Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Fleiri bílastæði í miðbænum

Fleiri bílastæði í miðbænum

Húsið að Gránufélagsgötu 7 var rifið nýverið með það fyrir augum að fjölga bílastæðum á miðbæjarsvæðinu. Í miðbæjarskipulagi frá árinu 1981 var þá þegar gert ráð fyrir að húsið viki fyrir bílastæðum og svo er einnig í miðbæjarskipulaginu frá 2014 sem sjá má í viðhengi með fréttinni.
Lesa fréttina Fleiri bílastæði í miðbænum
Frá Hofsósi. Mynd: Guðrún Brynleifsdóttir.

Nýr ferðamannavegur kynntur

Á morgun, miðvikudaginn 1. febrúar, er boðað til opins kynningarfundar um nýjan ferðamannaveg um Norðurland sem markaðssetja á fyrir erlenda ferðamenn og vekja þannig athygli á merkum stöðum nærri strandlengjunni frá Sauðárkróki til Vopnafjarðar. Fundurinn verður haldinn í Ráðhúsinu á Akureyri, bæjarstjórnarsalnum á 4. hæð, frá kl. 15-16.
Lesa fréttina Nýr ferðamannavegur kynntur

Gildistaka deiliskipulagsbreytingar, Kjarnalundur

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 6. desember 2016 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Kjarnalund.
Lesa fréttina Gildistaka deiliskipulagsbreytingar, Kjarnalundur
Allir lesa hefst í dag

Allir lesa hefst í dag

Í dag er blásið til leiks í hinum stórskemmtilega og æsispennandi lestrarlandsleik Allir lesa! Mörg sveitarfélög hvetja bæjarbúa til að mynda lið og skrá lestur í von um að í bænum leynist sigurliðið, og þar með öflugustu lestrarhestar landsins!
Lesa fréttina Allir lesa hefst í dag
Sigrún Stefánsdóttir og Eiríkur Björn Björgvinsson við undirritun samningsins.

Akureyrarbær styrkir Vísindaskólann

Akureyrarbær og Háskólinn á Akureyri hafa skrifað undir samning um styrk til Vísindaskóla unga fólksins. Þetta er í þriðja skipti sem Akureyrarbær styrkir verkefnið. Markmið bæjarins með styrkveitingunni er að styðja við fjölbreytni í tómstundatilboðum til barna og gefa börnum á Akureyri tækifæri til þess að kynnast heimi vísinda og fræða.
Lesa fréttina Akureyrarbær styrkir Vísindaskólann
Þorsteinn Víglundsson og Eiríkur Björn Björgvinsson.

Samningar um móttöku flóttafólks

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, undirritaði í gær samninga við Dag B. Eggertsson borgarstjóra í Reykjavík og Eirík Björn Björgvinsson, bæjarstjóra á Akureyri, um mótttöku sex sýrlenskra flóttafjölskyldna sem væntanlegar eru til landsins eftir helgi. Fimm þeirra setjast að í Reykjavík og ein á Akureyri.
Lesa fréttina Samningar um móttöku flóttafólks
Franska kvikmyndahátíðin á Akureyri 28. janúar - 3. febrúar

Franska kvikmyndahátíðin á Akureyri 28. janúar - 3. febrúar

Franska sendiráðið og Alliance française í Reykjavík, í samstarfi við Háskólabíó, Institut français, kanadíska sendiráðið og Borgarbíó, kynna Frönsku kvikmyndahátíðina sem fram fer dagana 28. janúar - 3. febrúar á Akureyri.
Lesa fréttina Franska kvikmyndahátíðin á Akureyri 28. janúar - 3. febrúar
Akureyringurinn ungi með foreldrum sínum og gestum

Akureyringar eru 18.500

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri og Matthías Rögnvaldsson forseti bæjarstjórnar heimsóttu í dag fjölskyldu á Sólvöllum á Akureyri til að heiðra þann íbúa bæjarins sem telst vera númer 18.500 í röðinni. Hann er lítill drengur sem kom í heiminn 4. janúar síðastliðinn.
Lesa fréttina Akureyringar eru 18.500
Kemstu til Reykjavíkur á rafbílnum þínum?

Kemstu til Reykjavíkur á rafbílnum þínum?

Kemstu til Reykjavíkur á rafbílnum þínum? Eyþing og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra boða til opins fundar um uppbyggingu innviða fyrir rafbíla á Norðurlandi. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 25. janúar kl. 17-19 í Hömrum í Hofi á Akureyri.
Lesa fréttina Kemstu til Reykjavíkur á rafbílnum þínum?