Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Áramótabrennan 2016. Mynd:Tryggvi Unnsteinsson

Áramótabrenna og flugeldasýning við Réttarhvamm á Akureyri

Hin árlega áramótabrenna á Akureyri verður á sínum stað við Réttarhvamm á gamlárskvöld, auk þess sem boðið verður upp á glæsilega flugeldasýningu. Kveikt verður í brennunni kl. 20.30 en flugeldasýningin hefst kl. 21.00. Það er björgunarsveitin Súlur sem stendur fyrir viðburðinum með styrk frá Norðurorku.
Lesa fréttina Áramótabrenna og flugeldasýning við Réttarhvamm á Akureyri
Deiliskipulag Krossaness

Starfsleyfistillaga fyrir olíubirgðastöð Skeljungs hf. á Akureyri

Umhverfisstofnun vill vekja athygli á starfsleyfistillögu fyrir olíubirgðastöð Skeljungs hf. á Akureyri.
Lesa fréttina Starfsleyfistillaga fyrir olíubirgðastöð Skeljungs hf. á Akureyri
Mynd: María Helena Tryggvadóttir.

Óbreytt tímatafla SVA

Fyrirhuguðum breytingum á tímatöflu Strætisvagna Akureyrar, sem taka áttu gildi um áramót, hefur verið frestað til 1. febrúar 2018 og aka vagnarnir því samkvæmt gamla fyrirkomulaginu enn um sinn.
Lesa fréttina Óbreytt tímatafla SVA
Mynd: Svavar Alfreð Jónsson.

Hlíðarfjall og fleira gott um hátíðarnar

Úrval þjónustu- og afþreyingarkosta yfir hátíðar eykst ár frá ári um leið og afgreiðslutímar lengjast. Nú orðið er til að mynda opið í Hlíðarfjalli á jóladag og gamlársdag þótt lokað sé á aðfangadag enda gert ráð fyrir að þá kjósi fólk helst að vera heima með sínum nánustu.
Lesa fréttina Hlíðarfjall og fleira gott um hátíðarnar
Frá undirritun samningsins í gær. Talið frá vinstri: Margrét Pétursdóttir ritari EBAK, Dóra Steinunn…

Nýr samningur við EBAK

Í gær var undirritaður nýr samningur Akureyrarbæjar og Félags eldri borgara á Akureyri (EBAK) sem miðar að því að tryggja eldri borgurum á Akureyri aðgang að eins góðu félags- og tómstundastarfi og kostur er. Markmiðið er að tryggja og viðhalda andlegri, félagslegri og líkamlegri færni þeirra til að njóta efri áranna eftir vilja og getu hvers og eins. Samningurinn gildir frá 1. janúar 2018 til 31. desember 2020.
Lesa fréttina Nýr samningur við EBAK
Úr Lystigarðinum á Akureyri. Mynd: Kristín Sóley Björnsdóttir.

Bæjarstjórn ályktar um fjárlagafrumvarpið og heilbrigðismál á Norðurlandi

Á fundi sínum í gær samþykkti bæjarstjórn Akureyrar samhljóða ályktun þar sem lýst er yfir miklum vonbrigðum með það fjármagn sem ætlað er til heilbrigðismála á Norðurlandi í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi.
Lesa fréttina Bæjarstjórn ályktar um fjárlagafrumvarpið og heilbrigðismál á Norðurlandi
Frá jólaboðinu. Mynd af heimasíðu ÖA.

Vel sótt jólaboð fyrir sjálfboðaliða

Um 50 manns mættu á árlegt jólaboð fyrir sjálfboðaliða Öldrunarheimila Akureyrar og nutu dýrindis máltíðar sem starfsfólk í eldhúsi á Hlíð töfraði fram.
Lesa fréttina Vel sótt jólaboð fyrir sjálfboðaliða
Hulda Jónsdóttir umsjónarmaður Upplýsingamiðstöðvarinnar á Akureyri

Upplýsingamiðstöðin fær gæðavottun Vakans

Upplýsingamiðstöð ferðamanna á Akureyri hefur nú hlotið gæðavottun Vakans sem er samræmt gæðakerfi ferðaþjónustu á Íslandi. Ferðamálastofa stýrir Vakanum en verkefnið er unnið í samvinnu við Samtök Ferðaþjónustunnar og Nýsköpunarmiðstöð.
Lesa fréttina Upplýsingamiðstöðin fær gæðavottun Vakans
Næsti fundur bæjarstjórnar

Næsti fundur bæjarstjórnar

Fundur í bæjarstjórn Akureyrar verður á þriðjudaginn 19. desember kl. 16 á 4. hæð í Ráðhúsinu. Fjallað verður m.a. um stækkun á íbúðasvæði við Klettaborg, deiliskipulag Hesjuvalla, breytingar á deiliskipulags hafnarsvæðis sunnan Glerár, lýsingu og umferðarmál við Giljaskóla og breytingar á deiliskipulagi í orlofsbyggðinni norðan Kjarnalundar.
Lesa fréttina Næsti fundur bæjarstjórnar
Gefum jólaljósum lengra líf

Gefum jólaljósum lengra líf

Plastiðjan Bjarg Iðjulundur hefur til margra ára haft umhverfisvernd og endurnýtingu að leiðarljósi og hefur til fjölda ára nýtt vaxafganga og kerti sem eru ekki söluhæf, svokallað úrgangsvax til útikertaframleiðslu.
Lesa fréttina Gefum jólaljósum lengra líf
Starfstöð heimaþjónustunnar flytur úr Íþróttahöllinni

Starfstöð heimaþjónustunnar flytur úr Íþróttahöllinni

Nú er að ljúka flutningum á starfstöð heimaþjónustunnar úr Íþróttahöllinni yfir í húsnæði Þjónustu- og félagsmiðstöðvar aldraðra í Víðilundi 22. Með flutningunum er leitast við að skapa heilstæðari þjónustu fyrir bæjarbúa í einu og sama húsnæðinu. Iðjuþjálfi verður nú með bækistöðvar sínar í Víðilundi.
Lesa fréttina Starfstöð heimaþjónustunnar flytur úr Íþróttahöllinni