Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Eyfirsk skjöl birtast á nýjum vef

Eyfirsk skjöl birtast á nýjum vef

Snemma árs 2016 hlaut Héraðsskjalasafnið á Akureyri styrk frá Þjóðskjalasafni Íslands til að ljósmynda elstu gjörðabækur sveitarfélaga á starfssvæði sínu. Að þeirri vinnu lokinni hlaut safnið aftur samskonar styrk á vordögum 2017 til að vinna myndirnar og skrá þær fyrir birtingu á vef. Þar að auki hlaut safnið ásamt Héraðsskjalasafninu Þingeyinga og Héraðsskjalasafni Árnesinga styrk til að miðlunar og þróunar á vefviðmóti fyrir skjalavefinn.
Lesa fréttina Eyfirsk skjöl birtast á nýjum vef
Merkingar frá átakinu eru komnar á strætisvagna bæjarins.

5 á dag

Forvarna- og félagsmálafulltrúar Akureyrarbæjar hafa undanfarið unnið að nýju lýðheilsuverkefni sem er meðal annars kynnt með auglýsingum á strætisvögnum bæjarins. Verkefnið kallast "5 á dag". Það snýst um að kynna fyrir almenningi 5 einföld skref til að fylgja á hverjum degi og þannig stuðla að betri líðan. Markmiðið er að hvetja alla til að taka ábyrgð á og stuðla að eigin geðheilsu. Undanfarin misseri hefur talsvert verið rætt um að geðheilsa, sérstaklega á meðal barna og ungmenna, fari versnandi og að skortur sé á úrræðum í þeim málaflokki. 5 á dag er átak sem allir geta tileinkað sér í heilsueflandi samfélagi.
Lesa fréttina 5 á dag
Tillaga að nýju aðalskipulagi

Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 – Tillaga að nýju aðalskipulagi

Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 – Tillaga að nýju aðalskipulagi Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar samþykkti þann 5. september 2017 að auglýsa tillögu að Aðalskipulagi Akureyrar 2018 – 2030. Nýtt aðalskipulag tekur til tímabilsins 2018-2030 og er endurskoðun á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018, Aðalskipulagi Grímseyjar 1996-2016 og Aðalskipulagi Hríseyjar 1988-2008. Megin breytingar frá gildandi aðalskipulagi felast í: • Þróun byggðar. Áhersla er lögð á þéttingu byggðar og hægt er á útbreiðslu íbúðasvæða til suðurs. • Nýtt svæði fyrir grafreiti er skilgreint í Naustaborgum. • Tekið er á landnotkunarstefnu Hríseyjar og Grímseyjar.
Lesa fréttina Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 – Tillaga að nýju aðalskipulagi
Jólamarkaðurinn í Skógarlund

Jólamarkaðurinn í Skógarlund

Árlegur jólamarkaður miðstöðvar virkni og hæfingar við Skógarlund verður haldinn laugardaginn 2. desember frá kl. 11-16.00.
Lesa fréttina Jólamarkaðurinn í Skógarlund
Sumar í Krossanesborgum. Mynd: María Helena Tryggvadóttir.

Unnið að barnvænna sveitarfélagi

Hafin er vinna við innleiðingu barnasáttmála UNICEF á Akureyri, fyrsta sveitarfélaginu á Íslandi, og er stefnt að því að gera bæinn að ennþá barnvænna samfélagi en nú er. Föstudaginn 1. desember verður haldið stórþing ungmenna á Akureyri í Hofi.
Lesa fréttina Unnið að barnvænna sveitarfélagi
Kynning á fjárhagsáætlun

Kynning á fjárhagsáætlun

Kynningarfundur um fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2018 verður haldinn miðvikudaginn 29. nóvember kl. 16.30 í Lionssalnum á 4. hæð í Skipagötu 14. Formaður bæjarráðs kynnir áætlunina og því loknu verða umræður og leitast við að svara spurningum fundarmanna.
Lesa fréttina Kynning á fjárhagsáætlun
Frá vinstri: Björn Traustason, Elín Björg Jónsdóttir, Eiríkur Björn Björgvinsson og Gylfi Arnbjörnss…

Bjarg íbúðafélag byggir 75 nýjar íbúðir á Akureyri

Í dag var undirrituð viljayfirlýsing um samstarf Akureyrarbæjar og Bjargs íbúðafélags sem felur í sér að bærinn veiti 12% stofnframlag til byggingar 75 nýrra íbúða á vegum félagsins á Akureyri á næstu þremur árum. Þetta er gert í ljósi þeirra brýnu verkefna sem blasa við í húsnæðismálum og hefur Akureyrarbær nú þegar gefið vilyrði um úthlutun á lóð að Guðmannshaga 2 í Hagahverfi fyrir a.m.k. 18 íbúðir og fram til ársins 2020 verður úthlutað lóðum fyrir samtals 75 leiguíbúðir.
Lesa fréttina Bjarg íbúðafélag byggir 75 nýjar íbúðir á Akureyri
Ingibjörg og Preben í viðtalstíma

Ingibjörg og Preben í viðtalstíma

Viðtalstímar bæjarfulltrúa Akureyrarbæjar eru haldnir tvisvar í mánuði á fimmtudögum frá kl. 17-19 á tímabilinu október til maí. Í viðtalstímum gefst bæjarbúum kostur á að hitta fulltrúa í bæjarstjórn og ræða þau málefni sem hæst ber hverju sinni. Viðtalstímarnir eru í Ráðhúsinu, Geislagötu 9, 1. hæð. Fimmtudaginn 30. nóvember verða bæjarfulltrúarnir Ingibjörg Ólöf Isaksen og Preben Jón Pétursson í Ráðhúsinu til skrafs og ráðagerða.
Lesa fréttina Ingibjörg og Preben í viðtalstíma
Heimilisfriður - heimsfriður

Heimilisfriður - heimsfriður

16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi felst í að draga ofbeldið fram í dagsljósið sem mannréttindabrot. Upphafsdagur átaksins 25. nóvember er alþjóðlegur baráttudagur gegn ofbeldi gegn konum. Lokadagur átaksins 10. desember er alþjóðlegi mannréttindadagurinn. Dagsetningarnar tengja saman á táknrænan hátt kynbundið ofbeldi og mannréttindi.
Lesa fréttina Heimilisfriður - heimsfriður
Mynd úr safni.

Varhugaverðir brunnar í götum

Ökumenn á Akureyri eru hvattir til að aka varlega um götur bæjarins því nú hafa sums staðar myndast djúpar holur við brunna á akstursleiðum sem geta stórskaðað bifreiðar. Hitinn af brunnunum bræðir af sér snjóinn og myndast þannig djúpar holur sem erfitt getur verið að koma auga á.
Lesa fréttina Varhugaverðir brunnar í götum
Allt skólahald fellur niður

Allt skólahald fellur niður

Mikið hvassviðri og ofankoma er nú á Akureyri. Í samráði við lögreglu hefur verið ákveðið að allt skólahald í leik- og grunnskólum bæjarins falli niður í dag, föstudaginn 24. nóvember.
Lesa fréttina Allt skólahald fellur niður