Oddagata 11 - fyrirspurn til skipulagssviðs

Málsnúmer 2021100005

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 367. fundur - 13.10.2021

Erindi Ágústar Leifssonar dagsett 30. september 2021 um hvort að byggja megi hús á vesturhluta lóðar við Oddagötu 11. Skipulagsráð samþykkti á fundi 27. febrúar 2019 að heimila umsækjanda að láta vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi vegna byggingar bílskúrs á sama stað. Sú breyting var aldrei unnin.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið og heimilar umsækjanda að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2020 og er sviðsstjóra skipulagssviðs falið að grenndarkynna hana skv. 44. gr. laganna þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir. Grenndarkynnt skal fyrir húseigendum Oddagötu 13 og Gilsbakkavegar 9, 11 og 13.

Skipulagsráð - 374. fundur - 26.01.2022

Grenndarkynningu tillögu að deiliskipulagsbreytingu er lokið. Fjórar athugasemdir bárust og eru þær lagðar fram.
Skipulagsráð hafnar umbeðinni breytingu á deiliskipulagi með vísan í athugasemdir nágranna.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.