Stjórn Akureyrarstofu

277. fundur 02. maí 2019 kl. 14:00 - 16:50 Rósenborg - fundarsalur 3. hæð
Nefndarmenn
  • Hilda Jana Gísladóttir formaður
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Sigfús Arnar Karlsson
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Finnur Sigurðsson
  • Karl Liljendal Hólmgeirsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
  • Þórgnýr Dýrfjörð deildarstjóri akureyrarstofu
Fundargerð ritaði: Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri Samfélagssviðs
Dagskrá

1.Skylduskil Amtsbókasafnsins

Málsnúmer 2018090051Vakta málsnúmer

Hólmkell Hreinsson forstöðumaður Amtsbókasafnsins sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu telur það óásættanlegt að ekki séu komin svör sem áttu að berast um miðjan apríl frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu um það með hvaða hætti ríkið hyggst koma að kostnaði við skylduskil sem Amtsbókasafnið á Akureyri annast fyrir ríkið. Stjórn Akureyrarstofu leggur á það áherslu að fá fram skýr svör um það hvort ríkið ætli að greiða fyrir þjónustuna eða fella úr gildi kvaðir í lögum um skylduskil safna.

Ekki verður gert ráð fyrir fjármunum til að standa straum af varðveislu skylduskila i fjárhagsáætlun fyrir árið 2020.

Stjórn Akureyrastofu óskar eftir að bæjarstjóri leiti lausna í málinu.

2.Niðurstöður úr þjónustukönnun

Málsnúmer 2019040491Vakta málsnúmer

Hólmkell Hreinsson forstöðumaður Amtsbókasafnsins kynnti niðurstöður úr þjónustukönnun sem framkvæmd var af RHA.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar Hólmkeli fyrir kynninguna og lýsir yfir ánægju með niðurstöður könnunarinnar og hversu vel hún kemur út. Stjórn Akureyrarstofu hefur áhuga á því að kannað verði með hvaða hætti hægt sé að útvíkka starfsemi bókasafnsins m.t.t. aukinnar þjónustu fyrir bæjarbúa og óskar eftir að bæjarráð taki málið til umfjöllunar.
Eva Hrund Einarsdóttir mætti á fundinn kl. 14:40

3.Safnastefna Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2014110087Vakta málsnúmer

Lagt fram erindisbréf vegna verkefnastjórnar um gerð safnastefnu.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir erindisbréfið.

4.Reglur um samskipti við fjölmiðla

Málsnúmer 2019040489Vakta málsnúmer

Ein af aðgerðum upplýsingastefnu Akureyrarbæjar er að samþykkja leiðbeiningar um samskipti við fjölmiðla.

Drög að leiðbeiningum lagðar fram til kynningar.

5.Smáforrit fyrir þjónustu- og upplýsingagjöf

Málsnúmer 2019040495Vakta málsnúmer

Ein af aðgerðum upplýsingastefnu Akureyrarbæjar er að taka ákvörðun um smáforrit fyrir þjónustu- og upplýsingagjöf sveitarfélagsins.

Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu felur starfsmönnum áframhaldandi vinnu við greiningu á smáforriti.

6.Samfélagsmiðla- og vefstefna

Málsnúmer 2019040494Vakta málsnúmer

Í aðgerðaráætlun upplýsingastefnu Akureyrarbæjar skulu vefstefna og samfélagsmiðlastefna vera tilbúnar fyrir 1. maí 2019. Tillaga starfsmanna er að gerð verði ein samfélagsmiðla- og vefstefna og drög að henni verða lögð fram til kynningar.

Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu leggur til að unnin verði handbók í tengslum við upplýsingastefnu Akureyrarbæjar sem tekur á verklagi við miðlun upplýsinga í gegnum vefsíður og samfélagsmiðla. Í framhaldi af þeirri vinnu verði skoðað hvort ástæða sé til að hafa sérstaka vef- og samfélagsmiðlastefnu.

Fundi slitið - kl. 16:50.