Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
öskudagur í Hofi 2016

Öskudagur á morgun og nóg um að vera

Á morgun er öskudagur sem er einn af litríkustu dögum ársins á Akureyri en þá klæðast ungmenni ýmiskonar skemmtilegum búningum og heimsækja fyrirtæki og stofnanir með það fyrir augum að syngja nokkur lög og fá að launum góðgæti.
Lesa fréttina Öskudagur á morgun og nóg um að vera
Grunn- og framhaldsskólanemar fá frítt í sund og á skíði í vetrarfríi grunnskóla á Akureyri

Grunn- og framhaldsskólanemar fá frítt í sund og á skíði í vetrarfríi grunnskóla á Akureyri

Akureyrarbær býður grunn- og framhaldsskólanemum frítt í sund og á skíði í vetrarfríi grunnskóla á Akureyri. Á fimmtudaginn er upplagt að skella sér á skíði og á föstudaginn er sundið í aðalhlutverki.
Lesa fréttina Grunn- og framhaldsskólanemar fá frítt í sund og á skíði í vetrarfríi grunnskóla á Akureyri
Ísland keppir í kvöld við Rúmeníu á HM í íshokkí kvenna

Ísland keppir í kvöld við Rúmeníu á HM í íshokkí kvenna

Heimsmeistaramót kvenna í 2. deild B-riðli í íshokkí hefst í kvöld í Skautahöllinni á Akureyri þegar Ísland keppir á móti Rúmeníu kl. 20 og er mikil spenna í loftinu fyrir leikinn. Í dag fagnar líka Skautafélag Akureyrar 80 ára afmæli sínu.
Lesa fréttina Ísland keppir í kvöld við Rúmeníu á HM í íshokkí kvenna
Á æfingu hjá Fimleikafélaginu.

Frístundastyrkur fyrir 2.306 börn og ungmenni

Árið 2016 var frístundastyrkur Akureyrarbæjar nýttur fyrir tómstundaiðju 2.306 barna og unglinga á aldrinum 6-17 ára en það ár voru 3.196 börn og unglingar skráð til heimilis á Akureyri. Það þýðir að 72% barna og unglinga á þessum aldri notaði 98,7% af þeim styrk sem þeim stóð til boða. Frístundastyrkurinn var notaður fyrir alls 36.405.315 kr. 2016 sem samsvarar að meðalstyrkupphæð þessara 2.306 barna og unglinga var 15.787 kr. Frístundastyrkur árið 2016 var 16.000 kr. og því afar vel nýttur.
Lesa fréttina Frístundastyrkur fyrir 2.306 börn og ungmenni
Ungmennaráð hitti bæjarráð

Ungmennaráð hitti bæjarráð

Ungmennaráð Akureyrar bauð bæjarráði til sín á fund í Rósenborg í gærkvöldi en þar hefur ungmennaráð aðsetur. Tilefni fundarins var meðal annars að spyrjast fyrir um áhrif nýlegra skipulagsbreytinga hjá sveitarfélaginu á frítímaþjónustu en nú hafa verið sameinuð undir heiti samfélagssviðs þau málefni sem áður heyrðu undir íþróttafulltrúa, Akureyrarstofu og samfélags- og mannréttindadeild.
Lesa fréttina Ungmennaráð hitti bæjarráð
Sandgerðisbót, hreinsistöð fráveitu – Tillaga að deiliskipulagsbreytingu

Sandgerðisbót, hreinsistöð fráveitu – Tillaga að deiliskipulagsbreytingu

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar samþykkti 21. febrúar 2017 að auglýsa tillögu að deiliskipulagsbreytingu skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir Sandgerðisbót og umhverfisskýrslu skv. 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.
Lesa fréttina Sandgerðisbót, hreinsistöð fráveitu – Tillaga að deiliskipulagsbreytingu
Beint flug AEY-KEF

Beint flug AEY-KEF

Flugfélag Íslands hefur beint innanlandsflug milli Keflavíkurflugvallar og Akureyrar á morgun, föstudaginn 24. febrúar, í tengslum við millilandaflug í Keflavík. Flogið verður allan ársins hring, allt að sex sinnum í viku yfir vetrartímann og tvisvar í viku yfir sumartímann, skv. áætlun.
Lesa fréttina Beint flug AEY-KEF
Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.

Deiliskipulag í Hrísey

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagi. Skipulagssvæðið afmarkast af Norðurvegi og Austurvegi til norðausturs, af lóðarmörkum Austurvegar 6 og Austurvegar 8 til austurs, af strandlengjunni og höfninni til suðurs og vesturs og af lóðarmörkum Norðurvegar 28 til norðvesturs. Í tillögunni er gerð grein fyrir lóðamörkum, byggingareitum og samgöngumálum. Gert er m.a. ráð fyrir uppbyggingu verslunar og þjónustu á miðsvæði.
Lesa fréttina Deiliskipulag í Hrísey
Hrísey, hafnar- og miðsvæði  Tillaga að deiliskipulagi

Hrísey, hafnar- og miðsvæði Tillaga að deiliskipulagi

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagi. Skipulagssvæðið afmarkast af Norðurvegi og Austurvegi til norðausturs, af lóðarmörkum Austurvegar 6 og Austurvegar 8 til austurs, af strandlengjunni og höfninni til suðurs og vesturs og af lóðarmörkum Norðurvegar 28 til norðvesturs.
Lesa fréttina Hrísey, hafnar- og miðsvæði Tillaga að deiliskipulagi
Nýtt myndband um Akureyri vekur mikla athygli

Nýtt myndband um Akureyri vekur mikla athygli

Nýtt myndband sem N4 Sjónvarp gerði fyrir Akureyrarstofu hefur vakið mikla athygli á Facebook. Á vel innan við sólarhring hafa ríflega 23.000 manns spilað myndbandið og því hefur verið deilt nálægt 500 sinnum.
Lesa fréttina Nýtt myndband um Akureyri vekur mikla athygli
Snjófljóðavarnahlið í Hlíðarfjalli

Snjófljóðavarnahlið í Hlíðarfjalli

Slysavarnadeildin á Akureyri afhenti skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli snjóflóðavarnahlið um liðna helgi. Hliðið var sett upp við ofan við Stromplyftuna, efstu skíðalyftu svæðisins en þaðan halda skíðamenn gjarnan af stað ætli þeir að skíða utan hefðbundinna brauta fjallsins. Í hliðinu sjálfvirkur búnaður sem lætur skíða- og göngufólk vita hvor snjóflóðaýlar þeirra séu í lagi eða rétt stilltir, ásamt því að veita almennar upplýsingar um snjóflóðavarnir.
Lesa fréttina Snjófljóðavarnahlið í Hlíðarfjalli