Skipulagsráð

367. fundur 13. október 2021 kl. 08:15 - 11:00 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Þórhallur Jónsson formaður
  • Sindri Kristjánsson
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Ólöf Inga Andrésdóttir
  • Arnfríður Kjartansdóttir
  • Helgi Sveinbjörn Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
  • María Markúsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs
Dagskrá

1.Glerárgil - fyrirspurn til skipulagssviðs vegna zip línu

Málsnúmer 2021080749Vakta málsnúmer

Jón Heiðar Rúnarsson kynnti hugmyndir um uppsetningu á zip línu við Glerárgil á svæði rétt ofan við brúna við Þingvallastræti og til norðurs í átt að Háskólanum á Akureyri.

Jón Heiðar Rúnarsson og Aníta Hafdís Björnsdóttir sátu fundinn undir þessum lið.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að vinna málið áfram.

2.Oddeyri, suðurhluti - Gránufélagsgata 22, deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2018030161Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar tillaga Teiknistofu Arkitekta að breytingu á deiliskipulagi sem nær til Gránufélagsgötu 22-24. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að núverandi hús á lóðinni verði fjarlægt og í staðinn verði heimilt að byggja tveggja hæða fjölbýlishús með allt að 6 íbúðum. Hámarkshæð verði allt að 9,5 m. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir að lóðinni sé skipt í tvær einbýlishúsalóðir.
Skipulagsráð telur að fyrirliggjandi tillaga feli í sér uppbyggingu sem falli vel að aðliggjandi byggð. Að mati ráðsins er forsenda fyrir skynsamlegri uppbyggingu á lóðinni að núverandi hús verði fjarlægt vegna óheppilegrar staðsetningar þess á miðri lóð auk þess sem hæðarsetning passar illa við hæð gatna og gangstétta.


Er sviðsstjóra skipulagssviðs falið að óska eftir umsögn Minjastofnunar um breytingartillöguna. Verður tillagan lögð fyrir að nýju þegar umsögnin liggur fyrir.

3.Holtahverfi norður - auglýsing lóða

Málsnúmer 2021070119Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir umsóknir sem bárust við auglýsingu lóða í Holtahverfi. Þá er jafnframt lagt fram erindi Eiríks H. Haukssonar dagsett 7. október 2021 f.h. Búfesti varðandi úthlutun lóðarinnar Þursaholt 2-10.
Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að undirbúa úthlutun lóða á næsta fundi skipulagsráðs. Erindi frá Búfesti er vísað til bæjarráðs.

4.Austurbrú 10-18 og Hafnarstræti 80 og 82 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2021100515Vakta málsnúmer

Umsókn Odds Kristjáns Finnbjarnarsonar dagsett 7. október 2021 fyrir hönd Pollsins ehf. þar sem óskað er eftir að gerð verði minniháttar breyting á deiliskipulagi Drottningarbrautarreits. Er óskað eftir að lóðamörk Austurbrúar 10-18 og Hafnarstrætis 80-82 færist aðeins til vesturs og að byggingarreitur Austurbrúar 10-14 stækki lítillega inn í garðinn.
Skipulagsráð samþykkir breytinguna. Að mati ráðsins er um að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fallið er frá grenndarkynningu í samræmi við ákvæði 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga.

5.Kjarnagata 55 - undanþága frá skipulagsreglum Akureyrarflugvallar

Málsnúmer 2021100378Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf ISAVIA dagsett 22. september 2021 þar sem óskað er eftir að deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Kjarnagötu 55 verði breytt þar sem hæð þess er í ósamræmi við skipulagsreglur Akureyrarflugvallar. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi má hámarkshæð vera allt að 23 m yfir gólfkóta 1. hæðar en samkvæmt skipulagsreglum Akureyrarflugvallar má hæð byggingar ekki vera nema 18 m yfir hæsta óhreyfða hluta lóðar.
Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að sækja um undanþágu Samgöngustofu frá ákvæðum skipulagsreglna Akureyrarflugvallar um hámarkshæð húsa fyrir lóðina Kjarnagötu 55.

6.Gatnagerð, jarð- og lagnavinna í Holtahverfi - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2021100516Vakta málsnúmer

Umsókn umhverfis- og mannvirkjasviðs dagsett 30. september 2021 fyrir hönd Akureyrarbæjar, Norðurorku hf., Mílu ehf. og Tengi ehf. um framkvæmdaleyfi til að leggja götur, stíga og lagnir á svæði austan Krossanesbrautar, samtals um 1 km af götum.
Framkvæmdin er í samræmi við aðal- og deiliskipulag svæðisins og samþykkir skipulagsráð að gefið verði út framkvæmdaleyfi í samræmi við fyrirliggjandi umsókn.

Skipulagsráð setur eftirfarandi skilyrði fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:

Framkvæmdin skal vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

7.Skarðshlíð 20 - auglýsing lóðar

Málsnúmer 2021050995Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar tillögur sem bárust í byggingu heilsugæslu og íbúða á lóðinni Skarðshlíð 20.

8.Klapparstígur 3 og 5, Brekkugata 32 - umsókn um leiðréttingu á lóðarmörkum

Málsnúmer 2021060184Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. júní 2021 þar sem Ingvar Ívarsson sækir um fyrir hönd lóðarhafa að Klapparstíg 3 og 5 ásamt Brekkugötu 32, leiðréttingu á lóðamörkum þeirra gagnvart lóðamörkum að Brekkugötu 34. Meðfylgjandi eru drög að mæliblaði sem sýnir lagfærð lóðamörk en þau eru afmörkuð þar sem núverandi girðing milli lóða er staðsett. Er þar einnig gert ráð fyrir að lóðin Brekkugata 34 stækki til samræmis við gildandi deiliskipulag.
Skipulagsráð samþykkir breytingu á lóðamörkum þar sem fyrir liggur samþykki allra lóðarhafa sem breytingin nær til. Að mati ráðsins er um að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fallið er frá grenndarkynningu í samræmi við ákvæði 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga.

9.Hrafnagilsstræti 2 - umsókn um skipulag vegna stækkunar

Málsnúmer 2021080753Vakta málsnúmer

Grenndarkynningu vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar á lóðinni Hrafnagilsstræti 2 lauk þann 22. september sl. Ein athugasemd barst frá íbúum í Möðruvallastræti 9 þar sem fyrirhuguðum byggingaráformum er mótmælt.

Í kjölfarið hefur málsaðili tekið ákvörðun um að falla frá fyrirhuguðum byggingaráformum.
Þar sem fallið hefur verið frá fyrirhuguðum byggingaráformum á lóðinni telur skipulagsráð ekki ástæðu til að halda áfram vinnu við óverulega breytingu á deiliskipulagi svæðisins og telst málinu lokið.

10.Oddagata 11 - fyrirspurn til skipulagssviðs

Málsnúmer 2021100005Vakta málsnúmer

Erindi Ágústar Leifssonar dagsett 30. september 2021 um hvort að byggja megi hús á vesturhluta lóðar við Oddagötu 11. Skipulagsráð samþykkti á fundi 27. febrúar 2019 að heimila umsækjanda að láta vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi vegna byggingar bílskúrs á sama stað. Sú breyting var aldrei unnin.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið og heimilar umsækjanda að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2020 og er sviðsstjóra skipulagssviðs falið að grenndarkynna hana skv. 44. gr. laganna þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir. Grenndarkynnt skal fyrir húseigendum Oddagötu 13 og Gilsbakkavegar 9, 11 og 13.

11.Hafnarstræti 96 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi, 2. og 3. hæð

Málsnúmer 2021100189Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. október 2021 þar sem Valbjörn Ægir Vilhjálmsson fyrir hönd Gersemi Þrastar ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum í húsi nr. 96 við Hafnarstræti. Fyrirhugaðar eru minniháttar breytingar á 2. hæð og að breyta 3. hæð í skrifstofurými.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við fyrirhuguð byggingaráform og vísar málinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

12.Strandgata 3 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir veitingastað

Málsnúmer 2021100153Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. október 2021 þar sem Jón Þór Þorvaldsson fyrir hönd Rafmax ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss í húsi nr. 3 við Strandgötu. Fyrirhugað er að opna veitingastað. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Jón Þór Þorvaldsson.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar og vísar málinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

13.Strandgata 3 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2021100322Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. október 2021 þar sem Jón Þór Þorvaldsson fyrir hönd VeturSeturs ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss í húsi nr. 3 við Strandgötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Jón Þór Þorvaldsson. Um er að ræða uppsetningu milliveggja.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við erindið og vísar því til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

14.Ystibær-Miðbær 3 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2021091271Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. september 2021 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Unnar Sæmundsdóttur sækir um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi á lóð Ystabæjar-Miðbæjar 3 í Hrísey. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson.
Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu en í aðalskipulagi er gert ráð fyrir byggingu frístundahúss á þessum stað. Skipulagsráð samþykkir að falla frá grenndarkynningu byggingaráforma í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsráð vísar erindinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

15.Stígur meðfram Hlíðarbraut - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2021100540Vakta málsnúmer

Umsókn umhverfis- og mannvirkjasviðs dagsett 8. október 2021, fyrir hönd Akureyrarbæjar, um framkvæmdaleyfi fyrir endurgerð stígs meðfram Hlíðarbraut, frá Merkigili suður að gangbraut yfir Hlíðarbraut.
Skipulagsráð samþykkir að gefið verði út framkvæmdaleyfi í samræmi við fyrirliggjandi umsókn. Í stígaskipulagi og aðalskipulagi kemur fram að á stofnstígum skuli umferð gangandi og hjólandi vegfarenda aðskilin eins og kostur er. Þessi stígur sem hér um ræðir er stofnstígur og því mikilvægt að hugsa til framtíðar og gera stíginn þannig núna að hægt sé með góðu móti að aðskilja gangandi og hjólandi.

Skipulagsráð setur eftirfarandi skilyrði fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:

Framkvæmdin skal vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

16.Lýsing gönguskíðabrautar í Naustaborgum - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2021100503Vakta málsnúmer

Erindi Eiríks Jónassonar dagsett 7. október 2021 f.h. umhverfis- og mannvirkjasviðs þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi til að setja upp lýsingu fyrir gönguskíðabraut nyrst í Naustaborgum. Fer leiðin í gegnum reit sem í aðalskipulagi er merktur K2 og ætlaður er sem greftrunarsvæði nýs kirkjugarðs í framtíðinni.
Skipulagsráð samþykkir að gefið verði út framkvæmdaleyfi í samræmi við fyrirliggjandi umsókn. Skipulagsráð samþykkir uppsetningu lýsingar með fyrirvara um að hún verði fjarlægð ef farið verður að nýta svæðið í samræmi við gildandi aðalskipulag.

17.Álfabyggð 18 - fyrirspurn til skipulagssviðs vegna stækkunar svala

Málsnúmer 2021080697Vakta málsnúmer

Lagt fram að nýju erindi dagsett 16. ágúst 2021 þar sem Garðar G. Sigurðsson leggur inn fyrirspurn varðandi stækkun svala á húsi nr. 18 við Álfabyggð. Á fundi skipulagsráðs 25. ágúst sl. frestaði skipulagsráð afgreiðslu erindisins og óskaði eftir áliti Minjasafnsins á Akureyri, sem liggur nú fyrir.
Afgreiðslu frestað þar til fyrir liggja viðbrögð umsækjanda við umsögn Minjasafnsins á Akureyri.

18.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2021

Málsnúmer 2020120557Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 833. fundar, dagsett 29. september 2021, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 7 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 11:00.