Sólvangur - umsókn um breytingu staðfangs

Málsnúmer 2022070616

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 385. fundur - 10.08.2022

Erindi dagsett 20. júlí 2022 þar sem Birgir Einarsson og Ragnheiður Steingrímsdóttir óska eftir að hús þeirra sem stendur við mót Höfðahlíðar og Lönguhlíðar fái að halda nafninu Sólvangur líkt og það hefur gert frá árinu 1944. Skv. Þjóðskrá er húsið skráð við Höfðahlíð.
Skipulagsráð hafnar erindinu þar sem það er ekki í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 577/2017 um skráningu staðfanga.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

Ráðið leggur til að húsið fái staðfangið Langahlíð 23.