Safnastefna Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2014110087

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 176. fundur - 13.11.2014

Verkefnisstjóri menningarmála á Akureyrarstofu, Kristín Sóley Björnsdóttir, hefur hafið undirbúning að gerð safnastefnu fyrir Akureyrarbæ. Hún fer fram á að vinnuferlið sé skýrt með því að svara grundvallarspurningum sem hún leggur fram.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að skipa ólaunaða nefnd til að ákvarða vinnuferli við gerð safnastefnu. Stjórn Akureyrarstofu tilnefnir Skúla Gautason framkvæmdastjóra Akureyrarstofu, Hildi Friðriksdóttur V-lista og Loga Má Einarsson S-lista í nefndina.

Stjórn Akureyrarstofu - 190. fundur - 11.06.2015

Greint frá stöðu mála í vinnslu safnastefnu Akureyrar.
Framkvæmdastjóra Akureyrarstofu falið að semja við nýja aðila um ódýrari og betri geymslu fyrir Náttúrugripasafnið.

Stjórn Akureyrarstofu - 262. fundur - 04.10.2018

Í starfsáætlun stjórnar Akureyrarstofu fyrir árið 2019 hefur verið samþykkt að hefja vinnu við gerð menningar- og safnastefnu. Lagt er til að myndaður verði undirbúningshópur sem hafi það verkefni að gera beinagrind að verklagi og setji fram hugmynd að efnisþáttum slíkrar stefnu.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að óska eftir því við Kristínu Sóleyju Björnsdóttur viðburðastjóra MAK og Harald Þór Egilsson safnstjóra Minjasafnins að þau taki sæti í undirbúningshópi fyrir verkefnið ásamt þeim Þórgný Dýrfjörð deildarstjóra Akureyrarstofu og Almari Alfreðssyni verkefnastjóra menningarmála. Tillaga skal lögð fyrir stjórn á öðrum fundi nóvembermánaðar.

Stjórn Akureyrarstofu - 266. fundur - 29.11.2018

Þórgnýr Dýrfjörð deildarstjóri Akureyrarstofu gerði grein fyrir vinnu undirbúningshóps við nýja safnastefnu. Hópurinn mun skila drögum að verkáætlun á næsta fundi stjórnar.

Stjórn Akureyrarstofu - 268. fundur - 18.12.2018

Þórgnýr Dýrfjörð deildarstjóri Akureyrarstofu lagði fram drög að ramma fyrir mótun safnastefnu.
Deildarstjóra Akureyrarstofu falið að vinna málið áfram og leggja fram verkáætlun vegna vinnu við gerð safnastefnu á seinni fundi stjórnar í janúarmánuði 2019.

Stjórn Akureyrarstofu - 270. fundur - 24.01.2019

Þórgnýr Dýrfjörð deildarstjóri Akureyrarstofu gerði grein fyrir vinnu við gerð safnastefnu.
Stjórn Akureyrarstofu leggur áherslu á að vinnu undirbúningshóps vegna safnastefnu verði lokið um miðjan febrúar.

Stjórn Akureyrarstofu - 272. fundur - 21.02.2019

Lögð fram tillaga undirbúningshóps að vinnuramma vegna mótunar nýrrar safnastefnu.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir framlagðan vinnuramma og tillögu að skipan verkefnastjórnar og felur deildarstjóra Akureyrarstofu að vinna málið áfram.

Stjórn Akureyrarstofu - 276. fundur - 16.04.2019

Stjórn Akureyrarstofu þarf að skipa tvo aðila í verkefnisstjórn um mótun safnastefnu.
Stjórn Akureyrarstofu tilnefnir Sigfús Karlsson og Finn Dúa Sigurðsson í verkefnastjórn um safnastefnu.

Stjórn Akureyrarstofu - 277. fundur - 02.05.2019

Lagt fram erindisbréf vegna verkefnastjórnar um gerð safnastefnu.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir erindisbréfið.

Stjórn Akureyrarstofu - 282. fundur - 15.08.2019

Þórgnýr Dýrfjörð deildarstjóri Akureyrarstofu gerði grein fyrir vinnu við safnastefnu.

Stjórn Akureyrarstofu - 287. fundur - 24.10.2019

Sigríður Örvarsdóttir verkefnastjóri safnastefnu kom á fundinn og gerði grein fyrir vinnu við safnastefnu.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar Sigríði fyrir góða kynningu.

Stjórn Akureyrarstofu - 291. fundur - 19.12.2019

Drög að safnastefnu lögð fram til kynningar.Stjórn Akureyrarstofu - 293. fundur - 23.01.2020

Drög að nýrri safnastefnu lögð fram til kynningar og umræðu.
Stjórn Akureyrarstofu felur deildarstjóra Akureyrarstofu að uppfæra drögin út frá þeim athugasemdum sem komu fram á fundinum.

Stjórn Akureyrarstofu - 294. fundur - 06.02.2020

Drög að nýrri safnastefnu lögð fram til kynningar og umræðu.

Sigríður Örvarsdóttir verkefnastjóri safnastefnu sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að hefja samtal við aðra stofnaðila Minjasafnsins um að kannaður verði fýsileiki þess að sameina sögu- og minjasöfn sem eru að verulegu eða öllu leyti fjármögnuð af Akureyrarbæ og/eða varðveita mikilvæga sögu bæjarins.

Karl Liljendal Hólmgeirsson vék af fundi kl. 16:30.
Anna María Hjálmarsdóttir vék af fundi kl. 16:40.

Stjórn Akureyrarstofu - 295. fundur - 20.02.2020

Rætt um drög að safnastefnu, einstök verkefni og kostnað við þau.

Stjórn Akureyrarstofu - 299. fundur - 28.05.2020

Lagt fram minnisblað deildarstjóra Akureyrarstofu um stöðu vinnu við gerð safnastefnu.
Stjórn Akureyrarstofu leggur áherslu á að vinna við gerð stefnunnar verði lokið samhliða vinnu fjárhagsáætlunar 2021.