Dalvíkurlína 2 - beiðni um umsögn vegna umhverfismats

Málsnúmer 2022070810

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 385. fundur - 10.08.2022

Erindi Skipulagsstofnunar dagsett 26. júlí 2022 þar sem óskað er umsagnar Akureyrarbæjar um hvort fyrirhuguð framkvæmd við lagningu Dalvíkurlínu 2 sé háð mati á umhverfisáhrifum. Frestur til að skila umsögn er veittur til 24. ágúst 2022. Meðfylgjandi er tilkynning um framkvæmd til ákvörðunar um matsskyldu og umhverfismatsskýrsla, unnin af Verkís verkfræðistofu fyrir Landsnet.
Það er mat Akureyrarbæjar að í tilkynningunni sé ágætlega gerð grein fyrir umræddri framkvæmd hvað varðar land Akureyrarbæjar.

Akureyrarbær telur ekki ástæðu til að umrædd framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum.

Skipulagsráð - 394. fundur - 10.01.2023

Lögð fram til kynningar ákvörðun Skipulagsstofnunar dagsett 16. desember 2022 varðandi matsskyldu Dalvíkurlínu 2.

Niðurstaða stofnunarinnar er að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum.