Austurbrú 10-18 og Hafnarstræti 80 og 82 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2021100515

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 367. fundur - 13.10.2021

Umsókn Odds Kristjáns Finnbjarnarsonar dagsett 7. október 2021 fyrir hönd Pollsins ehf. þar sem óskað er eftir að gerð verði minniháttar breyting á deiliskipulagi Drottningarbrautarreits. Er óskað eftir að lóðamörk Austurbrúar 10-18 og Hafnarstrætis 80-82 færist aðeins til vesturs og að byggingarreitur Austurbrúar 10-14 stækki lítillega inn í garðinn.
Skipulagsráð samþykkir breytinguna. Að mati ráðsins er um að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fallið er frá grenndarkynningu í samræmi við ákvæði 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga.