Stjórn Akureyrarstofu

176. fundur 13. nóvember 2014 kl. 17:00 - 18:00 Fundarherbergi Akureyrarstofu í menningarhúsinu Hofi
Nefndarmenn
  • Logi Már Einarsson formaður
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Elvar Smári Sævarsson
  • Hildur Friðriksdóttir
  • Hanna Dögg Maronsdóttir
  • Skúli Gautason fundarritari
Fundargerð ritaði: Skúli Gautason framkvæmdastjóri
Dagskrá
Hanna Dögg Maronsdóttir D-lista sat fundinn í forföllum Evu Hrundar Einarsdóttur.

Eva Dögg Fjölnisdóttir áheyrnarfulltrúi Æ-lista mætti ekki á fundinn og boðaði ekki forföll. Varamaður mætti ekki í hennar stað.

1.Bókasafnið í Hrísey

Málsnúmer 2014110082Vakta málsnúmer

Bókasafnið í Hrísey hefur ekki verið opið í nokkra mánuði og því hefur lítið verið sinnt. Það hefur þó húsnæði í Grunnskólanum í Hrísey.
Að höfðu samráði við skólastjóra, formann hverfisráðs Hríseyjar og amtsbókavörð er lagt til að bókasafnið í Hrísey verði fært undir Amtsbókasafnið og unnið verði að því að koma bókasafninu í Hrísey inn í Gegni.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að færa bókasafnið í Hrísey undir Amtsbókasafnið.  Framkvæmdastjóra Akureyrarstofu og amtsbókaverði falið að sjá um framkvæmd málsins.

2.Minjasafnið á Akureyri - skipun fulltrúa í stjórn

Málsnúmer 2014090276Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu skal skipa 3 aðalmenn í stjórn Minjasafnsins á Akureyri og 3 varamenn.

Stjórn Akureyrarstofu tilnefnir Andreu Sigrúnu Hjálmsdóttur, Dagbjörtu Brynju Harðardóttur og Eirík Jónsson sem aðalmenn og Önnu Hildi Guðmundsdóttur, Guðbjörgu Ringsted og Tryggva Má Ingvarsson sem varamenn. 

3.Leik-mynd ehf - beiðni um endurnýjun á rekstrarsamningi 2015

Málsnúmer 2014110086Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. október 2014 frá Guðbjörgu Ringsted f.h. Leik-myndar ehf um endurnýjun á rekstrarsamningi um leikfangasýningu í Friðbjarnarhúsi.
Akureyrarbær hefur styrkt sýninguna með því að greiða húsaleigu, rafmagn, hita og símakostnað í Friðbjarnarhúsi. Samningur þar að lútandi rennur út í lok árs 2014.
Í þessu erindi frá Leik-mynd ehf er farið fram á að rekstrarsamningurinn verði framlengdur.

Afgreiðslu málsins frestað.

4.Flugsafn Íslands - styrkbeiðni 2014

Málsnúmer 2014110084Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. maí 2014 frá Flugsafni Íslands þar sem farið er fram á að gerður verði nýr þriggja ára rekstrarsamningur við safnið árin 2014-2016. Farið er fram á 600.000 kr. árlegan styrk.

Afgreiðslu málsins frestað.

5.Gásakaupstaður ses - ósk um endurnýjun á styrktarsamningi

Málsnúmer 2012080069Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. október 2014 frá Haraldi Þór Egilssyni f.h. Gásakaupstaðar um þriggja ára rekstrarsamning við Gásakaupstað með árlegu 500.000 kr. framlagi.

Afgreiðslu málsins frestað.

6.Iðnaðarsafnið - styrkbeiðni 2014

Málsnúmer 2014100045Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. maí 2014 frá Þorsteini E. Arnórssyni f.h. Iðnaðarsafnsins um endurnýjun á rekstrarsamningi milli Akureyrarbæjar og Iðnaðarsafnsins á Akureyri sem rann út um síðustu áramót.

Afgreiðslu málsins frestað.

7.Safnastefna Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2014110087Vakta málsnúmer

Verkefnisstjóri menningarmála á Akureyrarstofu, Kristín Sóley Björnsdóttir, hefur hafið undirbúning að gerð safnastefnu fyrir Akureyrarbæ. Hún fer fram á að vinnuferlið sé skýrt með því að svara grundvallarspurningum sem hún leggur fram.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að skipa ólaunaða nefnd til að ákvarða vinnuferli við gerð safnastefnu. Stjórn Akureyrarstofu tilnefnir Skúla Gautason framkvæmdastjóra Akureyrarstofu, Hildi Friðriksdóttur V-lista og Loga Má Einarsson S-lista í nefndina.

Fundi slitið - kl. 18:00.