Hafnarstræti 29 - fyrirspurn til skipulagssviðs vegna fjölgunar íbúða

Málsnúmer 2021110734

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 370. fundur - 24.11.2021

Erindi dagsett 14. nóvember 2021 þar sem Ketill Ketilsson fyrir hönd Fasteignafélagsins Langeyrar ehf. leggur inn fyrirspurn varðandi breytt deiliskipulag fyrir hús nr. 29 við Hafnarstræti. Fyrirhugað er að fjölga íbúðum úr þremur í sex. Umrætt hús er byggt árið 1907.
Afgreiðslu frestað og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að vinna að málinu áfram.

Skipulagsráð - 373. fundur - 12.01.2022

Erindi dagsett 14. nóvember 2021 þar sem Ketill Ketilsson fyrir hönd Fasteignafélagsins Langeyrar ehf. leggur inn fyrirspurn varðandi breytt deiliskipulag fyrir hús nr. 29 við Hafnarstræti. Fyrirhugað er að fjölga íbúðum úr þremur í sex. Umrætt hús er byggt árið 1907. Fyrir liggja drög að áliti frá Minjastofnun Íslands.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi svæðisins til samræmis við fyrirliggjandi erindi. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan skal grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir húseigendum Hafnarstræti 19 - 41.

Skipulagsráð - 384. fundur - 06.07.2022

Grenndarkynningu tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 29 við Hafnarstræti lauk þann 20.júní sl.

Tvær athugasemdir bárust og eru þær lagðar fram ásamt viðbrögðum umsækjanda um efni athugasemda. Þá eru jafnframt lögð fram drög að svörum skipulagsfulltrúa við efni athugasemda.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi innbæjar og samþykkir jafnframt drög að svörum við athugasemdum.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

Skipulagsráð - 385. fundur - 10.08.2022

Grenndarkynningu tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 29 við Hafnarstræti lauk þann 20. júní sl. Athugasemdir og umsagnir sem bárust við tillöguna voru á dagskrá skipulagsráðs þann 6. júlí sl. Á þeim fundi fórst fyrir að leggja fram eina athugasemd ásamt umsögn Norðurorku og eru þessi gögn lögð fram til afgreiðslu nú. Jafnframt eru lögð fram drög að svari skipulagsfulltrúa við efni athugasemdar.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi Innbæjar og samþykkir jafnframt drög að svörum við athugasemdum.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.