Bæjarstjórn

3488. fundur 02. febrúar 2021 kl. 16:00 - 18:16 Hamrar í Hofi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar
  • Andri Teitsson
  • Hlynur Jóhannsson
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Gunnar Gíslason
  • Heimir Haraldsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Þórhallur Jónsson
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá

1.Hvannavallareitur - deiliskipulag

Málsnúmer 2015030191Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 27. janúar 2021:

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dagsett 21. janúar 2021 varðandi deiliskipulag Hvannavallareitar. Kemur þar fram að skýra þurfi betur út atriði er varðar íbúðir á svæðinu, bílakjallara og nýtingarhlutfall. Þá er jafnframt lögð fram endurskoðuð tillaga að deiliskipulagi þar sem komið er til móts við athugasemdir Skipulagsstofnunar.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að endurskoðuð tillaga að deiliskipulagi, með breytingum til að koma til móts við bréf Skipulagsstofnunar, verði samþykkt.

Þórhallur Jónsson kynnti tillögu skipulagsráðs.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson tók einnig til máls.
Bæjarstjórn samþykkir, með 11 samhljóða atkvæðum, endurskoðaða tillögu að deiliskipulagi Hvannavallareits, með breytingum til að koma til móts við bréf Skipulagsstofnunar.

2.Breiðholtshverfi - fyrirspurn um byggingu hringgerðis - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2020090540Vakta málsnúmer

Liður 5 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 27. janúar 2021:

Lögð fram að nýju að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga, tillaga að breytingu á deiliskipulagi Breiðholtshverfis sem felst í að gert er ráð fyrir yfirbyggðu hringgerði á tveimur stöðum. Ein athugasemd barst. Fyrir liggur umsögn Minjastofnunar þar sem ekki er gerð athugasemd við tillöguna. Þá er lagður fram tölvupóstur umsækjanda dagsettur 21. janúar 2021.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt með þeirri breytingu að fallið er frá hringgerði við Perlugötu og eingöngu gert ráð fyrir hringgerði á svæði við núverandi gerði. Jafnframt er lagt til við bæjarstjórn að tillaga að svari við athugasemd verði samþykkt.

Þórhallur Jónsson kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir, með 11 samhljóða atkvæðum, tillögu að breytingu á deiliskipulagi Breiðholtshverfis þar sem fallið er frá hringgerði við Perlugötu og eingöngu gert ráð fyrir hringgerði á svæði við núverandi gerði. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn tillögu að svari við athugasemd.

3.Samstarf Grænlands og Íslands á nýjum Norðurslóðum

Málsnúmer 2021011564Vakta málsnúmer

Rætt um nýútkomna skýrslu utanríkisráðuneytisins, Samstarf Grænlands og Íslands á nýjum Norðurslóðum, og tækifæri sem í samstarfinu kunna að felast fyrir Akureyrarbæ.

Skýrsluna er að finna á eftirfarandi slóð: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2021/01/21/Samstarf-Graenlands-og-Islands-a-nyjum-Nordurslodum/

Halla Björk Reynisdóttir hóf umræðuna og reifaði ýmsa þætti sem lúta að samstarfi á norðurslóðum og hlutverki Akureyrarbæjar í slíku samstarfi.

Í umræðum tóku til máls Sóley Björk Stefánsdóttir, Hilda Jana Gísladóttir, Ingibjörg Ólöf Isaksen, Andri Teitsson, Ásthildur Sturludóttir og Gunnar Gíslason.
Bæjarstjórn leggur ríka áherslu á að hlutverk bæjarins sem miðstöðvar norðurslóðastarfs verði eflt til muna og byggt á þeim góða grunni sem fyrir er.

Að mati bæjarstjórnar getur Akureyrarbær í samstarfi við stofnanir á Norðurlandi leikið lykilhlutverk í auknu og víðtækara samstarfi Íslands og Grænlands þjóðunum báðum til heilla. Allir nauðsynlegir innviðir eru til staðar á Norðurlandi og Akureyri er miðstöð málefna norðurslóða á Íslandi sem gerir svæðið mjög vel í stakk búið til að takast á við krefjandi og metnaðarfull verkefni.

4.Starfsáætlanir ráða 2021 - skipulagsráð

Málsnúmer 2021011839Vakta málsnúmer

Starfsáætlun skipulagsráðs fyrir árið 2021 kynnt og rædd.

Þórhallur Jónsson formaður skipulagsráðs kynnti áætlunina.

Í umræðum tóku til máls Hilda Jana Gísladóttir, Sóley Björk Stefánsdóttir, Halla Björk Reynisdóttir, Gunnar Gíslason, Heimir Haraldsson, Andri Teitsson, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Þórhallur Jónsson og Eva Hrund Einarsdóttir.
Bæjarstjórn felur skipulagssviði að kanna hvort hægt sé hafa samband við þau sem sendu inn athugasemdir við fyrri auglýsingu um Tillögu að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 - Uppbygging á Oddeyri og benda þeim á að nauðsynlegt sé að senda athugasemdir inn aftur sé þess óskað.

5.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2021010534Vakta málsnúmer

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 21. og 28. janúar 2021
Bæjarráð 21. og 28. janúar 2021
Frístundaráð 13. og 27. janúar 2021
Fræðsluráð 18. janúar 2021
Skipulagsráð 27. janúar 2021
Stjórn Akureyrarstofu 14. og 26. janúar 2021
Umhverfis- og mannvirkjaráð 15. janúar 2021

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir

Fundi slitið - kl. 18:16.