Stjórn Akureyrarstofu

319. fundur 27. maí 2021 kl. 14:00 - 15:50 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Hilda Jana Gísladóttir formaður
  • Anna Fanney Stefánsdóttir
  • Sigfús Arnar Karlsson
  • Berglind Ósk Guðmundsdóttir
  • Finnur Sigurðsson
  • Karl Liljendal Hólmgeirsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
  • Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður akureyrarstofu
Fundargerð ritaði: Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri Samfélagssviðs
Dagskrá
Í upphafi fundar leitaði formaður afbrigða við útsenda dagskrá og óskaði eftir að taka mál nr. 2020110905 - Iðnaðarsafnið beiðni um fjárstuðning, inn á dagskrá fundarins. Var það samþykkt.

1.Skipan fulltrúa Akureyrarbæjar í stjórn MAk

Málsnúmer 2018100235Vakta málsnúmer

Samkvæmt erindisbréfi stjórnar Akureyrarstofu skal stjórnin skipa fulltrúa í stjórn MAk.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að skipa Evu Hrund Einarsdóttur sem fulltrúa í stjórn MAk.

2.Safnastefna Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2014110087Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar athugasemdir sem fram hafa komið við safnastefnu Akureyrarbæjar.
Forstöðumanni Akureyrarstofu er falið að vinna úr þeim athugasemdum sem bárust.

3.Samningur um samstarf ríkis og Akureyrarbæjar um menningarmál - endurnýjun 2021

Málsnúmer 2019120027Vakta málsnúmer

Samningur um samstarf ríkis og Akureyrarbæjar um menningarmál lagður fram til kynningar.
Svigrúm til verkefna menningarsamnings eykst um 25 m.kr. á milli ára.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að 2,3 m.kr. fari árlega til Listasafnsins til skráningar listaverka í gagnagrunn. Áætlað er að 22,7 m.kr. fari til annarra verkefna samningsins.


Jafnframt óskar stjórn Akureyrarstofu eftir því við bæjarráð að veittur verði viðauki við fjárhagsáætlun að upphæð 15 m.kr.

4.Sigurhæðir - leiga húsnæðis

Málsnúmer 2019090404Vakta málsnúmer

Lagður fram til samþykktar samningur við Flóru menningarhús ehf. um leigu á Sigurhæðum.


Stjórn Akureyrarstofu samþykkir samninginn.

5.Laxdalshús - útleiga

Málsnúmer 2015010247Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar þær umsóknir sem bárust um leigu á Laxdalshúsi.
Stjórn Akureyrarstofu felur Þórgný Dýrfjörð forstöðumanni Akureyrarstofu, Berglindi Ósk Guðmundsdóttur og Finni Dúa Sigurðssyni að fara yfir umsóknirnar og koma með tillögu á næsta fundi stjórnar.

6.Ein með öllu 2021 - samstarfssamningur

Málsnúmer 2021051203Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. maí 2021 frá Davíð Rúnari Gunnarssyni f.h. Viðburðastofu Norðurlands þar sem óskað er eftir stuðningi við hátíðina Ein með öllu 2021 og samstarfssamningi til næstu þriggja ára.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að ganga til samninga við Viðburðastofu Norðurlands um framkvæmd Einnar með öllu 2021.
Karl Liljendal Hólmgeirsson vék af fundi kl. 15:45

7.Fundargerðir safnráðs Listasafnsins á Akureyri

Málsnúmer 2002040036Vakta málsnúmer

Fundargerð safnráðs Listasafnsins nr. 27 lögð fram til kynningar.

8.Markaðsstofa Norðurlands - fundargerðir

Málsnúmer 2020040527Vakta málsnúmer

Fundargerðir MN frá 9. mars, 13. apríl og 4. maí 2021 lagðar fram til kynningar.

9.Iðnaðarsafnið á Akureyri - beiðni um fjárstuðning.

Málsnúmer 2020110905Vakta málsnúmer

Beiðni um fjárstuðning við rekstur Iðnaðarsafnsins á árinu 2021.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að óska eftir því við bæjarráð að veittur verði viðauki við fjárhagsáætlun 2021 að upphæð 2.000.000 kr.

Fundi slitið - kl. 15:50.