Oddeyri, suðurhluti - Gránufélagsgata 22, deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2018030161

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 287. fundur - 14.03.2018

Lagt er til við skipulagsráð að deiliskipulagi Oddeyrar suðurhluta verði breytt fyrir lóðir nr. 22 og 24 við Gránufélagsgötu. Leitað verði umsagnar Minjastofnunar Íslands um niðurrif hússins sem byggt var 1923 og leyfis til að rífa geymslu sem byggð var 1915.
Skipulagsráð vísar málinu til vinnslu nýs deiliskipulags fyrir Oddeyri.

Skipulagsráð - 367. fundur - 13.10.2021

Lögð fram til kynningar tillaga Teiknistofu Arkitekta að breytingu á deiliskipulagi sem nær til Gránufélagsgötu 22-24. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að núverandi hús á lóðinni verði fjarlægt og í staðinn verði heimilt að byggja tveggja hæða fjölbýlishús með allt að 6 íbúðum. Hámarkshæð verði allt að 9,5 m. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir að lóðinni sé skipt í tvær einbýlishúsalóðir.
Skipulagsráð telur að fyrirliggjandi tillaga feli í sér uppbyggingu sem falli vel að aðliggjandi byggð. Að mati ráðsins er forsenda fyrir skynsamlegri uppbyggingu á lóðinni að núverandi hús verði fjarlægt vegna óheppilegrar staðsetningar þess á miðri lóð auk þess sem hæðarsetning passar illa við hæð gatna og gangstétta.


Er sviðsstjóra skipulagssviðs falið að óska eftir umsögn Minjastofnunar um breytingartillöguna. Verður tillagan lögð fyrir að nýju þegar umsögnin liggur fyrir.

Skipulagsráð - 370. fundur - 24.11.2021

Lögð fram umsögn Minjastofnunar dagsett 8. nóvember 2021 um tillögu að breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Gránufélagsgötu 22.
Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að útbúa útboðsskilmála fyrir úthlutun lóðarinnar í samræmi við ákvæði um hugmyndasamkeppni sem fram koma í gr. 2.4 og 3.3 í reglum um lóðarveitingar.

Skipulagsráð - 392. fundur - 23.11.2022

Lögð fram drög að útboðsskilmálum fyrir lóðina Gránufélagsgötu 22.
Skipulagsráð samþykkir framlögð drög að útboðsskilmálum fyrir Gránufélagsgötu 22 og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa lóðina við fyrsta tækifæri.

Skipulagsráð - 401. fundur - 24.04.2023

Lögð fram hugmynd Árna Ólafssonar arkitekts að mögulegri uppbyggingu á lóð nr. 22 við Gránufélagsgötu.

Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að vinna að gerð breytingar á deiliskipulagi í samræmi við tillöguna.

Skipulagsráð - 404. fundur - 14.06.2023

Lögð fram tillaga Teiknistofu arkitekta að að breytingu á deiliskipulagi Gránufélagsgötu 22-24.

Tillagan gerir ráð fyrir tveimur íbúðarhúsum á lóðum nr. 22 og 24. Á lóð nr. 22 er gert ráð fyrir tveggja hæða einbýlishúsi með tengingu við smiðju sem fyrir er á lóðinni. Á lóð nr. 24 er gert ráð fyrir tveggja hæða fjölbýlishúsi með nýtanlegu risi og tveimur til fjórum íbúðum.

Meðfylgjandi er deiliskipulagsuppdráttur.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu á vinnslustigi með þeirri breytingu að sett verði inn kvöð um kvist á stærri bygginguna. Skipulagsráð samþykkir að tillagan verði kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

Skipulagsráð - 407. fundur - 23.08.2023

Kynningu tillögu á vinnslustigi að breytingu á deiliskipulagi fyrir Gránufélagsgötu 22 og 24 lauk þann 7. júlí sl.

Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, umhverfis- og mannvirkjasviði og Norðurorku.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi og að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3532. fundur - 05.09.2023

Liður 4 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 23. ágúst 2023:

Kynningu tillögu á vinnslustigi að breytingu á deiliskipulagi fyrir Gránufélagsgötu 22 og 24 lauk þann 7. júlí sl. Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, umhverfis- og mannvirkjasviði og Norðurorku.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi og að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu að deiliskipulagi og að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 412. fundur - 15.11.2023

Auglýsingu tillögu að breytingu á deiliskipulagi suðurhluta Oddeyrar vegna áforma á Gránufélagsgötu 22 lauk þann 1. nóvember sl.

Engar athugasemdir bárust. Umsögn barst frá Minjastofnun Íslands.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki tillögu að breytingu að deiliskipulagi suðurhluta Oddeyrar skv. 3.mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3536. fundur - 21.11.2023

Liður 2 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 15. nóvember 2023:

Auglýsingu tillögu að breytingu á deiliskipulagi suðurhluta Oddeyrar vegna áforma á Gránufélagsgötu 22 lauk þann 1. nóvember sl.

Engar athugasemdir bárust. Umsögn barst frá Minjastofnun Íslands.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki tillögu að breytingu að deiliskipulagi suðurhluta Oddeyrar skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi suðurhluta Oddeyrar skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.