Glerárgil - fyrirspurn til skipulagssviðs vegna Zip línu

Málsnúmer 2021080749

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 364. fundur - 25.08.2021

Erindi dagsett 17. ágúst 2021 þar sem Jón Heiðar Rúnarsson leggur inn fyrirspurn varðandi möguleika á uppsetningu Zip línu í Glerárgili. Meðfylgjandi er greinargerð með skýringarmynd.
Þar sem hluti fyrirhugaðs svæðis er á náttúruminjaskrá telur skipulagsráð að það henti ekki til uppsetningar á Zip línu braut í samræmi við erindi en felur sviðsstjóra skipulagssviðs að ræða við umsækjendur um framhald málsins.

Skipulagsráð - 367. fundur - 13.10.2021

Jón Heiðar Rúnarsson kynnti hugmyndir um uppsetningu á zip línu við Glerárgil á svæði rétt ofan við brúna við Þingvallastræti og til norðurs í átt að Háskólanum á Akureyri.

Jón Heiðar Rúnarsson og Aníta Hafdís Björnsdóttir sátu fundinn undir þessum lið.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að vinna málið áfram.

Skipulagsráð - 378. fundur - 23.03.2022

Erindi Jóns Heiðars Rúnarssonar og Anitu Hafdísar Björnsdóttur f.h. Zipline Iceland þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir uppsetningu fluglínubrautar í Glerárgili innan þéttbýlismarka Akureyrar.

Umrætt svæði er á náttúruminjaskrá og fyrir liggur jákvæð umsögn Umhverfisstofnunar um fyrirhugaða framkvæmd.
Skipulagsráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist. Er samþykkið með fyrirvara um umsögn Vinnueftirlits og Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra.

Í framkvæmdaleyfið skal setja skilmála um varúðarmerkingar vegna þverunar ökutækja á göngustíg meðfram Þingvallastræti.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 120. fundur - 20.05.2022

Lögð fram gögn varðandi verkefnið og framkvæmd þess.
Umhverfis- og mannvirkjaráð tekur vel í verkefnið og felur umhverfis- og mannvirkjasviði að gera samning við rekstraraðila til ákveðins tíma og setja skilyrði fyrir rekstri.