Gatnagerð, jarð- og lagnavinna í Holtahverfi - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2021100516

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 367. fundur - 13.10.2021

Umsókn umhverfis- og mannvirkjasviðs dagsett 30. september 2021 fyrir hönd Akureyrarbæjar, Norðurorku hf., Mílu ehf. og Tengi ehf. um framkvæmdaleyfi til að leggja götur, stíga og lagnir á svæði austan Krossanesbrautar, samtals um 1 km af götum.
Framkvæmdin er í samræmi við aðal- og deiliskipulag svæðisins og samþykkir skipulagsráð að gefið verði út framkvæmdaleyfi í samræmi við fyrirliggjandi umsókn.

Skipulagsráð setur eftirfarandi skilyrði fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:

Framkvæmdin skal vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.