Hafnarstræti 96 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi, 2. og 3. hæð

Málsnúmer 2021100189

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 834. fundur - 07.10.2021

Erindi dagsett 5. október 2021 þar sem Valbjörn Ægir Vilhjálmsson fyrir hönd Gersemi Þrastar ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum í húsi nr. 96 við Hafnarstræti. Fyrirhugaðar eru minniháttar breytingar á 2. hæð og breyta 3. hæð úr íbúð í skrifstofurými. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valbjörn Ægi Vilhjálmsson.
Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindið.

Skipulagsráð - 367. fundur - 13.10.2021

Erindi dagsett 5. október 2021 þar sem Valbjörn Ægir Vilhjálmsson fyrir hönd Gersemi Þrastar ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum í húsi nr. 96 við Hafnarstræti. Fyrirhugaðar eru minniháttar breytingar á 2. hæð og að breyta 3. hæð í skrifstofurými.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við fyrirhuguð byggingaráform og vísar málinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa.