Lýsing gönguskíðabrautar í Naustaborgum - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2021100503

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 367. fundur - 13.10.2021

Erindi Eiríks Jónassonar dagsett 7. október 2021 f.h. umhverfis- og mannvirkjasviðs þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi til að setja upp lýsingu fyrir gönguskíðabraut nyrst í Naustaborgum. Fer leiðin í gegnum reit sem í aðalskipulagi er merktur K2 og ætlaður er sem greftrunarsvæði nýs kirkjugarðs í framtíðinni.
Skipulagsráð samþykkir að gefið verði út framkvæmdaleyfi í samræmi við fyrirliggjandi umsókn. Skipulagsráð samþykkir uppsetningu lýsingar með fyrirvara um að hún verði fjarlægð ef farið verður að nýta svæðið í samræmi við gildandi aðalskipulag.