Kjarnagata 55 - undanþága frá skipulagsreglum Akureyrarflugvallar

Málsnúmer 2021100378

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 367. fundur - 13.10.2021

Lagt fram bréf ISAVIA dagsett 22. september 2021 þar sem óskað er eftir að deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Kjarnagötu 55 verði breytt þar sem hæð þess er í ósamræmi við skipulagsreglur Akureyrarflugvallar. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi má hámarkshæð vera allt að 23 m yfir gólfkóta 1. hæðar en samkvæmt skipulagsreglum Akureyrarflugvallar má hæð byggingar ekki vera nema 18 m yfir hæsta óhreyfða hluta lóðar.
Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að sækja um undanþágu Samgöngustofu frá ákvæðum skipulagsreglna Akureyrarflugvallar um hámarkshæð húsa fyrir lóðina Kjarnagötu 55.