Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Svefnherbergi í annarri íbúðinni.

Oddfellowar gerðu upp íbúðir

Oddfellowreglan hefur gert upp að fullu tvær raðhúsaíbúðir við Öldrunarheimili Akureyrarbæjar, sem ætlaðar eru sjúklingum SAk, aðstandendum þeirra svo og aðstandendum heimilisfólks Öldrunarheimilanna. Auk þess hefur Oddfellowreglan keypt allan nauðsynlegan húsbúnað og innanstokksmuni í íbúðirnar, þannig að þær eru nú tilbúnar til notkunar.
Lesa fréttina Oddfellowar gerðu upp íbúðir
Hans Jónsson sigurvegari keppninnar í fyrra.

Dragkeppni í Rósenborg

Laugardaginn 29. apríl verður hin árlega dragkeppni "Hin - Hinsegin Norðurlands" haldin í Ungmennahúsinu í Rósenborg. Að þessu sinni eru 12 keppendur skráðir til leiks.
Lesa fréttina Dragkeppni í Rósenborg
Ekki vera plastpoki...

Ekki vera plastpoki...

Akureyrarbær er í fremstu röð sveitarfélaga á Íslandi þegar horft er til umhverfismála en það má alltaf gera betur. Nú hefur starfsfólk Punktsins, handverksmiðstöðvar í Rósenborg, ákveðið að leggja sitt af mörkum til að efla umhverfisvitund og minnka notkun plastpoka.
Lesa fréttina Ekki vera plastpoki...
Mynd: Auðunn Níelsson.

Fimm ára deildir í grunnskólum

Á fundi bæjarstjórnar Akureyrar þriðjudaginn 25. apríl sl. var ákveðið að skoða til hlítar leiðir sem áður hafa verið ræddar til að nýta húsnæði grunnskóla Akureyrarbæjar og fagþekkingu leikskólastigsins með því að setja upp tilraunaverkefni með stofnun 5 ára deildar í húsnæði grunnskóla með sambærilegum hætti og gert hefur verið með góðum árangri í Naustaskóla.
Lesa fréttina Fimm ára deildir í grunnskólum
Lið Síðuskóla fagnar sigrinum í beinni útsendingu Sjónvarpsins.

Síðuskóli sigraði í Skólahreysti

Síðuskóli varð í gærkvöldi meistari í Skólahreysti í beinni útsendingu Sjónvarpsins. Lið skólans fékk samanlagt 59 stig, sex og hálfu stigi meira en Lindaskóli sem varð í öðru sæti. Laugalækjarskóli varð í þriðja sæti, Brekkuskóli í því fjórða og Holtaskóli í fimmta sæti.
Lesa fréttina Síðuskóli sigraði í Skólahreysti
Akureyri verður á iði í maí

Akureyri verður á iði í maí

Átakið Akureyri á iði er nú að hefjast þriðja sinni og verður líkt og áður haldið í maí. Um er að ræða heilsueflandi verkefni þar sem markmiðið er að skipuleggja maímánuð með gjaldfrjálsum viðburðum sem tengjast heilsu og hreyfingu í umsjón aðila sem sýsla í þessum málaflokki. Íþróttadeild Akureyrarbæjar heldur utan um skipulagið og auglýsir viðburði í staðarmiðlum en sjálfir viðburðirnir eru í umsjón og á ábyrgð hvers félags, einstaklings eða fyrirtækis.
Lesa fréttina Akureyri verður á iði í maí
Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.

Eyfirðingurinn í hnotskurn

RHA - Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri býður til málstofu 27. apríl kl. 16.15 í Háskólanum á Akureyri (Miðborg, M102). Kynntar verða niðurstöður könnunar sem nýlega fór fram á meðal íbúa á Eyjafjarðarsvæðinu. Á málstofunni fást m.a. svör við eftirfarandi spurningum:
Lesa fréttina Eyfirðingurinn í hnotskurn
Oddeyri - tillaga að rammahluta aðalskipulags

Oddeyri - tillaga að rammahluta aðalskipulags

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með tillögu að rammahluta aðalskipulags Akureyrar fyrir Oddeyri, skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og umhverfisskýrslu skv. 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Skipulagssvæðið afmarkast af Glerá í norðri, Glerárgötu í vestri, Strandgötu í suðri og til austurs nær svæðið að sjó. Í rammahluta aðalskipulagsins er lögð fram heildstæð stefna um þróun byggðar og er forsenda fyrir deiliskipulagsgerð einstakra reita á svæðinu.
Lesa fréttina Oddeyri - tillaga að rammahluta aðalskipulags
Eiríkur Björn og Magni takast í hendur að undirritun samningsins lokinni.

Aukið úrval í tónlistarfræðslu

Í morgun undirrituðu Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri og Magni Ásgeirsson tónlistarmaður nýjan fimm ára samning Akureyrarbæjar og Tónræktarinnar. Markmið samningsins er að veita ungu fólki í bænum möguleika á að afla sér tónlistarfræðslu og bjóða upp á aukið úrval á því sviði.
Lesa fréttina Aukið úrval í tónlistarfræðslu
Á Amtsbókasafninu árið 1992.

Amtsbókasafnið 190 ára

Í ár fagnar Amtsbókasafnið á Akureyri 190 ára afmæli sínu. Safnið var stofnað árið 1827 af Grími Jónssyni, amtmanni á Möðruvöllum, og sleit barnsskóm sínum í vörslu Andreasar Mohrs, faktors Gudmannsverslunar, í húsi sem enn stendur í dag og er í daglegu tali nefnt Laxdalshús.
Lesa fréttina Amtsbókasafnið 190 ára
Leikskólamálin í bænum okkar

Leikskólamálin í bænum okkar

Nokkur umræða hefur verið í fjölmiðlum um leikskólamál á Akureyri. Dagbjört Pálsdóttir formaður fræðsluráðs Akureyrarbæjar telur að þar sé ekki rétt farið með allar upplýsingar og hefur því ritað greinina sem hér er birt.
Lesa fréttina Leikskólamálin í bænum okkar