AG veitingar - umsókn um langtímaleyfi, nætursölu og markaðssölu fyrir stærri viðburði

Málsnúmer 2022070149

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 385. fundur - 10.08.2022

Erindi dagsett 4. júlí 2022 þar sem AG veitingar óska eftir stöðuleyfi fyrir matarvagn á Ráðhústorgi frá 8. júlí - 1. september 2022. Meðfylgjandi eru skýringarmyndir.
Skipulagsráð hafnar erindinu þar sem gildandi heimild fyrir þremur langtímaleyfum fyrir matarvagna í miðbænum er fullnýtt.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.