Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Örn Ingi Gíslason. Mynd: Ragnar Th.

Örn Ingi heiðraður

Stjórn Akureyrarstofu hefur ákveðið að veita Erni Inga Gíslasyni fjöllistamanni heiðursviðurkenningu Menningarsjóðs Akureyrar. Afhendingin fer fram í Ketilhúsinu á morgun, laugardaginn 2. september, kl. 14 og er fyrsti viðburður dagsins á gjörningahátíðinni A!
Lesa fréttina Örn Ingi heiðraður
Háskóli allra landsmanna

Háskóli allra landsmanna

Háskólinn á Akureyri fagnar 30 ára afmæli um helgina. Skólinn hóf starfsemi 5. september 1987 með kennslu á tveimur námsbrautum, hjúkrunarfræði og iðnrekstrarfræði. Skráðir nemendur hafa aldrei verið fleiri en á þessu haustmisseri eða tæplega 2.100.
Lesa fréttina Háskóli allra landsmanna
Gjörningahátíðin að hefjast

Gjörningahátíðin að hefjast

A! Gjörningahátíð er fjögurra daga hátíð sem hefst á morgun, fimmtudaginn 31. ágúst, og lýkur sunnudaginn 3. september. Að hátíðinni standa Listasafnið á Akureyri, LÓKAL alþjóðleg leiklistarhátíð, Reykjavík Dance Festival, Menningarfélag Akureyrar, Leikfélag Akureyrar og Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar. A! er hátíð þar sem myndlistar- og sviðslistafólk fremur gjörninga og setur upp gjörningatengd verk.
Lesa fréttina Gjörningahátíðin að hefjast
Útsýni til austurs úr Rósenborg á fyrsta starfsdegi Akureyrarstofu í húsinu.

Akureyrarstofa flutti á afmælisdaginn

Akureyrarstofa, heimahöfn menningar-, markaðs-, kynningar- og ferðamála hjá Akureyrarbæ, flutti sig um set í gær, sama dag og Akureyrarkaupstaður fagnaði 155 ára afmæli sínu. Höfuðstöðvar Akureyrarstofu eru nú á 2. hæð í húsinu Rósenborg sem áður hét Barnaskóli Akureyrar. Akureyrarstofa var í Menningarhúsinu Hofi en rýmið sem stofan hafði þar verður framvegis nýtt af tónlistarskólanum og Menningarfélagi Akureyrar (MAk).
Lesa fréttina Akureyrarstofa flutti á afmælisdaginn
Umhverfisátak í Kjarnaskógi og á Hömrum

Umhverfisátak í Kjarnaskógi og á Hömrum

Undanfarin þrjú ár hefur Akureyrarbær, í góðu samstarfi við Skógræktarfélag Eyfirðinga, staðið fyrir miklum framkvæmdum í Kjarnaskógi sem miða allar að því að auka aðgengi og bæta afþreyingamöguleika bæjarbúa og gesta. Kjarnaskógur er í dag orðin eitt allra besta útivistarsvæði landsins þar sem allir ættu að finna sér eitthvað við hæfi til útivistar- og afþreyingar.
Lesa fréttina Umhverfisátak í Kjarnaskógi og á Hömrum
Mynd: Þórgnýr Dýrfjörð.

Samherjasjóðurinn gaf skíðalyftu

Nýju skipi Samherja, Kaldbaki EA 1, var formlega gefið nafn á laugardaginn og við það tilefni var tilkynnt að Samherjasjóðurinn gæfi "Vinum Hlíðarfjalls" nýja skíðalyftu sem verður reist í Hlíðarfjalli.
Lesa fréttina Samherjasjóðurinn gaf skíðalyftu
Föngulegur hópur í Hofi í gær.

Fræðsluráð veitir viðurkenningar

Miðvikudaginn 23. ágúst fór fram afhending viðurkenninga fræðsluráðs Akureyrarbæjar til nemenda og kennara leik- og grunnskóla bæjarins sem þóttu hafa skarað fram úr eða sýnt góðar framfarir við nám og störf á síðasta skólaári. Alls fengu 11 nemendur grunnskóla viðurkenningar og 6 starfsmenn leik-og grunnskóla.
Lesa fréttina Fræðsluráð veitir viðurkenningar
Kæra foldin kennd við snjó

Kæra foldin kennd við snjó

Þjóðræknisfélag Íslendinga, í samvinnu við Amtsbókasafnið á Akureyri og Háskólann á Akureyri, býður til málþings um Akureyringinn Káin, Kristján Níels Júlíus Jónsson, í hátíðarsal Háskólans á Akureyri, laugardaginn 26. ágúst 2017.
Lesa fréttina Kæra foldin kennd við snjó
Sjáumst á Akureyrarvöku!

Sjáumst á Akureyrarvöku!

Akureyrarvaka, afmælishátíð Akureyrarbæjar fer fram 25.-26. ágúst og er veisluboðið fjölbreytt, skemmtilegt og fræðandi. Stórtónleikar í Listagilinu, Hryllingsvakan í Íþróttahöllinni, Vísindasetur í Hofi, Fjölskyldudagur Myndlistarfélagsins í Rósenborg, gamanóperan Piparjúnkan og þjófurinn, sýningin Fólkið í bænum sem ég bý í, listaverkaeign Landsbankans skoðuð með leiðsögn, #fljúgandi, rökkurró í Lystigarðinum fl. sem prýðir góða afmælisveislu.
Lesa fréttina Sjáumst á Akureyrarvöku!
Tillaga

Síðuskóli – Tillaga að deiliskipulagsbreytingu

Bæjarráð Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagsbreytingu fyrir Síðuskóla.
Lesa fréttina Síðuskóli – Tillaga að deiliskipulagsbreytingu
Skógardagur Norðurlands á laugardag

Skógardagur Norðurlands á laugardag

Skógardagur Norðurlands verður haldinn á laugardag frá kl. 13-16 í Kjarnaskógi. Aðalatriðið á þessum degi er að nýja útivistar- og grillsvæðið á og við Birkivöll verður formlega tekið í notkun. Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri ávarpar afmælisbarnið og skrifað verður undir samning um nýjan Yndisgarð sem meiningin er að koma upp í skóginum með úrvali skrautrunnategunda.
Lesa fréttina Skógardagur Norðurlands á laugardag