Skipulagsráð

385. fundur 10. ágúst 2022 kl. 08:15 - 11:45 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Þórhallur Jónsson varaformaður
  • Helgi Sveinbjörn Jóhannsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson
  • Jón Hjaltason
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sif Jóhannesar Ástudóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi
  • María Markúsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson forstöðumaður skipulagsmála
Dagskrá
Jón Þorvaldur Heiðarsson L-lista mætti í forföllum Höllu Bjarkar Reynisdóttur.

1.Hulduholt 25 - 2. auglýsing - allar umsóknir

Málsnúmer 2022070928Vakta málsnúmer

Annarri umferð auglýsingar á lóðinni Hulduholti 25 lauk þann 3. ágúst sl. Fimm umsóknir bárust, allar frá einstaklingum. Fyrir skipulagsráði liggur að draga milli þeirra umsækjenda sem teljast gjaldgengir í samræmi við reglur Akureyrarbæjar um lóðaúthlutun.

Umsækjendum var boðið að vera viðstaddir útdrátt.
Við útdrátt féll lóðin í hlut Rögnvaldar Kristins Sigurðssonar.

Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

2.Hvannavellir 10-14 - nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 2021120847Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög Landslags teiknistofu að deiliskipulagi fyrir Hvannavelli 10-14.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að leita eftir umsögn lóðarhafa innan skipulagssvæðisins um fyrirliggjandi drög að deiliskipulagi.

3.Álfaholt 9-11 - umsókn á breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022080124Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. ágúst 2022 þar sem HHS verktakar ehf. óska eftir breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 9-11 við Álfaholt. Óskað er eftir heimild til að byggja fjórar til sex íbúðir í stað tveggja líkt og gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir.
Skipulagsráð hefur enn sem komið er ekki heimilað breytingar á húsagerð í nýskipulögðu Holtahverfi norður. Skipulagsráð hafnar því erindinu.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

4.Hafnarstræti 29 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2021110734Vakta málsnúmer

Grenndarkynningu tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 29 við Hafnarstræti lauk þann 20. júní sl. Athugasemdir og umsagnir sem bárust við tillöguna voru á dagskrá skipulagsráðs þann 6. júlí sl. Á þeim fundi fórst fyrir að leggja fram eina athugasemd ásamt umsögn Norðurorku og eru þessi gögn lögð fram til afgreiðslu nú. Jafnframt eru lögð fram drög að svari skipulagsfulltrúa við efni athugasemdar.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi Innbæjar og samþykkir jafnframt drög að svörum við athugasemdum.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

5.Oddagata 11 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022050700Vakta málsnúmer

Grenndarkynningu tillögu að deiliskipulagsbreytingu fyrir lóð nr. 11 við Oddagötu lauk þann 22. júlí sl. Breytingin felur í sér að bætt er við byggingarreit fyrir bílgeymslu á lóðinni.

Tvær athugasemdir bárust og eru þær lagðar fram ásamt viðbrögðum umsækjanda við efni athugasemda og drögum að svörum skipulagsfulltrúa við efni athugasemda.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi miðbæjar sem gerir ráð fyrir byggingarreit fyrir bílgeymslu á lóð Oddagötu 11 og skal breytingin vera skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeim skilyrðum að hámarks mænishæð verði 4,5 m.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

6.Sjafnargata 1 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022050652Vakta málsnúmer

Lögð fram endurskoðuð tillaga Úti-Inni arkitekta að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 1 við Sjafnargötu. Í breytingunni felst að lóðinni er skipt upp í tvær lóðir, 1a og 1b, og að þær verði skilgreindar sem verslunar- og þjónustulóðir. Er miðað við að byggingar verði á einni hæð með risi þar sem mænishæð verði hæst 8 m en vegghæð að hámarki 5 m. Þá er gert ráð fyrir að heildarnýtingarhlutfall minnki úr 0,40 í 0,23 þannig að byggingarmagn verði 800 m² á lóð 1A og 1.600 m² á lóð 1B.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið með þeim skilyrðum að nýtingarhlutfall lóðanna verði 0,3. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ekki er talin þörf á grenndarkynningu sbr. 44. gr. laganna. Er skipulagsfulltrúa falið að sjá um gildistöku breytingarinnar þegar fullnægjandi skipulagsgögn liggja fyrir.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

7.Þursaholt 2-12 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022080162Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. ágúst 2022 þar sem Búfesti ehf. sækir um breytingu á nýtingarhlutfalli lóðar nr. 2-12 við Þursaholt. Nýtingarhlutfall íbúða með A og B rými myndi verða 1,28 og 0,35 fyrir bílgeymslu. Meðfylgjandi er greinargerð.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ekki er talin þörf á grenndarkynningu sbr. 44. gr. laganna. Er skipulagsfulltrúa falið að sjá um gildistöku breytingarinnar þegar fullnægjandi skipulagsgögn liggja fyrir.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

Fylgiskjöl:

8.Hafnarstræti 2 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022070625Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. júlí 2022 þar sem Jónas Vigfússon f.h. Jóns Ómars Hraundal Halldórssonar óskar eftir breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 2 við Hafnarstræti. Meðfylgjandi er deiliskipulagsuppdráttur.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið með þeim skilyrðum að byggingarreitur verði færður 1,5 m frá lóðamörkum. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Hafnarstrætis 4 og Aðalstrætis 13, 18, 20a og 20b auk þess sem leita skal umsagnar Minjastofnunar Íslands, umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar og Norðurorku.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

9.Hrafnabjörg 8 - umsókn um stækkun lóðar

Málsnúmer 2022060944Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. júní 2022 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Kötlu Þorsteinsdóttur sækir um stækkun á lóð nr. 8 við Hrafnabjörg. Erindið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 6. júlí sl. en er nú lagt fram að nýju ásamt nánari forsendum umsækjanda. Er óskað eftir að núverandi lóðarveggir verði innan lóðarmarka.
Skipulagsráð samþykkir að lóðin verði stækkuð um 1,7 m til suðurs til viðbótar við áður samþykkta stækkun um 2,5 m til suðurs sem bókuð var á fundi skipulagsráðs þann 6. júlí sl. Heildarstækkun lóðarinnar telur þá alls 4,2 m til suðurs og 2,5 m til vesturs.

Ráðið samþykkir að gera breytingu á deiliskipulagi Hrafnabjarga til samræmis við lóðarstækkunina. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ekki er talin þörf á grenndarkynningu sbr. 44. gr. laganna. Er skipulagsfulltrúa falið að sjá um gildistöku breytingarinnar þegar fullnægjandi skipulagsgögn liggja fyrir.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

10.Krabbastígur 4 - umsókn um stækkun lóðar

Málsnúmer 2022070337Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. júlí 2022 þar sem Marco Pettinelli óskar eftir stækkun á lóð nr. 4 við Krabbastíg til að nýta sem bílastæði. Meðfylgjandi er skýringarmynd.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu.

11.Hamarstígur 12 - umsókn um bílastæði og/eða úrtak úr kantsteini

Málsnúmer 2022070116Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. júlí 2022 þar sem Bertalan Regös óskar eftir leyfi til að útbúa bílastæði á lóð nr. 12 við Hamarstíg með aðkomu frá Þórunnarstræti.
Skipulagsráð hafnar erindinu þar sem ekki er talið æskilegt að fjölga innkeyrslum inn á Þórunnarstræti.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

12.Gránufélagsgata 41A - umsókn um bílastæði og/eða úrtak úr kantsteini

Málsnúmer 2022070490Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. júlí 2022 þar sem Arnar Yngvason óskar eftir leyfi til að merkja bílastæði fyrir framan hús nr. 41A við Gránufélagsgötu sem einkabílastæði fyrir hreyfihamlaða.
Erindinu er vísað til umsagnar umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar.

13.Dalvíkurlína 2 - beiðni um umsögn vegna umhverfismats

Málsnúmer 2022070810Vakta málsnúmer

Erindi Skipulagsstofnunar dagsett 26. júlí 2022 þar sem óskað er umsagnar Akureyrarbæjar um hvort fyrirhuguð framkvæmd við lagningu Dalvíkurlínu 2 sé háð mati á umhverfisáhrifum. Frestur til að skila umsögn er veittur til 24. ágúst 2022. Meðfylgjandi er tilkynning um framkvæmd til ákvörðunar um matsskyldu og umhverfismatsskýrsla, unnin af Verkís verkfræðistofu fyrir Landsnet.
Það er mat Akureyrarbæjar að í tilkynningunni sé ágætlega gerð grein fyrir umræddri framkvæmd hvað varðar land Akureyrarbæjar.

Akureyrarbær telur ekki ástæðu til að umrædd framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum.

14.Móahverfi - götuheiti

Málsnúmer 2018010050Vakta málsnúmer

Lögð fram umsögn nafnanefndar um tillögur nemenda í Síðuskóla að götuheitum í Móahverfi.

Jón Hjaltason F-lista upplýsti skipulagsráð um setu sína í nafnanefnd áður en þessi dagskrárliður var tekinn til afgreiðslu.
Meirihluti skipulagsráðs samþykkir að eftirtalin heiti verði notuð á götur í Móahverfi:

- Bergmói

- Berjamói

- Blómamói

- Daggarmói

- Fjólumói

- Gullmói

- Hagamói

- Heiðarmói

- Hlíðarmói

- Hrísmói

- Kjarrmói

- Langimói

- Lautarmói

- Ljósimói

- Lyngmói

- Lækjarmói

- Mýrarmói

- Strýtumói

- Sunnumói

- Súlumói

- Störnumói

- Silfurmói


Jón Hjaltason F-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.

15.Hlíðarfjallsvegur - deiliskipulag gagnavers og athafnalóða - götuheiti

Málsnúmer 2021090194Vakta málsnúmer

Nýtt deiliskipulag fyrir gagnaver og athafnalóðir við Hlíðarfjallsveg tók gildi þann 1. júlí sl. Fyrir liggur að ákveða heiti á götu innan svæðisins.
Skipulagsráð leggur til eftirfarandi:

- Glerárvellir

- Hlíðarvellir

- Grænuvellir

- Þverlág


Er tillögunni vísað til umsagnar nafnanefndar og mun skipulagsráð taka málið aftur á dagskrá að fenginni umsögn.

16.Sólvangur - umsókn um breytingu staðfangs

Málsnúmer 2022070616Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. júlí 2022 þar sem Birgir Einarsson og Ragnheiður Steingrímsdóttir óska eftir að hús þeirra sem stendur við mót Höfðahlíðar og Lönguhlíðar fái að halda nafninu Sólvangur líkt og það hefur gert frá árinu 1944. Skv. Þjóðskrá er húsið skráð við Höfðahlíð.
Skipulagsráð hafnar erindinu þar sem það er ekki í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 577/2017 um skráningu staðfanga.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

Ráðið leggur til að húsið fái staðfangið Langahlíð 23.

17.Nonnahagi 5 - beiðni um breytta eignaskráningu lóðar

Málsnúmer 2022080121Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. ágúst 2022 þar sem Björk Traustadóttir óskar eftir að lóð nr. 5 við Nonnahaga verði einungis skráð á nafn Árna G. Árnasonar.
Samkvæmt gr. 6.2 í reglum Akureyrarbæjar um úthlutun lóða er framsal byggingarréttar til þriðja aðila ekki heimilt fyrr en lóðarleigusamningur hefur verið gefinn út og lokið hefur verið við að steypa sökkla viðkomandi byggingar. Er erindinu því hafnað.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

18.Súluvegur/Miðhúsabraut - fyrirspurn um lóð

Málsnúmer 2017030103Vakta málsnúmer

Erindi Dýralæknaþjónustu Eyjafjarðar dagsett 9. mars 2017 þar sem óskað er eftir lóð fyrir dýraspítala á mótum Súluvegar og Miðhúsabrautar.

Deiliskipulag fyrir svæðið tók gildi þann 28. júlí sl.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að Dýralæknaþjónustu Eyjafjarðar verði úthlutað lóð nr. 3 við Súluveg án undangenginnar auglýsingar í samræmi við nýtt deiliskipulag fyrir stofnana- og athafnasvæði við Súluveg og Miðhúsabraut sem tók gildi þann 28. júlí 2022.

19.Naustagata 13 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2022070825Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. júlí 2022 þar sem Kista byggingarfélag sækir um lóð nr. 13 við Naustagötu. Meðfylgjandi er greinargerð um byggingaráform ásamt yfirlýsingu viðskiptabanka.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu og felur skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjanda um nánari forsendur.

20.Týsnes 4 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2022070670Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. júlí 2022 þar sem Magni Geirsson f.h. Íslandsþara ehf. sækir um lóð nr. 4 við Týsnes. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka og greinargerð um byggingaráform. Óskað er eftir að sameina lóðir nr. 4 og 6 við Týsnes í eina lóð og jafnframt að sameina byggingarreiti á hvorri lóð í einn byggingarreit sem verður um 4300 m² að stærð.
Skipulagsráð samþykkir úthlutun lóðarinnar og jafnframt að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Týsness 2 og 8.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

21.Týsnes 6 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2022070672Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. júlí 2022 þar sem Íslandsþari ehf. sækir um lóð nr. 6 við Týsnes. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka og greinargerð um byggingaráform. Óskað er eftir að sameina lóðir nr. 6 og 4 við Týsnes í eina lóð og jafnframt að sameina byggingarreiti á hvorri lóð í einn byggingarreit sem verður um 4300 m²að stærð.
Skipulagsráð samþykkir úthlutun lóðarinnar og jafnframt að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Týsness 2 og 8.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

22.AG veitingar - umsókn um langtímaleyfi, nætursölu og markaðssölu fyrir stærri viðburði

Málsnúmer 2022070149Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. júlí 2022 þar sem AG veitingar óska eftir stöðuleyfi fyrir matarvagn á Ráðhústorgi frá 8. júlí - 1. september 2022. Meðfylgjandi eru skýringarmyndir.
Skipulagsráð hafnar erindinu þar sem gildandi heimild fyrir þremur langtímaleyfum fyrir matarvagna í miðbænum er fullnýtt.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

23.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2022

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 872. fundar, dagsett 14. júlí 2022, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 8 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

24.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2022

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 870. fundar, dagsett 30. júní 2022, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 8 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

25.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2022

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 871. fundar, dagsett 7. júlí 2022, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 3 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

26.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2022

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 873. fundar, dagsett 21. júlí 2022, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 3 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

27.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2022

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 874. fundar, dagsett 28. júlí 2022, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 5 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 11:45.