Álfaholt 9-11 - umsókn á breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022080124

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 385. fundur - 10.08.2022

Erindi dagsett 4. ágúst 2022 þar sem HHS verktakar ehf. óska eftir breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 9-11 við Álfaholt. Óskað er eftir heimild til að byggja fjórar til sex íbúðir í stað tveggja líkt og gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir.
Skipulagsráð hefur enn sem komið er ekki heimilað breytingar á húsagerð í nýskipulögðu Holtahverfi norður. Skipulagsráð hafnar því erindinu.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.