Oddeyri, suðurhluti - Gránufélagsgata 22, deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2018030161

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 287. fundur - 14.03.2018

Lagt er til við skipulagsráð að deiliskipulagi Oddeyrar suðurhluta verði breytt fyrir lóðir nr. 22 og 24 við Gránufélagsgötu. Leitað verði umsagnar Minjastofnunar Íslands um niðurrif hússins sem byggt var 1923 og leyfis til að rífa geymslu sem byggð var 1915.
Skipulagsráð vísar málinu til vinnslu nýs deiliskipulags fyrir Oddeyri.

Skipulagsráð - 367. fundur - 13.10.2021

Lögð fram til kynningar tillaga Teiknistofu Arkitekta að breytingu á deiliskipulagi sem nær til Gránufélagsgötu 22-24. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að núverandi hús á lóðinni verði fjarlægt og í staðinn verði heimilt að byggja tveggja hæða fjölbýlishús með allt að 6 íbúðum. Hámarkshæð verði allt að 9,5 m. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir að lóðinni sé skipt í tvær einbýlishúsalóðir.
Skipulagsráð telur að fyrirliggjandi tillaga feli í sér uppbyggingu sem falli vel að aðliggjandi byggð. Að mati ráðsins er forsenda fyrir skynsamlegri uppbyggingu á lóðinni að núverandi hús verði fjarlægt vegna óheppilegrar staðsetningar þess á miðri lóð auk þess sem hæðarsetning passar illa við hæð gatna og gangstétta.


Er sviðsstjóra skipulagssviðs falið að óska eftir umsögn Minjastofnunar um breytingartillöguna. Verður tillagan lögð fyrir að nýju þegar umsögnin liggur fyrir.

Skipulagsráð - 370. fundur - 24.11.2021

Lögð fram umsögn Minjastofnunar dagsett 8. nóvember 2021 um tillögu að breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Gránufélagsgötu 22.
Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að útbúa útboðsskilmála fyrir úthlutun lóðarinnar í samræmi við ákvæði um hugmyndasamkeppni sem fram koma í gr. 2.4 og 3.3 í reglum um lóðarveitingar.