Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Nýr aðstoðarmaður bæjarstjóra

Nýr aðstoðarmaður bæjarstjóra

Hulda Sif Hermannsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Eiríks Björns Björgvinssonar bæjarstjóra.
Lesa fréttina Nýr aðstoðarmaður bæjarstjóra
Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri og Lin Shanqing vararáðherra hafmála í Kína. 
Símamynd.

Mögulegt samstarf Akureyringa og Kínverja

Í tengslum við þátttöku fulltrúa Akureyrarbæjar í ráðstefnunni Arctic Circle sem haldin var í Hörpu í Reykjavík um miðjan október, áttu bæjarstjóri og þeir bæjarfulltrúar sem sóttu ráðstefnuna fund með vararáðherra hafmála í Kína og sendinefnd hans ásamt sendiherra Kína á Íslandi og sendiherra Íslands í Kína. Fundinn sátu einnig fulltrúar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, Hafnarsamlags Norðurlands, Háskólans á Akureyri og RANNÍS.
Lesa fréttina Mögulegt samstarf Akureyringa og Kínverja
Steinþór Kári Kárason.

Endurmótun Listasafnsins á Akureyri

Þriðjudaginn 31. október kl. 17-17.40 heldur arkitektinn Steinþór Kári Kárason Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi, undir yfirskriftinni Endurmótun. Í fyrirlestrinum mun hann fjalla um endurmótun Listasafnsins á Akureyri, þær hugmyndir sem þar liggja að baki, markmið og arkitektóníska sýn. Steinþór Kári mun sýna myndir og teikningar af breytingunum ásamt öðrum verkum sem hann hefur unnið.
Lesa fréttina Endurmótun Listasafnsins á Akureyri
Slysavarnadeildin á Akureyri afhendir hjartastuðtæki

Slysavarnadeildin á Akureyri afhendir hjartastuðtæki

Slysavarnadeildin á Akureyri hefur afhent tvö hjartastuðtæki sem safnað var fyrir á Friðarvökunni á Akureyrarvöku en félagið lagði einnig fjármuni til kaupanna. Eins og um var rætt eru tækin staðsett á fjölförnum stöðum. Annað tækið er staðsett í Íþróttahöllinni á Akureyri og hitt í húsakynnum Glerárlaugar.
Lesa fréttina Slysavarnadeildin á Akureyri afhendir hjartastuðtæki
Skátar á Akureyri í 100 ár

Skátar á Akureyri í 100 ár

Í tilefni 100 ára skátastarfs á Akureyri verður opnuð sýning í norðursal safnsins laugardaginn 28. október kl. 14. Minjasafnið á Akureyri og Skátafélagið Klakkur standa í sameiningu að sýningunni. Skátafélagið hefur safnað ýmsum gripum sem starfsfólk safnsins setur upp á skemmtilegan hátt svo úr verður skemmtilegt skátamót með tilheyrandi tjöldum og gripum. Þjóðminjasafn Íslands lánar svo leynigestinn.
Lesa fréttina Skátar á Akureyri í 100 ár
Haustfrí á Akureyri

Haustfrí á Akureyri

Haustfrí eru nú í grunnskólum Akureyrar og mörgum öðrum grunnskólum landsins. Á Akureyri er margt skemmtilegt í boði fyrir alla fjölskylduna til að lyfta sér á kreik og bregða á leik. Akureyrarstofa hefur tekið saman yfirlit yfir ýmislegt sem hægt er að taka sér fyrir hendur í leyfinu.
Lesa fréttina Haustfrí á Akureyri
Frá vígslu minnismerkisins. Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri, Kristinn Már Torfason fulltrúi K…

Nýtt minnismerki í Innbænum

Miðvikudaginn 25. október, á dánardegi Kristján Níels Júlíus Jónsson, Káins, var minnismerki um skáldið vígt í Innbænum. Lágmyndin af skáldinu er afsteypa af minnismerki sem er að finna í Norður-Dakóta þar sem Káinn bjó síðustu árin. Hann fæddist á Akureyri 7. apríl 1859 en lést árið 1936.
Lesa fréttina Nýtt minnismerki í Innbænum
Kjördeildir á Akureyri

Kjördeildir á Akureyri

Kosið verður til Alþingis Íslendinga laugardaginn 28. október. Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt tillögu kjörstjórnar um að Akureyrarkaupstað verði skipt í tólf kjördeildir. Tíu kjördeildir verða á Akureyri, ein í Hrísey og ein í Grímsey. Á Akureyri verði kjörstaður í Verkmenntaskólanum á Akureyri, í Hrísey verði kjörstaður í Hríseyjarskóla og í Grímsey í Grímseyjarskóla. Kjörfundir munu standa frá kl. 9 til kl. 22.
Lesa fréttina Kjördeildir á Akureyri
Tölvuteikning að fyrirhugaðri aðkomu upp á tind Hlíðarfjalls með nýjum kláfi. Mynd: Yrki Arkitektast…

Kláfur á tind Hlíðarfjalls?

Í dag var undirritaður í húsakynnum Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar samningur um stofnun undirbúningsfélagsins Hlíðarhryggur ehf. en að félaginu standa Sannir Landvættir, Íslensk Verðbréf, Yrki Arkitektar, Akureyrarbær, Verkís og Umsýslufélagið Verðandi. Hópurinn hefur það að markmiði að Hlíðarfjall bjóði upp á víðtæka möguleika til útivistar og afþreyingar allt árið um kring.
Lesa fréttina Kláfur á tind Hlíðarfjalls?
Gott starf unnið í Síðuskóla.

Skókassajól í Síðuskóla

Krakkarnir í Síðuskóla stóðu í ströngu í gær við að pakka alls kyns nytsamlegum hlutum og leikföngum í skreytta skókassa. Vinna þeirra er hluti af alþjóðlega verkefninu "Jól í skókassa" sem miðar að því að fá börn jafnt sem fullorðna til að gleðja börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika í Úkraínu með því að gefa þeim jólagjafir í skókassa.
Lesa fréttina Skókassajól í Síðuskóla
Minnismerki um KÁINN vígt

Minnismerki um KÁINN vígt

Miðvikudaginn 25. október, sem er dánardagur skáldsins Kristjáns Níelsar Júlíusar Jónssonar eða KÁINS, verður minnismerki um hann vígt í Innbænum á Akureyri, skammt sunnan Minjasafnsins á Akureyri.
Lesa fréttina Minnismerki um KÁINN vígt