Nonnahagi 5 - beiðni um breytta eignaskráningu lóðar

Málsnúmer 2022080121

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 385. fundur - 10.08.2022

Erindi dagsett 3. ágúst 2022 þar sem Björk Traustadóttir óskar eftir að lóð nr. 5 við Nonnahaga verði einungis skráð á nafn Árna G. Árnasonar.
Samkvæmt gr. 6.2 í reglum Akureyrarbæjar um úthlutun lóða er framsal byggingarréttar til þriðja aðila ekki heimilt fyrr en lóðarleigusamningur hefur verið gefinn út og lokið hefur verið við að steypa sökkla viðkomandi byggingar. Er erindinu því hafnað.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.