Skarðshlíð 20 - auglýsing lóðar

Málsnúmer 2021050995

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 360. fundur - 09.06.2021

Lagt fram minnisblað dagsett 7. apríl 2021 varðandi möguleika á nýtingu lóðarinnar Skarðshlíð 20 fyrir norðurstöð heilsugæslu.
Skipulagsráð samþykkir að lóðin Skarðshlíð 20 verði auglýst í samræmi við ákvæði um hugmyndasamkeppni sbr. ákvæði gr. 2.4 og 3.3 í reglum um úthlutun lóða þegar aðalskipulagsbreyting sem heimilar byggingu á lóðinni tekur gildi. Yrði auglýsingin birt á sama tíma og Framkvæmdasýsla ríkisins auglýsir eftir lóð og/eða nýlegu húsnæði fyrir norðurstöð heilsugæslu.

Skipulagsráð - 361. fundur - 23.06.2021

Lögð fram tillaga að skilmálum fyrir auglýsingu lóðarinnar Skarðshlíð 20.
Skipulagsráð samþykkir skilmálana.

Skipulagsráð - 363. fundur - 11.08.2021

Lögð fram endurskoðuð tillaga að úthlutunar- og útboðsskilmálum fyrir lóðina Skarðshlíð 20.
Skipulagsráð samþykkir endurskoðaða skilmála.

Skipulagsráð - 367. fundur - 13.10.2021

Lagðar fram til kynningar tillögur sem bárust í byggingu heilsugæslu og íbúða á lóðinni Skarðshlíð 20.

Skipulagsráð - 375. fundur - 09.02.2022

Þann 14. ágúst 2021 var lóðin Skarðshlíð 20 auglýst laus til úthlutunar í tengslum við auglýsingu Ríkiskaupa eftir húsnæði fyrir norðurstöð heilsugæslu. Bárust tillögur frá þremur aðilum þar sem gert var ráð fyrir heilsugæslu á jarðhæð og íbúðum á efri hæðum ásamt hluta bílastæða í bílakjallara. Nú liggur fyrir að unnið er að undirbúningi norðurstöðvar heilsugæslu í Sunnuhlíð 12 og eru forsendur auglýsingar lóðarinnar því brostnar. Er öllum innkomnum tillögum því hafnað.
Afgreiðslu málsins er frestað til næsta fundar og skipulagsfulltrúa falið að afla frekari gagna.

Skipulagsráð - 377. fundur - 09.03.2022

Þann 14. ágúst 2021 var lóðin Skarðshlíð 20 auglýst laus til úthlutunar í tengslum við auglýsingu Ríkiskaupa eftir húsnæði fyrir norðurstöð heilsugæslu. Bárust tillögur frá þremur aðilum þar sem gert var ráð fyrir heilsugæslu á jarðhæð og íbúðum á efri hæðum ásamt hluta bílastæða í bílakjallara. Nú liggur fyrir að unnið er að undirbúningi norðurstöðvar heilsugæslu í Sunnuhlíð 12 og eru forsendur auglýsingar lóðarinnar því brostnar.
Skipulagsráð leggur til við bæjarráð að lóðin Skarðshlíð 20 verði auglýst að nýju og hún boðin út til samræmis við ákvæði gr. 3.2 í reglum Akureyrarbæjar um úthlutun lóða. Er lagt til að sett verði lágmarksboð í byggingarréttinn að upphæð a.m.k. 60 milljónir króna.

Bæjarráð - 3763. fundur - 17.03.2022

Liður 10 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 9. mars 2022:

Þann 14. ágúst 2021 var lóðin Skarðshlíð 20 auglýst laus til úthlutunar í tengslum við auglýsingu Ríkiskaupa eftir húsnæði fyrir norðurstöð heilsugæslu. Bárust tillögur frá þremur aðilum þar sem gert var ráð fyrir heilsugæslu á jarðhæð og íbúðum á efri hæðum ásamt hluta bílastæða í bílakjallara. Nú liggur fyrir að unnið er að undirbúningi norðurstöðvar heilsugæslu í Sunnuhlíð 12 og eru forsendur auglýsingar lóðarinnar því brostnar.

Skipulagsráð leggur til við bæjarráð að lóðin Skarðshlíð 20 verði auglýst að nýju og hún boðin út til samræmis við ákvæði gr. 3.2 í reglum Akureyrarbæjar um úthlutun lóða. Er lagt til að sett verði lágmarksboð í byggingarréttinn að upphæð a.m.k. 60 milljónir króna.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður, Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi og Þórhallur Jónsson formaður skipulagsráðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum tillögu skipulagsráðs um að Skarðshlíð 20 verði úthlutað með útboði þar sem gert er ráð fyrir 60 millljóna króna lágmarksboði og felur skipulagsfulltrúa að ganga frá útboðsskilmálum.