Álfabyggð 18 - fyrirspurn til skipulagssviðs vegna stækkunar svala

Málsnúmer 2021080697

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 364. fundur - 25.08.2021

Erindi dagsett 16. ágúst 2021 þar sem Garðar G. Sigurðsson leggur inn fyrirspurn varðandi stækkun svala á húsi nr. 18 við Álfabyggð. Meðfylgjandi er tillöguteikning.
Skipulagsráð frestar erindinu og óskar eftir áliti Minjasafnsins á Akureyri á tillögu um breytingu hússins.

Skipulagsráð - 367. fundur - 13.10.2021

Lagt fram að nýju erindi dagsett 16. ágúst 2021 þar sem Garðar G. Sigurðsson leggur inn fyrirspurn varðandi stækkun svala á húsi nr. 18 við Álfabyggð. Á fundi skipulagsráðs 25. ágúst sl. frestaði skipulagsráð afgreiðslu erindisins og óskaði eftir áliti Minjasafnsins á Akureyri, sem liggur nú fyrir.
Afgreiðslu frestað þar til fyrir liggja viðbrögð umsækjanda við umsögn Minjasafnsins á Akureyri.