Hlíðarfjallsvegur - lóð fyrir gagnaver

Málsnúmer 2021090194

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 365. fundur - 15.09.2021

Erindi dagsett 6. september 2021 þar sem Eyjólfur Magnús Kristinsson fyrir hönd atNorth ehf. leggur inn fyrirspurn um lóð við Hlíðarfjallsveg fyrir byggingu gagnavers. Er óskað eftir að fá úthlutað 1 ha lóð með forgangsrétt á nærliggjandi lóðum til stækkunar.

Umrætt svæði er í aðalskipulagi skilgreint sem athafnasvæði (AT16) sem ætlað er fyrir hreinlega umhverfisvæna atvinnustarfsemi. Er athafnasvæðið 6,5 ha að stærð.
Skipulagsráð samþykkir að fela sviðsstjóra skipulagssviðs að hefja vinnu við gerð deiliskipulags sem nær til athafnasvæðis AT16 með það að markmiði að þar verði hægt að úthluta lóðum fyrir byggingu gagnavers í samræmi við meðfylgjandi erindi.


Skipulagsráð - 370. fundur - 24.11.2021

Lögð fram tillaga að lýsingu deiliskipulags fyrir athafnasvæði við Hlíðarfjallsveg, merkt AT16 í gildandi aðalskipulagi.
Skipulagsráð samþykkir lýsinguna og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að kynna hana skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 373. fundur - 12.01.2022

Kynningu skipulagslýsingar í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er lokið og bárust engar athugasemdir við lýsinguna. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Norðurorku, Landsneti, RARIK og eru þær lagðar fram til kynningar. Beðið er umsagnar Skipulagsstofnunar.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram að gerð deiliskipulags þar sem tekið verði tillit til athugasemda og ábendinga sem fram koma í umsögnum.

Skipulagsráð leggur jafnframt til við bæjarstjórn að atNorth ehf. verði veitt formlegt vilyrði fyrir lóð undir gagnaver nyrst á skipulagssvæðinu án auglýsingar í samræmi við ákvæði gr. 2.4. í reglum um lóðaveitingar. Endanleg úthlutun fer þó ekki fram fyrr en deiliskipulag svæðisins hefur tekið gildi.

Bæjarstjórn - 3504. fundur - 18.01.2022

Liður 6 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 12. janúar 2022:

Kynningu skipulagslýsingar í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er lokið og bárust engar athugasemdir við lýsinguna. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Norðurorku, Landsneti, RARIK og eru þær lagðar fram til kynningar. Beðið er umsagnar Skipulagsstofnunar.

Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram að gerð deiliskipulags þar sem tekið verði tillit til athugasemda og ábendinga sem fram koma í umsögnum.

Skipulagsráð leggur jafnframt til við bæjarstjórn að atNorth ehf. verði veitt formlegt vilyrði fyrir lóð undir gagnaver nyrst á skipulagssvæðinu án auglýsingar í samræmi við ákvæði gr. 2.4. í reglum um lóðaveitingar. Endanleg úthlutun fer þó ekki fram fyrr en deiliskipulag svæðisins hefur tekið gildi.

Þórhallur Jónsson kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að atNorth ehf. verði veitt formlegt vilyrði fyrir lóð undir gagnaver nyrst á skipulagssvæðinu án auglýsingar í samræmi við ákvæði gr. 2.4. í reglum um lóðaveitingar. Endanleg úthlutun fer þó ekki fram fyrr en deiliskipulag svæðisins hefur tekið gildi.

Skipulagsráð - 374. fundur - 26.01.2022

Lagðar fram tvær tillögur að útfærslu deiliskipulags fyrir athafnasvæði við Hlíðarfjallsveg. Í báðum tillögum er gert ráð fyrir lóð fyrir gagnaver nyrst á svæðinu auk möguleika á stækkun til austurs.

Þá er jafnframt lagt fram erindi Hjartar Narfasonar og Þórarins Kristjánssonar dagsett 4. janúar 2022 þar sem óskað er eftir lóð fyrir uppbyggingu gróðurhúss í tengslum við starfsemi gagnavers.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Skipulagsráð - 375. fundur - 09.02.2022

Lagðar fram tillögur Verkís verkfræðistofu að deiliskipulagi fyrir athafnasvæði við Hlíðarfjallsveg þar sem gert er ráð fyrir lóðum fyrir gagnaver og aðra hreinlega atvinnustarfsemi. Tillögurnar fela í sér mismunandi skiptingu lóða á skipulagssvæðinu, annars vegar lóð fyrir gagnaver og átta smærri lóðir og hins vegar lóð fyrir gagnaver og tíu smærri lóðir.
Skipulagsráð samþykkir að skipulagstillaga á vinnslustigi þar sem gert er ráð fyrir lóð fyrir gagnaver ásamt tíu smærri athafnalóðum verði kynnt fyrir íbúum og öðrum hagsmunaaðilum skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 377. fundur - 09.03.2022

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir athafnalóðir sunnan Hlíðarfjallsvegar. Kynningu á tillögu á vinnslustigi lauk þann 4. mars. Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Minjastofnun og Vegagerðinni.
Meirihluti skipulagsráðs leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki tillöguna og að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


Arnfríður Kjartansdóttir V-lista situr hjá við afgreiðslu málsins og óskar bókað að það sé of snemmt að ákveða núna hvaða starfsemi verður á umræddu athafnasvæði.

Bæjarstjórn - 3508. fundur - 15.03.2022

Liður 2 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 9. mars 2022:

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir athafnalóðir sunnan Hlíðarfjallsvegar. Kynningu á tillögu á vinnslustigi lauk þann 4. mars. Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Minjastofnun og Vegagerðinni.

Meirihluti skipulagsráðs leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki tillöguna og að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Arnfríður Kjartansdóttir V-lista situr hjá við afgreiðslu málsins og óskar bókað að það sé of snemmt að ákveða núna hvaða starfsemi verður á umræddu athafnasvæði.

Þórhallur Jónsson kynnti tillögu skipulagsráðs. Í umræðum tóku til máls Hilda Jana Gísladóttir, Þórhallur Jónsson, Guðmundur Baldvin Guðmundsson og Sóley Björk Stefánsdóttir.
Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir tillögu að deiliskipulagi fyrir athafnalóðir sunnan Hlíðarfjalls og að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista situr hjá við afgreiðsluna.

Bæjarráð - 3774. fundur - 30.06.2022

Erindi dagsett 26. júní 2022 þar sem Jóhann Þór Jónsson fyrir hönd atNorth ehf. óskar eftir að fá að greiða álögð gatnagerðargjöld fyrir athafnalóð við Hlíðarfjallsveg sem fengist hefur vilyrði fyrir eftir því sem verkinu fram vindur og þá til samræmis við þá áfangaskiptingu sem fyrirtækið sér fram á að vinna eftir. Er gert ráð fyrir að uppbygging skiptist í þrjá áfanga og að svæðið verði fullbyggt á næstu 6 árum. Óskað er eftir að hver áfangi komi til gjalda við samþykk byggingarleyfis og að greiðslum verði dreift til næstu 12 mánaða þar á eftir.

Til viðbótar við framangreint óskar atNorth eftir því að fá úthlutað eða að öðrum kosti fá frátekna lóðina Hlíðarfjallsvegur 5B sem er til austurs frá núverandi lóð enda er það mikilvægt fyrir félagið að hafa tryggt framtíðasvæði til uppbyggingar gangi öll áform eftir.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Pétur Ingi Haraldsson forstöðumaður skipulagsmála sátu fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð hafnar beiðni um skiptingu gatnagerðargjalda með fimm samhljóða atkvæðum og vísar ákvörðun um lóðarúthlutun til skipulagsráðs.