferðamanna um landið." Ennfremur er í Sóknaráætlun Norðurlands eystra tiltekið að koma verði á reglulegu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll - allt árið. Verkefnið hefur verið leitt af heimamönnum undanfarin ár og mikilvægt að nú fáist öflugur stuðningur frá ríkinu til þess að hægt sé að ljúka verkefninu með samningagerð við flugfélag um beint millilandaflug.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða bókun með 11 samhljóða atkvæðum.

5.Matarsóun

Málsnúmer 2015050081Vakta málsnúmer

Bæjarfulltrúi Margrét Kristín Helgadóttir Æ-lista óskaði eftir umræðu um matarsóun.

Almennar umræður.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra 18. og 25. júní, 2., 10., 16., 23. og 30. júlí, 14. og 21. ágúst 2015
Atvinnumálanefnd 1. júlí og 11. ágúst 2015
Bæjarráð 18. júní, 9., 16. og 23. júlí, 6., 13., 20. og 27. ágúst 2015
Framkvæmdaráð 12. júní, 3. og 17. júlí og 21. ágúst 2015
Íþróttaráð 29. júní og 19. ágúst 2015
Kjarasamninganefnd 13. júlí 2015
Skipulagsnefnd 24. júní, 8. júlí, 12., 19. og 26. ágúst 2015
Skólanefnd 15. og 22. júní, 10. og 17. ágúst 2015
Stjórn Akureyrarstofu 11. og 25. júní og 13. ágúst 2015
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar 26. júní og 7. ágúst 2015
Umhverfisnefnd 18. ágúst 2015
Velferðarráð 24. júní og 26. ágúst 2015

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar / www.akureyri.is /
Stjórnkerfið / Fundargerðir

Fundi slitið - kl. 18:05.