Akureyrarstofa flutti á afmælisdaginn

Útsýni til austurs úr Rósenborg á fyrsta starfsdegi Akureyrarstofu í húsinu.
Útsýni til austurs úr Rósenborg á fyrsta starfsdegi Akureyrarstofu í húsinu.

Akureyrarstofa, heimahöfn menningar-, markaðs-, kynningar- og ferðamála hjá Akureyrarbæ, flutti sig um set í gær, sama dag og Akureyrarkaupstaður fagnaði 155 ára afmæli sínu.

Höfuðstöðvar Akureyrarstofu eru nú á 2. hæð í húsinu Rósenborg sem áður hét Barnaskóli Akureyrar. Akureyrarstofa var í Menningarhúsinu Hofi en rýmið sem stofan hafði þar verður framvegis nýtt af tónlistarskólanum og Menningarfélagi Akureyrar (MAk).

Akureyrarstofa er hluti af samfélagssviði en að auki heyra undir sviðið æskulýðs- og forvarnamál, tómstundir, íþróttamál, félagsmiðstöðvar, menntasmiðjur, fjölskyldustefna, jafnréttismál og önnur mannréttindamál. Samfélagssvið er frístundaráði og stjórn Akureyrarstofu til ráðgjafar varðandi stefnumótandi ákvarðanir í þessum málaflokkum og annast framkvæmd þeirra. Hlutverk sviðsins er að veita bæjarbúum, bæjarfulltrúum, forstöðumönnum og öðrum þeim sem á þurfa að halda, góða þjónustu, ráðgjöf og upplýsingar um málaflokka sviðsins. Samfélagssvið er til húsa í Rósenborg.

Akureyri hlaut fyrst kaupstaðarréttindi árið 1786 þegar þar bjuggu 12 manneskjur en missti réttindin aftur árið 1836. Bærinn endurheimti síðan nafnbótina 29. ágúst 1862 sem varð þar með afmælisdagur Akureyrar.

Ýmislegt markvert á Akureyri og brot úr sögu kaupstaðarins.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan