Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Eftirliti með öryggismálum í íþróttahúsum að engu leyti ábótavant

Eftirliti með öryggismálum í íþróttahúsum að engu leyti ábótavant

Vegna óhapps sem varð í íþróttahúsi Glerárskóla á fimmtudag, vill íþróttafulltrúi Akureyrarbæjar, Ellert Örn Erlingsson, að skýrt komi fram að eftirliti með öryggismálum í íþróttahúsum bæjarins er að engu leyti ábótavant. Verið var að hífa upp körfu eftir körfuboltaæfingu þegar togvír slitnaði og festing á öryggiskeðju gaf sig. Önnur öryggiskeðja hélt þó og karfan stöðvaðist því í þeirri hæð sem hún er venjulega höfð í þegar hún er í notkun.
Lesa fréttina Eftirliti með öryggismálum í íþróttahúsum að engu leyti ábótavant
Mynd: Kristinn Jakob Reimarsson.

Þór/​KA er Íslands­meist­ari

Þór/​KA er Íslands­meist­ari kvenna í knatt­spyrnu árið 2017, en þetta var ljóst eft­ir 2:0-sig­ur á FH í lokaum­ferð deild­ar­inn­ar á Akureyri í dag. Þetta er ann­ar Íslands­meist­ara­tit­ill fé­lags­ins sem varð einnig meist­ari árið 2012.
Lesa fréttina Þór/​KA er Íslands­meist­ari
Guðbjörg Ringsted eigandi Leikfangasýningarinnar á Akureyri  og Þórgnýr Dýrfjörð deildarstjóri Akure…

Leikfangasafnið á Akureyri áfram í Friðbjarnarhúsi og Hymnodia í Laxdalshúsi

Búið er að skrifa undir samning milli Akureyrarbæjar og Guðbjargar Ringsted eiganda Leikfangasafnsins í Friðbjarnarhúsi og þar með búið að tryggja að safnið verður í húsinu næstu fjögur árin. Einnig er búið að skrifa undir samning milli Akureyrarbæjar og kammerkórsins Hymnodiu um aðsetur í Laxdalshús til fjögurra ára.
Lesa fréttina Leikfangasafnið á Akureyri áfram í Friðbjarnarhúsi og Hymnodia í Laxdalshúsi
Félagsmiðstöðin í Víðilundi.

Ráðgjafar með fasta viðveru í Víðilundi og Bugðusíðu

Þeirri nýbreytni hefur verið komið á að nú hafa ráðgjafar í málefnum aldraðra fasta viðverðu í félagsmiðstöðvunum í Víðilundi og Bugðusíðu. Með því er komið til móts við þarfir eldri borga fyrir miðlæga upplýsingamiðlun og ráðgjöf þar sem þjónustukeðjan birtist sem ein heild.
Lesa fréttina Ráðgjafar með fasta viðveru í Víðilundi og Bugðusíðu
Orbis et Globus vígt í Grímsey

Orbis et Globus vígt í Grímsey

Í dag fór fram í Grímsey vígsla á listaverkinu Orbis et Globus sem er nýtt kennileiti fyrir heimsskautsbauginn eftir Kristinn E. Hrafnsson og Steve Christer hjá Studio Granda. Kúlan er 3 metrar í þvermál og færist hún í samræmi við hreyfingar heimsskautsbaugsins þar til hann yfirgefur eyjuna árið 2047 eða því sem næst.
Lesa fréttina Orbis et Globus vígt í Grímsey
Sigurvegarar í ljósmyndasamkeppni

Sigurvegarar í ljósmyndasamkeppni

Mynd Snæfríðar Ingadóttur af föður með dóttur sína á háhesti hlaut 1. verðlaun í ljósmyndasamkeppni Samgönguvikunnar 2017. Ágæt þátttaka var í keppninni og var dómnefnd nokkur vandi á höndum að gera upp á milli nokkurra mjög góðra mynda. Snæfríður hlýtur glæsilegt reiðhjól að launum.
Lesa fréttina Sigurvegarar í ljósmyndasamkeppni
Bæjarfulltrúarnir Gunnar Gíslason, Sóley Björk Stefánsdóttir og Guðmundur Baldvin Guðmundsson formað…

Opið bókhald Akureyrarbæjar

Ákveðið hefur verið að opna bókhald Akureyrarbæjar og gera það aðgengilegt á heimasíðunni Akureyri.is. Þar verður framvegis hægt að skoða útgjaldaliði bæjarins, hvaða greiðslur hafa verið inntar af hendi og til hverra, hver kostnaður er og hefur verið við einstaka málaflokka, verkefni og deildir. Einnig verður hægt að bera saman kostnaðarliði á milli ára á aðgengilegan og myndrænan hátt.
Lesa fréttina Opið bókhald Akureyrarbæjar
Síðustu forvöð í ljósmyndasamkeppni

Síðustu forvöð í ljósmyndasamkeppni

Bíllausi dagurinn er í dag. Alltaf er frítt í almenningssamgöngur innanbæjar en nú er farþegum boðið upp á bækur og blöð til lestrar í almenningsvögnum bæjarins. Í dag eru einnig síðustu forvöð að senda myndir í ljósmyndasamkeppni Samgönguvikunnar 2017. Þemað er "samferða". Merkið myndirnar með #samak17 á Facebook eða Instagram eða sendið þær á netfangið samak@akureyri.is fyrir kl. 16 í dag. Flunkunýtt stórglæsilegt reiðhjól í verðlaun fyrir bestu myndina.
Lesa fréttina Síðustu forvöð í ljósmyndasamkeppni
Frá Vestnorden 2016.

Vestnorden 2018 á Akureyri

Á Vestnorden ferðakaupstefnunni sem lýkur í dag í Nuuk á Grænlandi var tilkynnt að á næsta ári verði kaupstefnan haldin á Akureyri dagana 2.-4. október.
Lesa fréttina Vestnorden 2018 á Akureyri
Eiríkur Björn og Dario Schwoerer.

Vetrardvöl í Akureyrarhöfn

Í síðustu viku fékk Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri heimsókn á skrifstofu sína frá Dario Schwoerer sem býr nú með fjölskyldu sinni í skútu í Akureyrarhöfn. Dario stýrir ásamt eiginkonu sinni Sabinu loftlagsleiðangrinum Top to Top en þau hafa heimsótt fleiri en 100 lönd, ferðast til afskekktustu staða heims og frætt fleiri en 100.000 skólabörn um loftlagsbreytingar og umhverfisvernd.
Lesa fréttina Vetrardvöl í Akureyrarhöfn
Ný lóð fyrir hafnsækna ferðaþjónustu

Ný lóð fyrir hafnsækna ferðaþjónustu

Lóðin Oddeyrarbót 3 er nú auglýst laus til umsóknar. Henni var bætt inn á skipulag, austan lóðarinnar Oddeyrarbót 2 með deiliskipulagsbreytingu sem samþykkt var í bæjarstjórn 4. október 2016. Stærð lóðarinnar er 563,5 m² og byggingarreiturinn er þannig staðsettur að möguleiki er á dvalarsvæði sunnan byggingar.
Lesa fréttina Ný lóð fyrir hafnsækna ferðaþjónustu