Sjafnargata 1 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022050652

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 382. fundur - 18.05.2022

Erindi Baldurs Ólafs Svavarssonar dagsett 12. maí 2022 þar sem sótt er um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 1 við Sjafnargötu. Fyrirhugað er að reisa húsnæði fyrir verslun á vesturhluta lóðar ásamt þjónustuhúsi. Einnig er óskað eftir afstöðu skipulagsráðs til breytinga á skipulagi á lóð nr. 2 við Austursíðu. Þær breytingar felast í byggingu tveggja þjónustuhúsa við norðvesturhluta lóðar.

Meðfylgjandi eru greinargerð og skýringaruppdráttur.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu og felur skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjanda um framhald málsins. Er útfærslu hringtorgs á Síðubraut vísað til umsagnar umhverfis- og mannvirkjasviðs.

Skipulagsráð - 385. fundur - 10.08.2022

Lögð fram endurskoðuð tillaga Úti-Inni arkitekta að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 1 við Sjafnargötu. Í breytingunni felst að lóðinni er skipt upp í tvær lóðir, 1a og 1b, og að þær verði skilgreindar sem verslunar- og þjónustulóðir. Er miðað við að byggingar verði á einni hæð með risi þar sem mænishæð verði hæst 8 m en vegghæð að hámarki 5 m. Þá er gert ráð fyrir að heildarnýtingarhlutfall minnki úr 0,40 í 0,23 þannig að byggingarmagn verði 800 m² á lóð 1A og 1.600 m² á lóð 1B.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið með þeim skilyrðum að nýtingarhlutfall lóðanna verði 0,3. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ekki er talin þörf á grenndarkynningu sbr. 44. gr. laganna. Er skipulagsfulltrúa falið að sjá um gildistöku breytingarinnar þegar fullnægjandi skipulagsgögn liggja fyrir.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.