Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Mynd: Ármann Hinrik

Á hjólandi ferð

Um nýlokna helgi stóð Hjólreiðafélag Akureyrar fyrir Hjólreiðahelgi Greifans. Þetta er árviss viðburður sem fer stækkandi. Alls tóku rúmlega 200 keppendur þátt í þremur viðburðum. Í fjögurra ganga mótinu, sem er götuhjólamót frá Siglufirði til Akureyrar, tóku um 90 keppendur þátt, á Sumafögnuði Enduro Ísland voru þeir um 120 auk fjölda barna og unglinga sem hjóluðu götu- og torfæru brautir á Akureyri. Greifinn gerði 3 ára samstarfssamning við Hjólreiðafélag Akureyrar og tryggir þar með framhald viðburðarins næstu 3 árin.
Lesa fréttina Á hjólandi ferð
Mynd: María Tryggvadóttir

Akureyri í fyrsta sæti

Veftímaritið Condé Nast Traveler’s kaus Akureyri sem áfangastað nr. 1 í flokki sem það kallar „minna þekktar hafnir“ eða „Where to Cruise in 2018: 8 Lesser-Known Ports". Í greininni er sjónum beint að 8 höfnum víðsvegar um heiminn sem taka á móti sífellt fleiri skemmtiferðaskipum og lesendur hvattir til að heimsækja sem fyrst.
Lesa fréttina Akureyri í fyrsta sæti
Stærsta skátamót Íslandssögunnar

Stærsta skátamót Íslandssögunnar

Stærsta skátamót Íslandssögunnar verður haldið víðsvegar um landið, meðal annars á Akureyri, frá 25. júlí til 2. ágúst. Þá taka fleiri en 5.000 skátar frá 95 löndum þátt í hinu alþjóðlega skátamóti World Scout Moot. Mótið er fyrir þátttakendur á aldrinum 18-25 ára. Þetta er í 15. skipti sem slíkt mót er haldið og nú á Íslandi.
Lesa fréttina Stærsta skátamót Íslandssögunnar
Mynd: Daníel Starrason.

Vatnsrennibrautirnar slá í gegn

Segja má að biðraðir hafi verið í nýju vatnsrennibrautirnar í Sundlaug Akureyrar frá því þær voru opnaðar. Ef borin er saman aðsókn í sundlaugina fyrir og eftir vígslu brautanna kemur í ljós að hún hefur aukist um ríflega 300%.
Lesa fréttina Vatnsrennibrautirnar slá í gegn
Mynd: Auðunn Níelsson.

Beint flug frá Bretlandi til Akureyrar næsta vetur

Breska ferðaskrifstofan Super Break mun á næstu dögum hefja sölu á ferðum til Norðurlands með beinu flugi frá Bretlandi. Þetta verður í fyrsta sinn sem boðið verður upp á beint flug til Akureyrar frá Bretlandi, en flogið verður alls átta sinnum frá átta mismunandi flugvöllum víðsvegar um Bretland. Þeirra á meðal eru Newcastle, Liverpool, Leeds, Bradford og Bournemouth. Samtals verður pláss fyrir um 1.500 farþega í þessum ferðum.
Lesa fréttina Beint flug frá Bretlandi til Akureyrar næsta vetur
Deiliskipulagsbreytingar - niðurstaða bæjarstjórnar

Deiliskipulagsbreytingar - niðurstaða bæjarstjórnar

Bæjarráð Akreyrarkaustaðar hefur þann 13. júlí 2017 samþykkt deiliskipulagsbreytingar í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lesa fréttina Deiliskipulagsbreytingar - niðurstaða bæjarstjórnar
Miðaldadagar um helgina

Miðaldadagar um helgina

Hvernig væri að bregða sér til miðalda? Kannski til ársins 1317? Það er hægt á Gásum rétt utan við Akureyri á Miðaldadögum 14. til 16. júlí. Gásir var einn helsti verslunarstaður á Norðurlandi á miðöldum frá c.a 1100-1600. Hvergi eru varðveittar jafnmiklar mannvistarleifar frá verslunarstað frá þessum tíma. Árlega færist líf og fjör í verslunarstaðinn sem er endurskapaður á tilgátusvæði með tilheyrandi miðaldamannlífi. Hátíðin hefur verið haldin árlega síðan 2003. Í fyrstu voru þar 3 konur í einu tjaldi en í ár verða þar um 90 Gásverjar við leik og störf og búist er við um 2.000 gestum.
Lesa fréttina Miðaldadagar um helgina
Mynd: Axel Þórhallsson.

Foss, Trekt og Flækja

Mikil og góð stemning var í Sundlaug Akureyrar í dag þegar nýju vatnsrennibrautirnar voru teknar í notkun. Tilkynnt var um úrslit í nafnasamkeppni fyrir brautirnar og fengu þau sem lögðu til nöfnin sem voru valin að fara fyrstu ferðina hvert í sína brautina.
Lesa fréttina Foss, Trekt og Flækja
Garðeigendur geta sótt ókeypis moltu

Garðeigendur geta sótt ókeypis moltu

Garðeigendur geta nú sótt sér moltu án endurgjalds á tveimur stöðum í bænum, þ.e. á Krókeyri sunnan við Mótorhjólasafnið og á brennustæðið sunnan við gámasvæðið í Réttarhvammi.
Lesa fréttina Garðeigendur geta sótt ókeypis moltu
Sumarhátið vinnuskóla Akureyrar

Sumarhátið vinnuskóla Akureyrar

Fimmtudaginn 13. júlí ætlar starfsfólk Vinnuskólans að gera sér glaðan dag og halda hina árlegu sumarhátið á útivistarsvæði skáta að Hömrum. Þar verður margt í boði, s.s. frisbígolf, froðubandý, siglingar, kubb, svamla í vötnunum, þrautabrautir og í lokin verða grillaðar pylsur.
Lesa fréttina Sumarhátið vinnuskóla Akureyrar
Mynd: Ólafur Arnar Pálsson.

Nýju vatnsrennibrautirnar vígðar

Á morgun, fimmtudaginn 13. júlí, verður blásið til hátíðar í Sundlaug Akureyrar í tilefni þess að þá verða þrjár nýjar vatnsrennibrautir teknar í notkun. Framkvæmdir vegna breytinga á sundlaugasvæðinu og uppsetningar nýju lauganna hófust í október sl. og hafa litríkar brautirnar varla farið fram hjá nokkrum manni sem átt hefur leið um Akureyri síðustu mánuðina.
Lesa fréttina Nýju vatnsrennibrautirnar vígðar