Stjórn Akureyrarstofu

262. fundur 04. október 2018 kl. 14:00 - 16:45 Rósenborg - fundarsalur 3. hæð
Nefndarmenn
  • Hilda Jana Gísladóttir formaður
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Sigfús Arnar Karlsson
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Finnur Sigurðsson
  • Karl Liljendal Hólmgeirsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórgnýr Dýrfjörð deildarstjóri akureyrarstofu
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri Samfélagssviðs
Dagskrá

1.Markaðsstofa Norðurlands - beiðni um endurnýjun samnings til ársloka 2021

Málsnúmer 2018090388Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. september 2018 frá Arnheiði Jóhannsdóttur framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands þar sem þess er farið á leit að samningur Akureyrarbæjar og MN sem rennur út um nk. áramót verði endurnýjaður til þriggja ára eða til ársloka 2021.

Arnheiður Jóhannsdóttir og Björn H. Reynisson verkefnastjóri áfangastaðaáætlunar mættu á fundinn og fóru yfir starfsemi markaðsstofunnar.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar fyrir góða kynningu og felur starfsmönnum að leggja fram drög að endurnýjuðum samningi á næsta fundi.

2.Listasafnið á Akureyri

Málsnúmer 2015060091Vakta málsnúmer

Hlynur Hallsson safnstjóri Listasafnsins mætti á fundinn og gerði grein fyrir rekstri safnsins.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar fyrir veittar upplýsingar, óskar jafnframt eftir að fá mánaðarlegar stöðuskýrslur um aðsókn og rekstraryfirlit á fyrsta rekstrarári eftir endurbætur. Jafnframt lýsir stjórnin yfir ánægju með góða aðsókn að Listasafninu á fyrsta mánuði eftir opnun á nýju og endurbættu safni.

3.Safnastefna Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2014110087Vakta málsnúmer

Í starfsáætlun stjórnar Akureyrarstofu fyrir árið 2019 hefur verið samþykkt að hefja vinnu við gerð menningar- og safnastefnu. Lagt er til að myndaður verði undirbúningshópur sem hafi það verkefni að gera beinagrind að verklagi og setji fram hugmynd að efnisþáttum slíkrar stefnu.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að óska eftir því við Kristínu Sóleyju Björnsdóttur viðburðastjóra MAK og Harald Þór Egilsson safnstjóra Minjasafnins að þau taki sæti í undirbúningshópi fyrir verkefnið ásamt þeim Þórgný Dýrfjörð deildarstjóra Akureyrarstofu og Almari Alfreðssyni verkefnastjóra menningarmála. Tillaga skal lögð fyrir stjórn á öðrum fundi nóvembermánaðar.

4.FabLab Akureyri

Málsnúmer 2014090260Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. september 2018 frá Sigríði Huld Jónsdóttur formanni stjórnar FabEY þar sem óskað er eftir áframhaldandi stuðningi Akureyrarbæjar við FabLab smiðju sem staðsett er í húsnæði VMA. Samningur um verkefnið rennur út um nk. áramót og er óskað eftir endurnýjun á samningi fyrir næstu þrjú ár.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar erindið og þiggur boð um kynningu á starfseminni áður en ákvörðun er tekin.

Fundi slitið - kl. 16:45.