Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Djass í Naustinu

Djass í Naustinu

Á morgun, föstudaginn 31. mars kl. 12, verða djasstónleikar í Naustinu í Hofi á vegum Tónlistarfélags Akureyrar. Djasstríó Ludvigs Kára ásamt gestum frumflytja tónlist eftir Ludvig. Þeir sem koma fram ásamt honum eru Stefán Ingólfsson á bassa, Rodrigo Lopez á trommur, Ella Vala Ármannsdóttir á trompet, Petrea Óskarsdóttir á flautu, Gert-Ott Kuldpärg á saxófón og Þorkell Ásgeir Jóhannsson á básúnu.
Lesa fréttina Djass í Naustinu

Suðurhluti Oddeyrar, Strandgata 29 – Tillaga að deiliskipulagsbreytingu

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagsbreytingu fyrir suðurhluta Oddeyrar vegna Strandgötu 29.
Lesa fréttina Suðurhluti Oddeyrar, Strandgata 29 – Tillaga að deiliskipulagsbreytingu
Ferjan Sæfari.

Fjölgun ferða til Grímseyjar

Ferðum ferjunnar Sæfara til og frá Grímsey verður fjölgað um tvær á viku í sumar og verður þá siglt alla daga vikunnar nema á fimmtudögum og laugardögum. Nýja áætlunin gefur því ferðafólki sem kemur með ferjunni kost á að dvelja a.m.k. í sólarhring í eyjunni og kynnast þar með þessum einstaka stað betur en áður var í boði.
Lesa fréttina Fjölgun ferða til Grímseyjar
Ólöf Ýrr spyr Kristínu Huldu Bjarnadóttur hjá Safe Travel um færð og veður fyrir austan.

Beint myndsímasamband frá Akureyri við upplýsingamiðstöð Safetravel

Ferðamönnum sem leið eiga um Akureyri gefst nú kostur á að tengjast upplýsingamiðstöð SafeTravel í Reykjavík í gegnum myndsíma sem settur hefur verið upp í upplýsingamiðstöð ferðamála í Menningarhúsinu Hofi. Búnaðurinn opnar ferðamönnum beint samband við starfsfólk SafeTravel sem býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu og reynslu af forvörnum og upplýsingagjöf til ferðamanna.
Lesa fréttina Beint myndsímasamband frá Akureyri við upplýsingamiðstöð Safetravel
Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030, ferli skipulagsvinnunnar

Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030, ferli skipulagsvinnunnar

Vinna við Aðalskipulag Akureyrar2018-2030 hófst í byrjun árs 2016 með gerð skipulagslýsingar, sem var samþykkt til auglýsingar í febrúar af bæjarstjórn Akureyrar. Haldinn var almennur kynningarfundur um skipulagslýsinguna 3. mars 2016. Hún var síðan samþykkt í apríl 2016, en jafnframt hófst eiginleg vinna við aðalskipulagið.
Lesa fréttina Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030, ferli skipulagsvinnunnar

Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 Kynningarfundur

Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 er í vinnslu og eru drög aðgengileg á heimasíðu Akureyrar www.akureyri.is. Kynningarfundur verður haldinn í Hofi n.k. þriðjudag, 28. mars kl. 17:00.
Lesa fréttina Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 Kynningarfundur
Helgi M. Bergs. Mynd: Páll A Pálsson.

Helga M. Bergs minnst á bæjarstjórnarfundi

Helga M. Bergs fyrrverandi bæjarstjóra á Akureyri var minnst á bæjarstjórnarfundi í dag en hann lést 16. mars sl. 71 árs að aldri. Helgi fæddist 21. maí 1945. Hann var bæjarstjóri á Akureyri á árunum 1976 til 1986 eða í tvö og hálft kjörtímabil.
Lesa fréttina Helga M. Bergs minnst á bæjarstjórnarfundi
Góð viðbrögð við fluginu til Keflavíkur

Góð viðbrögð við fluginu til Keflavíkur

Nú er komin nokkur reynsla á beina flugið á milli Akureyrar og Keflavíkur og er óhætt að segja að það hafi mælst mjög vel fyrir. Það að geta flogið beint frá Akureyri og þurfa ekki að keyra suður og jafnvel bóka þar gistinótt, er til mikils hægðarauka fyrir Norðlendinga sem þurfa að komast utan.
Lesa fréttina Góð viðbrögð við fluginu til Keflavíkur
Þrjár frábærar Ynjur: Ragn­hild­ur Kjart­ans­dótt­ir, Sunna Björg­vins­dótt­ir og Sil­vía Rán Björg­…

Ynj­ur eru Íslands­meist­ar­ar

Ásynj­ur og Ynj­ur spiluðu úr­slita­leik um Íslands­meist­ara­titil­inn í ís­hokkí í gærkvöldi í Skauta­höll­inni á Ak­ur­eyri. Bæði lið eru á veg­um Skauta­fé­lags Ak­ur­eyr­ar og lík­lega er leit­un að slík­um úr­slita­leik í nokk­urri hópíþótt á Íslandi.
Lesa fréttina Ynj­ur eru Íslands­meist­ar­ar
Akureyrarmessa í Reykjavík

Akureyrarmessa í Reykjavík

Sunnudaginn 19. mars kl. 14 verður haldin sérstök Akureyrarmessa í Bústaðarkirkju í Reykjavík. Þetta er árlegur viðburður og skemmtileg hefð þar sem brottfluttir Akureyringar á höfuðborgarsvæinu geta hist og átt saman góða stund. Séra Pálmi Matthíasson þjónar í messunni og ræðumaður er Björk Jónsdóttir skólastjóri.
Lesa fréttina Akureyrarmessa í Reykjavík
Batamerki í rekstri

Batamerki í rekstri

Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2016 var lagður fram í bæjarráði í dag. Fram kemur að reksturinn hefur verið nokkuð betri en áætlanir gerðu ráð fyrir þrátt fyrir ríflega 1.242 milljón króna gjaldfærslu vegna breytinga á lífeyrisskuldbindingum. Samstæða Akureyrarbæjar var rekin með 80 milljón króna halla sem er ríflega 600 milljónum króna betri árangur en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir.
Lesa fréttina Batamerki í rekstri