Skipulagsnefnd

214. fundur 14. október 2015 kl. 08:00 - 11:05 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Ólína Freysteinsdóttir
  • Edward Hákon Huijbens
  • Sigurjón Jóhannesson
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Leifur Þorsteinsson staðgengill skipulagsstjóra
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson staðgengill skipulagsstjóra
Dagskrá
Formaður bar upp ósk um að fá að taka fyrir 16. lið, Hafnarstræti 104 - krafa um að brunastigi verði fjarlægður, sem ekki var í útsendri dagskrá og var það samþykkt.

1.Hvannavallareitur - skipulagslýsing

Málsnúmer 2015030191Vakta málsnúmer

Skipulagslýsing var auglýst í Dagskránni 8. september 2015 og send til umsagnar.

Sex umsagnir bárust:

1) Vegagerðin, dagsett 14. september 2015.

Ekki er gerð athugasemd við skipulagslýsinguna en óskað er eftir samráði um gerð deiliskipulagstillögunnar þar sem tveir þjóðvegir liggja að skipulagssvæðinu.

2) Hverfisnefnd Oddeyrar, dagsett 23. september 2015.

Ábendingar hverfisnefndar:

a) Lagt er til að íbúðir á reitnum verði af öllum stærðum.

b) Vegna mikllar umferðar þarf bílastæðakjallara eða önnur úrræði á svæðinu.

c) Finna þarf lausn við gatnamót Tryggvabrautar og Glerárgötu til að ekki myndist teppa á álagstímum.

d) Gæta þarf að umferð um Hvannavelli aukist ekki.

e) Greiðari leið þarf að vera fyrir gangandi vegfarendur yfir Glerárgötu og Tryggvabraut.

f) Hafa þarf í huga við hönnun íbúða það ónæði sem er af umferð um Glerárgötu.

3) Skipulagsstofnun, dagsett 24. september 2015.

Engar athugasemdir eru gerðar.

4) Framkvæmdadeild, móttekið 23. september 2015.

Bent er á ýmis atriði til athugunar sem snúa að umferðarmálum.

Margar óskir um úrbætur hafa komið inn á borð framkvæmdadeildar undanfarin ár vegna svæðisins. Huga þarf að mörgum þáttum og ekki er hægt að einblína eingöngu á nánasta umhverfi reitsins. Skoða þarf alla Tryggvabrautina, gatnamót hennar, stígakerfi og þjónustugötuna meðfram Glerárgötu. Meðfylgjandi er kort og upptalning á helstu atriðum sem þarf að skoða.

5) Norðurorka, dagsett 29. september 2015.

Megnið af tengingum Norðurorku koma úr Hvannavöllum en lítið er vitað um fráveitutengingar. Meðfylgjandi eru kort með lögnum Norðurorku.

6) Minjastofnun Íslands, dagsett 5. október 2015.

Eins og fram kemur í lýsingunni var breskur kampur á svæðinu og þar eru enn tveir braggar frá þeim tíma. Athuga þarf hvort vert væri að varðveita þá með einhverjum hætti. Engar skráðar minjar eru á svæðinu og Minjastofnun gerir ekki athugasemdir við lýsinguna.
Svör við umsögnum:

1) Samráð verður haft við Vegagerðina á Akureyri við vinnslu deiliskipulagstillögunnar.

2) Í eftirfarandi liðum:

a) Vísað til vinnslu deiliskipulags.

b) Ekki verður gert ráð fyrir bílastæðakjallara á nyrsta hluta svæðisins en verður skoðað fyrir suðurhlutann við vinnslu deiliskipulagsins.

c) Verður gert í samráð við Vegagerðina.

d) Vegna fjölgunar íbúða og verslunarrýma í nýbyggingum verður ekki komist hjá aukningu umferðar um Hvannavelli. Skoðað verður við vinnslu deiliskipulagsins hvernig hægt verður að halda niðri umferðarhraða í götunni.

e) Það verður skoðað í samráði við Vegagerðina.

f) Byggingatæknilegar lausnir verða notaðar til að uppfylla kröfur um hávaða frá umferð.

3) Gefur ekki tilefni til ályktunar.

4) Verður gert í samráði við Vegagerðina.

5) Búast má við að vegna nýbygginga við Hvannavelli þurfi eitthvað að breyta núverandi lögnum.

6) Gert er ráð fyrir að braggarnir hverfi af svæðinu en skipulagsnefnd mun hvetja til að sögu svæðisins verði haldið á lofti.


Skipulagsnefnd vísar að öðru leyti athugasemdum og ábendingum í umsögnunum til skoðunar við vinnslu deiliskipulagsins.

2.Oddeyri - skipulagslýsing rammaskipulags

Málsnúmer 2015080022Vakta málsnúmer

Skipulagslýsingin var auglýst í Dagskránni þann 23. september og var aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar og í þjónustuanddyri Ráðhússins.

Samráðsfundir voru haldnir með Hafnasamlagi Noðurlands 24. september og hverfisnefnd Oddeyrar þann 30. september. Opinn kynningafundur fyrir íbúa og atvinnurekendur var haldinn í Oddeyrarskóla 1. október 2015 og mættu um 40 manns.

Ábendingar og umsagnir eru í meðfylgjandi skjali.

Skipulagsnefnd vísar athugasemdum og ábendingum í umsögnunum til skoðunar við vinnslu rammaskipulagsins.

3.Fjárhagsáætlun 2015 - rekstraryfirlit

Málsnúmer 2014090166Vakta málsnúmer

Staðgengill skipulagsstjóra kynnti stöðuna á rekstri skipulagsdeildar fyrstu átta mánuði ársins 2015.
Lagt fram til kynningar.

4.Stefnumörkun skipulagsnefndar

Málsnúmer 2014090150Vakta málsnúmer

Formaður skipulagsnefndar lagði fram endurskoðaða stefnumörkun skipulagsnefndar.
Frestað.

5.Naustahverfi reitur 28, Krókeyrarnöf 21 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2015090019Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. október 2015 frá Ágústi Hafsteinssyni f.h. Magnum opus ehf., kt. 470714-0850, þar sem óskað er eftir að gera fleiri breytingar á deiliskipulagi lóðarinnar í samræmi við meðfylgjandi teikningar.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins og óskar eftir að umsækjandi geri grein fyrir fyrirætlunum sínum.

6.Langamýri, dreifistöð rafmagns - umsókn um lóð

Málsnúmer 2014110135Vakta málsnúmer

Erindið var grenndarkynnt 31. ágúst til 28. september 2015.

Tvær athugasemdir bárust

1) Listi með undirskriftum 13 aðila er grenndarkynninguna fengu.

Athugasemdin er í þremur liðum:

a) Óskað er eftir að stöðin verði skautuð við jörð umfram þá viðmiðunarstaðla sem notaðir eru hjá Norðurorku.

b) Farið er fram á að stöðin verði fallega hönnuð og horft er til spennistöðvarinnar við Undirhlíð hvað það varðar. Framlagðar teikningar sýna að ekki er um slíka hönnun að ræða.

c) Óskað er eftir því að mannvirkið verði fellt inn í umhverfið með því að færa hana lengra inn í brekkuna og mögulega leggja grasmanir að húsinu.

2) Viggó Benediktsson f.h. Höfðahúsa, móttekið 21. september 2015.

Staðsetningu spennistöðvarinnar er harðlega mótmælt og er versta lausnin af mörgum mögulegum. Skárri kostur er að nýta brekkuna austan götunnar og nýta hallann í landinu til að draga úr sýnileika. Brekkan sem lagt er til að spennistöðin standi við í grenndarkynntum gögnum er lítillega notuð af börnum á veturna. Þá aðstöðu mætti bæta og nota hluta lóðar Hrafnabjarga 1. Meðfylgjandi eru myndir.

Edward Hákon Huijbens V-lista bar upp vanhæfi sitt og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.
Svör við athugasemdum:

1) Skipulagsnefnd tekur undir athugasemdir sem fram koma í b og c lið undirskriftarlista og fer fram á að umsækjandi taki tillit til þeirra þegar sótt verður um byggingarleyfi fyrir spennistöðinni. Skipulagsnefnd tekur ekki afstöðu til a liðar.

2) Skipulagsnefnd tekur ekki undir athugasemdir bréfritara. Svæðið austan götunnar er mun verri kostur vegna landhalla og klappar á svæðinu sem gerir byggingu spennistöðvar með öllum sínum lögnum mjög erfiða.

Vegna öryggis barna er ekki æskilegt að brekkan vestan götunnar sé notuð fyrir sleðaleiki þar sem halli brekkunnar er beint niður að götunni og sleðar renna því í þá átt og töluverð hætta er því á að þau renni beint út á götuna með tilheyrandi slysahættu.


Skipulagsnefnd samþykkir að veita umsækjanda lóðina með ofangreindum skilyrðum.

7.Munkaþverárstræti 36 - uppkaup lóðar

Málsnúmer 2015100025Vakta málsnúmer

Nýlega var samþykkt deiliskipulag fyrir neðri hluta Norður-Brekku. Þar er gert ráð fyrir að byggt verði parhús á lóðinni nr. 36 við Munkaþverárstræti.
Skipulagsnefnd beinir því til bæjarráðs að Akureyrarbær gangi til samninga við lóðarhafa um að þeir fái byggingarrétt með tímatakmörkum á framkvæmdum samkvæmt deiliskipulaginu eða að Akureyrarbær leysi til sín lóðina.

8.Hafnarstræti 80 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2013010305Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. október 2015 þar sem Sverrir Gestsson f.h. Norðurbrúar ehf., kt. 620113-0420, sækir um framlengingu á framkvæmdafresti til 1. nóvember 2016 á lóð nr. 80 við Hafnarstræti.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið.

Ólína Freysteinsdóttir S-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.

9.Glerárholt lnr. 147859 - umsókn um lóðarleigusamning

Málsnúmer 2015100047Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. október 2015 þar sem Jón Stefán Þórðarson og Erla Þórðardóttir óska eftir því að gerður verði lóðarleigusamningur fyrir Glerárholt, landnúmer 147859. Meðfylgjandi er afstöðumynd.
Skipulagsnefnd frestar erindinu og felur staðgengli skipulagsstjóra að gera tillögu að afmörkun lóðar fyrir húsið.

10.Lyngholt 7 - umsókn um breikkun á bílastæði

Málsnúmer 2015090290Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. september 2015 þar sem Sigurður Sigþórsson sækir um að breikka bílastæði við hús nr. 7 við Lyngholt. Meðfylgjandi er afstöðumynd.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu.
Ólína Freysteinsdóttir S-lista yfirgaf fundinn kl. 10:20.

11.Aðgengi að bílastæðum fyrir fatlaða við Skipagötu

Málsnúmer 2012121158Vakta málsnúmer

Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra óskaði eftir við framkvæmdaráð að úrbætur yrðu gerðar á bílastæðum fyrir fatlaða í miðbæ þar sem núverandi stæði eru of þröng og fá, í samræmi við tillögu frá formanni samstarfsnefndar um ferlimál fatlaðra og framkvæmdadeild um lagfæringar.

Framkvæmdaráð samþykkti á fundi sínum 12. júní 2015 fyrir sitt leyti framlagða tillögu að endurbótum og fjölgun bílastæða fyrir hreyfihamlaða á miðbæjarsvæðinu og vísaði málinu til skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í tillöguna en óskar eftir frekari upplýsingum um staðsetningu stæða fyrir hreyfihamlaða í miðbæ Akureyrar.

12.Viðburðir - götu- og torgsala 2015

Málsnúmer 2015070012Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. september 2015 frá Helga Þórssyni þar sem sótt er um leyfi fyrir jólamarkað við söluhjólhýsi í Hafnarstræti norðan við Amaróhúsið. Sölutími yrði daglega milli 13:00 og 18:00 á tímabilinu 11.- 23. desember 2015.
Skipulagsnefnd frestar erindinu og óskar eftir frekari upplýsingum um stöðuleyfi á svæðinu.

13.Hafnarstræti, göngugata - verklagsreglur um lokun

Málsnúmer 2015070016Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd samþykkti á fundi þann 8. júlí s.l. að unnar verði verklagsreglur og nánari útlistun á lokun götunnar í samráði við hagsmunaðila á svæðinu.
Skipulagsnefnd felur formanni nefndarinnar að gera greinargerð sem skilgreinir umfang verkefnisins ásamt tímaáætlun.

14.Sjafnarnes 2 og Ægisnes 5 - búnaður utan lóða

Málsnúmer 2015060117Vakta málsnúmer

Staðgengill skipulagsstjóra lagði fram minnisblað um stöðu mála vegna tiltektar lóðarhafa á lóðunum Sjafnarnesi 2 og Ægisnesi 5.
Lagt fram til kynningar.

15.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2015

Málsnúmer 2015010005Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 23. september 2015. Lögð var fram fundargerð 557. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 13 liðum.
Lagt fram til kynningar.

16.Hafnarstræti 104 - krafa um að brunastigi verði fjarlægður

Málsnúmer 2015060148Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. júní 2015 þar sem Edda Andradóttir f.h. Drífu ehf., kt. 480179-0159, eiganda Hafnarstrætis 106, óskar eftir að brunastigi á norðurhlið Hafnarstrætis 104 verði fjarlægður með vísun í ákvæði samþykkis eiganda Hafnarstrætis 106 frá 17. nóvember 2004. Meðfylgjandi eru myndir.
Skipulagsnefnd frestar erindinu og gefur eiganda 2.-4. hæðar Hafnarstrætis 104, H104 Fasteignafélagi ehf., 410908-1150, rétt til andmæla.

Ef eigandii vill nýta andmælarétt sinn skal andmælum skilað til skipulagsnefndar eigi síðar en 14 dögum eftir dagsetningu þessa bréf.

Fundi slitið - kl. 11:05.