Kæra foldin kennd við snjó

Þjóðræknisfélag Íslendinga, í samvinnu við Amtsbókasafnið á Akureyri og Háskólann á Akureyri, býður til málþings um Akureyringinn Káin, Kristján Níels Júlíus Jónsson, í hátíðarsal Háskólans á Akureyri, laugardaginn 26. ágúst 2017.

Af óhjákvæmilegum ástæðum flyst afhendingarathöfn sem vera átti í Fjörunni innst í Aðalstræti um kl. 17.15, upp í Háskólann á Akureyri og fer hún fram strax að loknu málþinginu. Þar mun bæjarstjórinn á Akureyri veita viðtöku minnisvarða um Káinn sem er gjöf frá Icelandic Roots, The Icelandic Communities Association of NE North-Dakota og frá velunnurum Káins.

Dagskrá málþingsins er þessi:

10.00-12.30 Káinn og vesturferðirnar

Fundarstjóri: Kristinn Már Torfason.

Gestgjafi: Sigrún Stefánsdóttir, formaður afmælisnefndar Háskólans á Akureyri.

Ávarp: Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri Akureyrar.

Setning: Hjálmar W. Hannesson, formaður Þjóðræknisfélags Íslendinga.

Mæðginin Eleanor Geir Biliske og Ed Biliske. Elearnor er hugsanlega eini núlifandi einstaklingurinn sem þekkti Káin: KN Julius The Poet with calloused hands - Life on the Geir Farm.

Tónlist: Vandræðaskáldin, Sesselía Ólafsdóttir og Vilhjálmur Bergmann.

Jón Hjaltason sagnfræðingur: Af hverju landflótti til Vesturheims?

Jónas Þór sagnfræðingur: Norðuramerískt samfélag – íslensk aðlögun.

Viðar Hreinsson bókmenntafræðingur: Pegasus í fjósinu og kýrrassatrú.

Var Káinn skáld eða hagyrðingur?

12.30-13.15 Matarhlé

Hægt verður að kaupa veitingar frá Norðurlyst.

13.15-15.00 Ljóð Káins

Fundarstjóri: Hólmkell Hreinsson.

Böðvar Guðmundsson rithöfundur: Minn Káinn.

Hulda Karen Daníelsdóttir, sérfræðingur hjá Menntamálastofnun: K. N. í Lögbergi Heimskringlu á árunum 1990-1992.

Helgi Freyr Hafþórsson, verkefnastjóri við HA: Frá K til N: Frá Káin til nútímans.

Tónlist: Baggalútur.

15-15.20 Kaffiveitingar

15.20-16.40 Káinn í samtímanum

Fundarstjóri: Kristín Margrét Jóhannsdóttir.

Egill Helgason dagskrárgerðarmaður: Káinn settur í sjónvarp.

Sunna Pam Furstenau, forseti Icelandic Roots og forseti Þjóðræknisfélags Íslendinga í Norður-Ameríku: Káinn's Thingvalla - Connections, Celebrations, and Community.

Bragi Valdimar Skúlason: Stína og Stjáni.

Tónlist: Baggalútur

16.40 Slit

Kristín Margrét Jóhannsdóttir.

Mér er eins og öðrum fleiri,
ættjörð týnd og gleymd,
samt er gamla Akureyri,
enn í huga geymd.

-Káinn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan