Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Fleiri bílastæði í miðbænum

Fleiri bílastæði í miðbænum

Húsið að Gránufélagsgötu 7 var rifið nýverið með það fyrir augum að fjölga bílastæðum á miðbæjarsvæðinu. Í miðbæjarskipulagi frá árinu 1981 var þá þegar gert ráð fyrir að húsið viki fyrir bílastæðum og svo er einnig í miðbæjarskipulaginu frá 2014 sem sjá má í viðhengi með fréttinni.
Lesa fréttina Fleiri bílastæði í miðbænum
Frá Hofsósi. Mynd: Guðrún Brynleifsdóttir.

Nýr ferðamannavegur kynntur

Á morgun, miðvikudaginn 1. febrúar, er boðað til opins kynningarfundar um nýjan ferðamannaveg um Norðurland sem markaðssetja á fyrir erlenda ferðamenn og vekja þannig athygli á merkum stöðum nærri strandlengjunni frá Sauðárkróki til Vopnafjarðar. Fundurinn verður haldinn í Ráðhúsinu á Akureyri, bæjarstjórnarsalnum á 4. hæð, frá kl. 15-16.
Lesa fréttina Nýr ferðamannavegur kynntur

Gildistaka deiliskipulagsbreytingar, Kjarnalundur

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 6. desember 2016 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Kjarnalund.
Lesa fréttina Gildistaka deiliskipulagsbreytingar, Kjarnalundur
Allir lesa hefst í dag

Allir lesa hefst í dag

Í dag er blásið til leiks í hinum stórskemmtilega og æsispennandi lestrarlandsleik Allir lesa! Mörg sveitarfélög hvetja bæjarbúa til að mynda lið og skrá lestur í von um að í bænum leynist sigurliðið, og þar með öflugustu lestrarhestar landsins!
Lesa fréttina Allir lesa hefst í dag
Sigrún Stefánsdóttir og Eiríkur Björn Björgvinsson við undirritun samningsins.

Akureyrarbær styrkir Vísindaskólann

Akureyrarbær og Háskólinn á Akureyri hafa skrifað undir samning um styrk til Vísindaskóla unga fólksins. Þetta er í þriðja skipti sem Akureyrarbær styrkir verkefnið. Markmið bæjarins með styrkveitingunni er að styðja við fjölbreytni í tómstundatilboðum til barna og gefa börnum á Akureyri tækifæri til þess að kynnast heimi vísinda og fræða.
Lesa fréttina Akureyrarbær styrkir Vísindaskólann
Þorsteinn Víglundsson og Eiríkur Björn Björgvinsson.

Samningar um móttöku flóttafólks

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, undirritaði í gær samninga við Dag B. Eggertsson borgarstjóra í Reykjavík og Eirík Björn Björgvinsson, bæjarstjóra á Akureyri, um mótttöku sex sýrlenskra flóttafjölskyldna sem væntanlegar eru til landsins eftir helgi. Fimm þeirra setjast að í Reykjavík og ein á Akureyri.
Lesa fréttina Samningar um móttöku flóttafólks
Franska kvikmyndahátíðin á Akureyri 28. janúar - 3. febrúar

Franska kvikmyndahátíðin á Akureyri 28. janúar - 3. febrúar

Franska sendiráðið og Alliance française í Reykjavík, í samstarfi við Háskólabíó, Institut français, kanadíska sendiráðið og Borgarbíó, kynna Frönsku kvikmyndahátíðina sem fram fer dagana 28. janúar - 3. febrúar á Akureyri.
Lesa fréttina Franska kvikmyndahátíðin á Akureyri 28. janúar - 3. febrúar
Akureyringurinn ungi með foreldrum sínum og gestum

Akureyringar eru 18.500

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri og Matthías Rögnvaldsson forseti bæjarstjórnar heimsóttu í dag fjölskyldu á Sólvöllum á Akureyri til að heiðra þann íbúa bæjarins sem telst vera númer 18.500 í röðinni. Hann er lítill drengur sem kom í heiminn 4. janúar síðastliðinn.
Lesa fréttina Akureyringar eru 18.500
Kemstu til Reykjavíkur á rafbílnum þínum?

Kemstu til Reykjavíkur á rafbílnum þínum?

Kemstu til Reykjavíkur á rafbílnum þínum? Eyþing og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra boða til opins fundar um uppbyggingu innviða fyrir rafbíla á Norðurlandi. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 25. janúar kl. 17-19 í Hömrum í Hofi á Akureyri.
Lesa fréttina Kemstu til Reykjavíkur á rafbílnum þínum?
Frá Haustsýningunni 2015.

Sumarsýning Listasafnsins

Listasafnið á Akureyri efnir til sýningar á verkum eftir norðlenska myndlistarmenn, 10. júní - 27. ágúst 2017. Dómnefnd velur úr innsendum verkum listamanna sem búa og/eða starfa á Norðurlandi eða hafa tengingu við svæðið. Umsóknarfrestur er til og með 1. mars næstkomandi.
Lesa fréttina Sumarsýning Listasafnsins
Frá samkomunni á miðvikudaginn.

Ár frá komu Sýrlendinganna

Síðasta miðvikudag var því fagnað að ár er liðið frá komu sýrlensku fjölskyldnanna til Akureyrar. Hingað komu fjórar fjölskyldur, 23 einstaklingar, frá Líbanón þar sem þær höfðu verið eftir flótta frá Sýrlandi. Óhætt er að segja að þeim hafi gengið vel að feta sig í nýjum heimkynnum.
Lesa fréttina Ár frá komu Sýrlendinganna