Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Tveir nemendur í Grímseyjarskóla við vegginn góða.

Íslenskt í grunnskólum bæjarins

Krakkar í grunnskólum Akureyrarbæjar héldu dag íslenskrar tungu hátíðlegan í gær, heiðruðu minningu þjóðskáldsins Jónasar Hallgrímssonar og fundu upp á ýmsu sem gæti orðið til að auðga og efla íslenskuna.
Lesa fréttina Íslenskt í grunnskólum bæjarins
Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.

Fundur bæjarstjórnar 21. nóvember

Fundur verður í bæjarstjórn Akureyrar þriðjudaginn 21. nóvember og eru sex mál á dagskrá. Fundurinn er haldinn í bæjarstjórnarsalnum í Geislagötu 9, 4. hæð og hefst kl. 17. Sjónvarpað er frá fundin daginn eftir, miðvikudag, kl. 14 á sjónvarpsstöðinni N4. Bein útsending er frá fundum bæjarstjórnar á heimasíðu Akureyrarbæjar og þar er einnig hægt að nálgast upptökur frá þeim.
Lesa fréttina Fundur bæjarstjórnar 21. nóvember
Hesjuvellir - Kynning á deiliskipulagi

Hesjuvellir - Kynning á deiliskipulagi

Kynning á deiliskipulagi Hesjuvalla, sem liggur neðan Lögmannshlíðarvegar,
Lesa fréttina Hesjuvellir - Kynning á deiliskipulagi
Jónas Hallgrímsson.

Jónas Hallgrímsson hylltur í Hofi

Jónasarsetur, Menningarfélagið Hraun í Öxnadal, býður til afmælisdagskrár Jónasar Hallgrímssonar þjóðskálds, náttúrufræðings og nýyrðasmiðs undir heitinu "Á íslensku má alltaf finna svar" laugardaginn 18. nóvember kl. 14 í Hamraborg í Hofi í samvinnu við Menningarfélag Akureyrar.
Lesa fréttina Jónas Hallgrímsson hylltur í Hofi
Nokkrar myndir frá þemadögunum.

Litríkir þemadagar í Oddeyrarskóla

Á nýafstöðnum þemadögum í Oddeyrarskóla hafa nemendur unnið ýmis verkefni sem tengjast 60 ára afmælishátíð skólans sem verður þann 7. desember nk.
Lesa fréttina Litríkir þemadagar í Oddeyrarskóla
Nonni í Japan.

Spjallað um Nonna 160 ára

Jón Sveinsson, sem síðar varð þekktur sem rithöfundurinn Nonni, fæddist á Akureyri 16. nóvember 1857 eða fyrir réttum 160 árum. Af því tilefni ætlar Haraldur Þór Egilsson safnstjóri Minjasafnsins að spjalla við gesti um Nonna og fjölskyldu hans í kvöld frá kl. 19-22 í Nonnahúsi en lífshlaup þessa fólks var á köflum ævintýralegt. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Lesa fréttina Spjallað um Nonna 160 ára
Mynd: Gunnar Björn Gunnarsson.

Hjörtu gegn einelti

Árlegur baráttudagur gegn einelti var á miðvikudag í síðustu viku og nemendur og starfsmenn Síðuskóla létu ekki sitt eftir liggja. Allir fóru saman út á lóð og mynduðu tvö hjörtu með því að haldast í hendur. Stærra hjartað var myndað af nemendum en starfsfólk myndaði annað hjarta innan í því stóra.
Lesa fréttina Hjörtu gegn einelti
Viðtalstímar bæjarfulltrúa

Viðtalstímar bæjarfulltrúa

Viðtalstímar bæjarfulltrúa Akureyrarbæjar eru haldnir tvisvar í mánuði á fimmtudögum frá kl. 17-19 á tímabilinu október til maí. Í viðtalstímum gefst bæjarbúum kostur á að hitta fulltrúa í bæjarstjórn og ræða þau málefni sem hæst ber hverju sinni. Viðtalstímarnir eru í Ráðhúsinu, Geislagötu 9, 1. hæð. Fimmtudaginn 16. nóvember verða bæjarfulltrúarnir Silja Dögg Baldursdóttir og Sóley Björk Stefánsdóttir í Ráðhúsinu til skrafs og ráðagerða.
Lesa fréttina Viðtalstímar bæjarfulltrúa
Frá undirritun samningsins í Sundlaug Akureyrar í morgun.

Íþróttabandalag Akureyrar eflt til mikilla muna

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri og Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður Íþróttabandalags Akureyrar (ÍBA) undirrituðu í dag nýjan samstarfssamning um samskipti Akureyrarbæjar við íþróttafélögin í bænum, styrkveitingar, rekstur og önnur sameiginleg hagsmunamál. Markmið samningsins er að efla íþróttastarf á Akureyri og tryggja að það verði blómlegt og kraftmikið öllum bæjarbúum til heilla. Í því felst að skapa sem bestar aðstæður til að reka starfsemi sem tryggir bæjarbúum öflugt íþróttastarf, einkum í barna- og unglingastarfi.
Lesa fréttina Íþróttabandalag Akureyrar eflt til mikilla muna